Læknablaðið - 01.02.1973, Síða 47
LÆKNABLAÐIÐ
25
Elías Davíðsson kerfisfræðingur
TÖLVUTÆKNI OG HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA I
LÆKNISFRÆÐIN í LJÓSI UPPLÝSINGAFRÆÐI
0.0. INNGANGUR
Sú forna hugsjón „að veita hina beztu
læknisþjónustu sem þekkt er til allra sem
hennar þurfa“ er í dag orðin félagslegt
markmið sem einstaklingar, stéttir og yfir-
völd styðja með fjárveitingum og löggjöf.
Við verðum vör við útbreidda og, að okk-
ur finnst, eðlilega kröfu almennings og
læknasamtaka um að sú læknisfræðilega
þekking sem til er, sé hagnýtt í daglegri
starfsemi heilbrigðismála. Jafnframt er
lögð mikil áherzla á ýmiss konar klínískar
rannsóknir til þess að auka enn fræðilega
og hagnýta þekkingu læknavísindanna og
hækka þar með staðal heilbrigðisþjónust-
unnar. Til þess að unnt sé að hrinda ofan-
greindri hugsjón í framkvæmd, verður að
uppfylla tvö meginskilyrði:
1) að til séu nógu margir læknar til að
veita þessa þjónustu,
2) að fullnægjandi leiðir og aðferðir séu
tiltækar til að upplýsa þessa sömu
lækna um þá sjúklinga sem þeir eru
að meðhöndla og um hina vaxandi
fjölbreytni aðferða við sjúkdóms-
greiningu og meðhöndlun sjúklinga.
Við komumst fljótt að raun um að nú-
verandi skipan heilbrigðiskerfis (í víðum
skilningi) getur ekki fullnægt þessum
tveim skilyrðum. Menntun lækna er alltaf
að verða lengri og dýrari, skortur al-
mennra lækna verður æ brýnni, og meira
að segja í stórborgum iðnaðarlanda fær
verulegur hluti íbúanna lélega heilbrigðis-
þjónustu. Loks er magn nýrrar þekkingar
alltaf að aukast og engin varanleg leið
hefur fundizt enn til að halda jafnt og
þétt við þekkingu starfandi lækna.
Grein þessi styðst við ritgerðina „Develop-
ment of a Clinical Decision Support System"
eftir Dr. F. J. Moore, birt í júní 1968 á vegum
IBM Advanced Systems Development Division,
Bandaríkjunum. Greinin er stílfærð með að-
stoð eiginkonu höfundar, Kristínar E. Jóns-
dóttur, læknis.
Hér á eftir mun fyrst verða leitazt við
að lýsa læknisstarfinu sem gagnavinnslu
og sýna fram á „exponentiel“ eðli þekk-
ingarvaxtar. Þá verða raktar þær ástæð-
ur sem krefjast nýrrar upplýsingatækni
til aðstoðar við klíníska starfsemi. Loks
verður stuttlega getið um fjórar tegundir
upplýsingakerfa sem gætu vegið á móti
óhagstæðri þróun heilbrigðisþjónustunnar.
1.0. HEILBRIGÐISÞJÓNUSTAN SEM
UPPLÝSIN GAKERFI
1.1. Starf læknis sem gagnavinnsla
Ef við virðum fyrir okkur kjarna heil-
brigðisþjónustunnar í dag, þ. e. læknis-
starfið, komumst við að raun um að starf-
ið er að miklu leyti fólgið í meðhöndlun
upplýsinga. Töflur 1 til 5 sýna hugsan-
lega niðurröðun á þeim þáttum sem koma
fyrir við venjulega klíníska starfsemi,
þ. e.: söfnun upplýsinga, taka ákvarðana,
skráning, geymsla og miðlun upplýsinga
(data collection, decision process, record-
ing, storage and data communication).
Húsnæði, tækjabúnaður og góð stjórnun
tilheyra einnig góðri heilbrigðisþjónustu.
í grundvallaratriðum er heilbrigðisþjón-
ustan þó upplýsingakerfi. Fáfróðum lækni
mundi lítið gagna í starfi sínu að auka
húsnæði um helming eða fullkomna tækja-
búnað. Hins vegar getur læknir sem hef-
ur yfir að ráða góðum upplýsingum um
sjúklinginn og um möguleika læknisfræð-
innar á viðkomandi sviði unnið sitt verk
furðu vel við óhagstæð skilyrði.
1.2. Geymd þekking — undirstaða skyn-
samlegra ákvarðana
Ákvarðanir um söfnun frekari upplýs-
inga eða um beitingu ákveðinnar meðferð-
ar eru byggðar á upplýsingum frá fortíð
og um núverandi ástand viðkomandi sjúkl-
ings, svo og á þeirri reynslu sem til er