Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1973, Page 48

Læknablaðið - 01.02.1973, Page 48
26 LÆKNABLAÐIÐ 1. tafla — Söfnun upplýsinga Einkenni (hver — hve lengi — hvernig — hvar — viS hvaða aðstæður . . .). Forsaga (fyrri sjúkdómar — aðgerðir . . .). Umhverfi (félagslegar aðstæður — vinna — fjölskylda . . .). Áhætta (ofnæmi — blæðingarsjúkd. — sérstök lyf . . .). Skoðun. Rannsóknir (blóðrannsóknir — ræktun — myndatökur . . .). 2. tafla — Taka ákvarðana Möguleikar við sjúkdómsgreiningu (þörf frekari upplýsinga — val rannsókna . . .). Valkostir í meðhöndlun (lyfjameðferð: hvernig — aðgerð — aðrar tegundir meðferða . . .). Valkostir með tilliti til kostnaðar (þörf á rannsóknum? hverjum? Þörf á sjúkra- húsdvöl? . . .). 3. tafla — Skráning upplýsinga a. Hvaða upplýsingar? — Frumupplýsingar (sjúkrasaga — rannsóknir . . .). — Rökstuðningur á greiningu og teg- und meðferðar. — Skipanir (meðferð — framhalds- rannsóknir . . .). — Dagbók um gang sjúkdómsins. b. Fyrir hvern? — Fyrir sjálfan sig, aðra lækna og hjúkrunarfólk í yfirstandandi legu. — Fyrir þá sem síðar kunna að fá sjúkl- — inginn til greiningar og meðferðar. —• Til aukningar á almennri klínískri þekkingu. —• T'il betri rekstrarstjórnar. 4. tafla — Geymsla upplýsinga Sjúkraskrár. — Fagbækur. — Fræðilegar greinar. — Röntgenmyndir og hjartalínu- rit. — Segulbönd og segulplötur. — Gat- spjöld. — Mannsheili. 5. tafla — Upplýsingamiðlun Einstefna (t. d. sending upplýsinga inn í gagnamiðstöð). Tvístefna með biðtíma (t. d. beiðnir um rannsóknir og svar við þeim). Tvístefna án biðtíma (t. d. samtöl og sím- töl). Upplýsingamiðlar geta verið eyðublöð, símatól, kalltæki, símsvarar, fjarriti, tölvur . . . um meðferð svipaðra tilfella í fortíðinni. Eftir framkvæmd ákvörðunarinnar er árangur metinn, og þeirri vitneskju sem skapaðist, bætt vitandi vits eða ómeðvitað, við reynslu læknisins og við skráða þekk- ingu um þennan einstakling. Á þann hátt eykur hver einstök ákvörðun um með- höndlun, hver rannsóknarniðurstaða (þótt hún hafi ekki endilega þýðingu á því augnabliki, sem hún er gerð), hver spurn- ing sem lögð er fyrir sjúkling, þekkingar- forða læknisfræðinnar. Áhrif hvers ein- staks atriðis eru að vísu örlítil, en saman- lagt auka þau hröðum skrefum magn þeirrar þekkingar, sem er gild á hverjum tíma. 2.0. NAUÐSYN NÝRRAR UPPLÝSINGA- TÆKNI 2.1. Framboð og eftirspurn eftir læknum Það er alkunnugt að læknaskortur er ríkjandi í stórum hluta heimsins. Við vit- um einnig að allstórir þjóðfélagshópar í þróuðum löndum fá takmarkaða ef ekki lélega heilbrigðisþjónustu, annaðhvort vegna óhagstæðrar búsetu eða vegna fjár- hagsástæðna. Jafnvel á þeim stöðum þar sem spítalar í tengslum við háskóla eru reknir, vantar stundum lækna í ýmsum sérgreinum og við almennar lækningar. Vandamálið magnast enn meir vegna nauðsynjar hvers læknis á að eyða vax- andi hluta af starfstíma sínum í óarð- bæra starfsemi, þ. e. við framhaldsmennt- un. Til lausnar ofangreindra vandamála hefur aðallega verið reynt að stuðla að því annars vegar að læknanemum fjölgaði og hins vegar að handahófskenndri framhaldsmenntun starfandi lækna. Sýnt hefur verið fram á það, að jafnvel þótt læknadeildum háskólanna fjölgi ogþarmeð læknanemum, yrði ekki að vænta fjölgun- ar starfandi lækna fyrr en eftir mörg ár, og jafnvel þá aðeins að því marki, sem þarf til að viðhalda núverandi hlutfalli

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.