Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1973, Síða 48

Læknablaðið - 01.02.1973, Síða 48
26 LÆKNABLAÐIÐ 1. tafla — Söfnun upplýsinga Einkenni (hver — hve lengi — hvernig — hvar — viS hvaða aðstæður . . .). Forsaga (fyrri sjúkdómar — aðgerðir . . .). Umhverfi (félagslegar aðstæður — vinna — fjölskylda . . .). Áhætta (ofnæmi — blæðingarsjúkd. — sérstök lyf . . .). Skoðun. Rannsóknir (blóðrannsóknir — ræktun — myndatökur . . .). 2. tafla — Taka ákvarðana Möguleikar við sjúkdómsgreiningu (þörf frekari upplýsinga — val rannsókna . . .). Valkostir í meðhöndlun (lyfjameðferð: hvernig — aðgerð — aðrar tegundir meðferða . . .). Valkostir með tilliti til kostnaðar (þörf á rannsóknum? hverjum? Þörf á sjúkra- húsdvöl? . . .). 3. tafla — Skráning upplýsinga a. Hvaða upplýsingar? — Frumupplýsingar (sjúkrasaga — rannsóknir . . .). — Rökstuðningur á greiningu og teg- und meðferðar. — Skipanir (meðferð — framhalds- rannsóknir . . .). — Dagbók um gang sjúkdómsins. b. Fyrir hvern? — Fyrir sjálfan sig, aðra lækna og hjúkrunarfólk í yfirstandandi legu. — Fyrir þá sem síðar kunna að fá sjúkl- — inginn til greiningar og meðferðar. —• Til aukningar á almennri klínískri þekkingu. —• T'il betri rekstrarstjórnar. 4. tafla — Geymsla upplýsinga Sjúkraskrár. — Fagbækur. — Fræðilegar greinar. — Röntgenmyndir og hjartalínu- rit. — Segulbönd og segulplötur. — Gat- spjöld. — Mannsheili. 5. tafla — Upplýsingamiðlun Einstefna (t. d. sending upplýsinga inn í gagnamiðstöð). Tvístefna með biðtíma (t. d. beiðnir um rannsóknir og svar við þeim). Tvístefna án biðtíma (t. d. samtöl og sím- töl). Upplýsingamiðlar geta verið eyðublöð, símatól, kalltæki, símsvarar, fjarriti, tölvur . . . um meðferð svipaðra tilfella í fortíðinni. Eftir framkvæmd ákvörðunarinnar er árangur metinn, og þeirri vitneskju sem skapaðist, bætt vitandi vits eða ómeðvitað, við reynslu læknisins og við skráða þekk- ingu um þennan einstakling. Á þann hátt eykur hver einstök ákvörðun um með- höndlun, hver rannsóknarniðurstaða (þótt hún hafi ekki endilega þýðingu á því augnabliki, sem hún er gerð), hver spurn- ing sem lögð er fyrir sjúkling, þekkingar- forða læknisfræðinnar. Áhrif hvers ein- staks atriðis eru að vísu örlítil, en saman- lagt auka þau hröðum skrefum magn þeirrar þekkingar, sem er gild á hverjum tíma. 2.0. NAUÐSYN NÝRRAR UPPLÝSINGA- TÆKNI 2.1. Framboð og eftirspurn eftir læknum Það er alkunnugt að læknaskortur er ríkjandi í stórum hluta heimsins. Við vit- um einnig að allstórir þjóðfélagshópar í þróuðum löndum fá takmarkaða ef ekki lélega heilbrigðisþjónustu, annaðhvort vegna óhagstæðrar búsetu eða vegna fjár- hagsástæðna. Jafnvel á þeim stöðum þar sem spítalar í tengslum við háskóla eru reknir, vantar stundum lækna í ýmsum sérgreinum og við almennar lækningar. Vandamálið magnast enn meir vegna nauðsynjar hvers læknis á að eyða vax- andi hluta af starfstíma sínum í óarð- bæra starfsemi, þ. e. við framhaldsmennt- un. Til lausnar ofangreindra vandamála hefur aðallega verið reynt að stuðla að því annars vegar að læknanemum fjölgaði og hins vegar að handahófskenndri framhaldsmenntun starfandi lækna. Sýnt hefur verið fram á það, að jafnvel þótt læknadeildum háskólanna fjölgi ogþarmeð læknanemum, yrði ekki að vænta fjölgun- ar starfandi lækna fyrr en eftir mörg ár, og jafnvel þá aðeins að því marki, sem þarf til að viðhalda núverandi hlutfalli
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.