Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1973, Page 49

Læknablaðið - 01.02.1973, Page 49
LÆKNABLAÐIÐ 27 MYHP i starfandi lækna á móti íbúafjölda. Skýr- ingin á þessu fyrirbrigði er sú, að til að mennta lækna þarf aðra lækna. Þessir kennslukraftar verða óhjákvæmilega að vera reyndir og góðir læknar, ef kennslan á að bera ávöxt. Þeir eru, a. m. k. að hluta, teknir úr hópi þeirra er veita heilbrigðis- þjónustu, þannig að skarðið fyllist ekki fyrr en nokkru eftir brautskráningu læknanema úr háskóla. Stöðug útvíkkun námsefnisins að magni og fjölbreytni leng- ir menntunartíma og fækkar enn fjölda þeirra ára sem hinn útskrifaði læknir vinnur við beinar lækningar. Þannig stöndum við gagnvart þeirri hættu að stækkun læknadeilda magni læknaskortinn, í stað þess að minnka hann, a. m. k. í bili. Loks má ekki gleyma, að með eðlilegri kröfu um styttingu vinnutímans, fækkar þeim stundum sem læknar eyða í beina þjónustu við sjúklinga, á sama tíma og kröfur um betri heilbrigðisþjónustu auk- ast stöðugt.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.