Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.1973, Qupperneq 50

Læknablaðið - 01.02.1973, Qupperneq 50
28 LÆKNABLAÐIÐ 2.2. Framför læknisfræðilegrar þekkingar og eðli hennar Fyrr á tímum virðist þekkingarmagn hafa verið frekar stöðugt. Uppgötvanir komu fram með löngu millibili og dreifð- ust mjög hægt milli staða. Læknar þeirra tíma voru taldir fullkomnir meistarar sinn- ar greinar að námslokum. Verksvið þeirra náði yfir allan mannslíkamann frá hvirfli til ilja. Á þeim tímum þjónaði einn lækn- ir N manns, en þegar fólki fjölgaði var ekki annarra kosta völ en að auka lækna- fjölda í hlutfalli við fjölgunina. Byggist hins vegar góð heilbrigðisþjónusta á hag- nýtingu allrar þekkingar sem til er, hlýtur vöxtur þeirrar þekkingar að hafa gagn- gerð áhrif á mannafiaþörf, þegar tillit er tekið til grunnmenntunar og framhalds- menntunar. Eins og fyrr getur, má telja vöxt þekk- ingarinnar á sviði læknisfræði „exponen- tiel“. 2.2.1. Eðli „exponentiel“ vaxtar Þrír þættir einkenna ,,exponentiel“ vöxt: 1. í byrjun vaxtartímabils er vöxturinn óskynjanlegur. 2. Þegar farið er að taka eftir vextinum, er hann orðinn mjög ör. 3. í lok tímabils hægir vöxturinn á sér og hættir þegar þau öfl er stuðluðu að vextinum, hrökkva ekki lengur til. Sígilt dæmi um slíka þróun er um mann sem byrjar að vinna fyrir ríkið 16 ára gamall og hefur 1 kr. á ári í laun og með þeim kjörum að hann fái 100% launa- hækkun á hverju ári. Þegar hann yrði 35 ára gamall fengi hann laun sem þættu raunhæf í dag, en fljótlega eftir það færu laun hans upp úr öllu valdi. Níu árum seinna ætti hann að fá árslaun sem svara til reksturskostnaðar Borgarspítalans árið 1970, og um 53 ára aldur yrðu laun hans jafnhá þjóðartekjum okkar, en um leið yrði launagreiðandinn gjaldþrota, og þar með stoðunum kippt undan launavextin- um. Ef við lítum á þróun hagnýtrar læknis- fræði, tók fyrsti þáttur vaxtarins margar aldir án þess að vextinum væri veitt eftir- tekt. Einhvern tíma á þesari öld fór vaxt- arins að verða vart, en á síðustu 15-20 ár- MrNP 1 um er mönnum orðið ljóst að framleiðsla nýrrar þekkingar sprengir þær hefð- bundnu leiðir sem eru notaðar við miðlun þekkingarinnar til starfandi lækna. 2.2.2. Orsakir og afleiðingar „exponentiel“ vaxtar 1. mynd sýnir líkan af heilbrigðiskerf- inu. Þar á S við tilætlaðan staðal heilbrigð- isþjónustunnar almennt (þótt ekki sé hægt að mæla hann), en F á við raunverulega framkvæmd þjónustunnar á hverjum stað eða sviði. Kerfið endurbætir sig bæði þeg- ar F er lakari en S og þegar S er minni en F. í fyrra tilfelli beitir yfirstjórn heilbrigð- ismála aðgerðum til að hækka heilbrigðis- staðalinn, en í síðara tilfelli gera þeir að- ilar í þjóðfélaginu sem fá ekki eins góða þjónustu og völ ætti að vera á (F) kröfur til þess að staðallinn verði hækkaður. 2. mynd sýnir áhrif rannsóknastarfsemi á þekkingarvöxt. Vegna óleystra vanda- mála og ólæknandi sjúkdóma styður al- menningur rannsóknastarfsemi með fjár-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.