Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.1973, Qupperneq 54

Læknablaðið - 01.02.1973, Qupperneq 54
32 LÆKNABLAÐIÐ ÁSTALÍF OG SKEGGVÖXTUR Ónafngreindur bréfritari skrifaði tíma- ritinu Nature og kvaðst hafa sýnt fram á breytingar á skeggvexti sínum, er fylgni hefði við sveiflur í kynlífi. Um tveggja ára skeið hafði hann vegna vinnu sinnar verið einangraður á eyju einni nokkrar vikur í senn. Stöku sinnum fékk hann frí og hélt til megin- landsins. Hann uppgötvaði, að daginn áð- ur en hann hélt til lands hljóp vöxtur í skegg hans og náði vaxtarkippurinn há- marki fyrstu tvo dagana, sem hann var í landi. Meðal íbúa á meginlandinu var a. m. k. ein kona, sem var manninum eftir- lát. N. N. grunaði, að tilhugsunin um kyn- mök og ástundun þeirra eftir langt einlifi ylli aukinni skeggsprettu. Leitaðist hann nú við að sanna kenningu sína. Hann rakaði sig með rafmagnsrakvél daglega og vigtaði uppskeruna á degi hverjum. Auk þess hélt hann dagbók, í hverja hann færði mismunandi stig lík- amlegrar og andlegrar áreynslu, svefns, kynhvatar og fullnægingar hennar. Má þar t. d. sjá, að 4., 18., 19. og 20. janúar 1969 voru sæludagar á meginlandinu og skegg- gróska hans þá daga fylgdi áðurnefndu mynztri. N. N. telur þennan kynhvatarmæli sinn nógu næman til að fullyrða: „Jafnvel nær- vera vissrar kvenpersónu, þótt ekki væri um kynmök að ræða, dugði til að hleypa greinilegum vexti í skegg mitt.“ Mánuði eftir að greinin birtist, réðu gagnrýnendur ríkjum í lesendadálki Nat- ure. Einum þeirra hafði dottið í hug, að N.N. heíði e. t. v. látið freistast til að raka sig betur, þegar hann átti í vændum endur- fundi við vinkonu sína og því hlotið ríku- legri uppskeru en ella. Annar spurði: ,,Hef- ur N. N. gert þá mikilvægu ,,kontrol“ til- raun að bjóða vinkonu sinni út til eyjar- innar?“ Enn einn stakk upp á því, að margnefnd kona, í þágu vísindanna, reyndi endrum og eins að neita N. N. um blíðu sína. Ef draga má lærdóm af frásögn þess- ari, virðist ritstjórn Læknablaðsins hann helzt þessi: „Viljirðu spara rakblöð, skaltu gerast munkur." SPAKLEGA MÆLT Þótt læknum sé stundum hallmælt að ósekju, er það jafnalgengt, að þeim sé þakkað meira en þeir eiga skilið. Þeir hafa því ekki yfir neinu að kvarta. James Jackson (1777-1867). Letters to a Young Physician. 1855. — • — A neurotic is the man who builds a castle in the air. A psychotic is the man who lives in it. And a psychiatrist is the man who collects the rent. Lord Robert Webb-Johnston (1879-). Sannur læknir er listamaður og sálu- sorgari, búinn vísindaþekkingu. Nonnenbruch. Læknavísindin sjálf eru ekki takmarkið heldur heilbrigði fólksins. Kollath. — • — Sir William Osler er eignuð þessi at- hugasemd: „Hvötin til að taka inn meðul er ef til vill það, sem helzt aðskilur mann- skepnuna frá öðrum dýrum.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.