Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 175 ekki á einn veg. Þá er þess að gæta að sá árstími er könnunin fór fram er jafn- framt það tímabil er almenningur sækist hvað mest eftir þessum lyfjum, hvort sem er hjá læknum eða í lausasölu. Hjarta- og blóðþrýstingslyf Notkun þessara lyfja var minni en búizt hafði verið við, sérstaklega að því er varð- ar blóðþrýstingslyf. TAFLA 8 Önnur meðferð en lyfjameðferð. Endurhæfing 14 Lagt inn á Sjúkrahús Skagfirðinga 18 Innlagsbeiðnir á önnur sjúkrahús 8 Tilvísun á sérfræðinga 9 Aðgerðir, minniháttar 44 Vottorð 47 Samtals 140 Deyfingar eða dæling í hold ekki með- talin. Endurhæfing var lítið notuð. Veldur þar mestu um ófullnægandi húsnæði og tækja búnaður, auk þess sem sérþjálfað starfs- lið hefur ekki fengizt. Sem vænta mátti voru fáir sjúklingar sendir á önnur sjúkrahús enda gerist þess ekki þörf nema um sé að ræða meiriháttar rannsóknir eða aðgerðir. Tilvísun til sér- fræðinga var lítil eða 0,6% þeirra er leit- uðu læknis, en 1,3% ef aðeins eru teknir þeir sjúklingar er leituðu læknis á stofu. í Reykjavík var tilvísunarfjöldi margfalt meiri, eða 18,5% þeirra er leituðu læknis á stofu.11 Tvö atriði ber þó að nefna í þessu sambandi. Yfirlæknir sjúkrahússins er sér- fræðingur í skurðlækningum og veitir sér- fræðiþjónustu í þeirri grein, auk kven- sjúkdóma, þó að hann taki ekki tilvisanir. Annað atriði er og, að nokkru áður en könnunin fór fram hafði sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnasjúkdómum dvalizt nokkra daga á Sauðárkróki. Jafnvel þó að þessi atriði séu höfð í huga sést hve gífurlegur munur er á fjölda tilvísana bor- ið saman við Reykjavík. Þarfnast þetta atriði nánari athugunar. Tákna þessar niðurstöður að heilbrigðis- þjónustan sé lakari í Skagafirði en í Reykjavík? f fyrstu grein laga um heil- brigðisþjónustu segir:6 „Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðis- þjónustu, sem á hverjum tima eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði.“ Hvernig er sérfræðiþjónustu við dreif- býlið háttað? Kostnaður sjúklings úr Skagafirði við að leita sérfræðinga í Reykjavík er til- finnanlegur þegar saman kemur ferða- kostnaður, dvalarkostnaður og í sumum tilfellum launatap. Hvaða áhrif hafa þessi atriði á fjölda tilvisana? Eins má nefna mismuninn á greiðslu- fyrirkomulagi heimilislækna í Reykjavík og á Sauðárkróki, sem óhjákvæmilega get- ur haft áhrif á tilvísanir og síðast en ekki sízt mismunur á aðstöðu til lækninga. Þess- ar niðurstöður vekja margar spurningar og gefa tvímælalaust tilefni til nánari at- hugunar. VOTTORÐ Vottorð eru hér talin fram án tillits til tegundar. Við könnun á heimilislækning- um í Reykjavík11 fengu 12.6% vottorð, ef miðað er við þá er leituðu læknis á stofu. Sambærileg tala var 6.3% í þessari könn- un. Skýringin getur verið sú að atvinnu- rekendur gangi ekki eins hart eftir veik- indavottorðum í litlu samfélagi, auk þess sem fleiri eru með sjálfstæðan rekstur, t. d. bændur. Sjúkdómar í öndunarfærum voru lang- algengastir. Ber það saman við könnunina í Hvammstangahéraði10 og svipaðar kann- anir í Svíþjóð8 og Bretlandi.1 Næst koma nokkuð á óvart sjúkdómar í stoðkerfi. Ekki er víst að þessir sjúkdómar hafi aukizt svo mjög meðal fólks. Hitt er öllu líklegra að fremur sé nú leitað læknis vegna þessara kvilla en áður var. Reynir því vissulega mjög mikið á þá endurhæfingaraðstöðu sem fyrir hendi er. í þessari könnun var tíðni geðsjúkdóma og meltingarfærasjúkdóma sú sama. Víst er að skráð tíðni geðsjúkdóma í könnun sem þessari ræðst mjög af þekkingu og afstöðu lækna til geðsjúkdóma eins og sýnt hefur verið fram á víða erlendis. Líklegt má telja að meiriháttar geðsjúkdómar séu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.