Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 30
182 LÆKNABLAÐIÐ c) Hæfni við stjórnunarstörf: Einkum skal tekið tillit til stjórnunarreynslu sem yfirlæknir, forstöðumaður eða forsvars- maður sjúkradeilda eða sjúkrastofnana. Einnig skal tekið tillit til reynslu við skipulagningu og stjórnun á öðrum svið- um heilbrigðismála svo og annarrar stjórnunarreynslu, er umsækjandi kann að hafa. Hér skal ekki aðeins metinn árafjöldinn við stjórnun og skipul(agn- ingu, heldur einnig gæði m. t. t. árang'- urs. Þannig skal sérstaklega metið hafi stjórnun og skipulagning leitt til um- bóta. , d) Hæfni við kennslu: Með hæfni við kennslu er átt við kennslureynslu og leiðbeiningu við vísindastörf. Gerður skal munur á stöðu með leiðbeiningum og tilsögn (kliniskri kennslu) og fastri kennslustöðu, þar sem kennarinn setur fram kennsluefni í fyrirlestrarformi. Taka skal tillit til, hvort umsækjandi hafi kennt við kennsluspítala eða við önnur sjúkrahús, ennfremur hvort kennt var læknastúdentum, læknum eða öðrum starfshópum í framhalds- námi. Nauðsynlegar eru nákvæmar upplýsingar um eðli kennslunnar, fjölda kennslustunda og hvort viðkomandi hafi einnig annast kennsluskipulagn- ingu. Meta skal sérstaklega hafi um- sækjandi samið kennslubók eða rit, sem notað er við kennslu læknanema, lækna eða annarra heilbrigðisstétta og ennfremur hafi umsækjandi aflað sér sérstakrar menntunar til þess að auka kennsluhæfni sína. e) Hæfni á öðrum sviðum: Tillit skal tek- ið til námskeiða, námsferða, þátttöku í læknaþingum og annarrar viðleitni til að auka þekkingu og hæfni, sem ekki hefur verið metin undir öðrum liðum. Þá skal metin þátttaka í félags- málum og öðrum störfum, sem ætla má að geri viðkomandi hæfari til þess að gegna væntanlegu starfi. II-2. B) Samanburður og endan- legt mat á hæfni Þegar upplýsingum hefur verið safnað ber að samræma þær og bera saman verð- leika umsækjenda og út frá því meta hver sé heppilegastur fyrir umrætt starf. Þá ber ekki einungis að meta starfsreynslu og færni hvers og eins heldur einnig að meta þessa þætti með hliðsjón af því hvaða hæfni verði að krefjast fyrir væntanlega stöðu. Þannig getur ákveðinn umsækjandi, að öllu samanlögðu, haft meiri starfs- reynslu þótt annar umsækjandi verði að teljast hæfari til að gegna einmitt þessari stöðu. Þar sem tekið er tillit til starfs- reynslu er sérfræðingsviðurkenning sem slík ekki metin sérstaklega þó að hún kunni að vera skilyrði. Til þess að auðvelda mat á starfsreynslu skal stuðst við eftirfarandi töflu, þar sem greindir eru einstakir starfshættir og þeim skipt niður í þrjú stig m. t. t. skyldleika, þ. e.: 1) starfsreynsla í aðalgrein, sem um- sækjanda er ætlað að fást við í væntan- legu starfi, 2) starfsreynsla í náskyldum hliðargreinum og 3) starfsreynsla í fjar- skyldum hliðargreinum. Starfs- reynsla í aðal- grein Starfs- reynsla í násk. greinum Starfs- reynsla í fjarsk. greinum a) Læknis- störf b) Vísinda- störf c) Stjórnun- arstörf d) Kennsla e) Önnur svið Svipaða töflu má hafa til hliðsjónar við samanburð á færni. Til þess að fært sé að leggja slíkan út- reikning til grundvallar við röðun um- sækjenda verður mismunurinn á niður- stöðum að vera verulegur. III. LEIÐBEININGAR UM HÆFNIS- KRÖFUR TIL EINSTAKRA STARFA Reglugerð um sérfræðingsviðurkenningu er höfð til hliðsjónar við mat á verðleik-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.