Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 48
196 LÆKNABLAÐIÐ Læknafclag íslands' og Læknafclag Rcykjavikur LR 62. ÁRG. — OKT.-DES. 1976 LÆKNAR OG OFNOTKUN LYFJA Á undanförnum árum hafa komið fram í fjölmiðlum ítrekaðar ásakanir á hendur lækn- um um gálauslegar ávísanir á „ávana- og fíknilyf". í þessu tölubiaði Læknablaðsins er gerð nokkur grein fyrir afskiptum stjórna Læknafélags íslands af þessum málum, og má þar sjá að læknasamtökin hafa óskað eftir rannsókn á sannleiksgildi þessara ásak- ana, svo að stéttin og saklausir einstakl- ingar innan hennar þurfi ekki að sitja undir röngum áburði. Jafnframt má sjá, að getsakir um að læknar hafi tafið eða hindrað rannsókn slíkra mála, eiga ekki á nokkurn hátt við rök að styðjast. Þykir læknum bið eftir niðurstöð- um umbeðinnar rannsóknar alllöng. Ofnotkun lyfja er vissulega mikið vanda- mál hér á landi, sem og í mörgum nágranna- löndum okkar. Sem betur fer, er þó sá mun- ur á, að sterkustu deyfilyf virðast ekki hafa náð fótfestu hér á ólöglegum markaði. Hins vegar virðist Ijóst, að í umferð er umtals- vert magn af ýmis konar vímugjöfum, örv- andi lyfjum og skynvillulyfjum, auk hins löglega vímugjafa, áfengisins, sem er þó ennþá augsýnilega mesta þjóðfélagsvanda- málið. Vandamál fíkniefnaneyzlu hafa á undanförnum misserum verið tekin mun fastari tökum en áður af sérstökum dóm- stóli. Lögleg sala á deyfilyfjum, örvandi og ró- andi lyfjum, er nú undir allt öðru og strang- ara eftirliti hér á landi en var fyrir nokkrum árum. Á þetta fyrst og fremst við um eftir- ritunarskyld iyf, og hafa með því herta eftir- liti skapast mjög auknir möguleikar á því að koma í veg fyrir misnotkun og ofnotkun slíkra lyfja. Hvað snertir hin ýmsu róandi lyf er aftur á móti erfiðara um vik að hafa strangt eftir- lit. Tegundafjöldi þessara lyfja hefur aukizt á undanförnum árum, og notkun þeirra hef- ur aukizt, og verður því ekki mótmælt að notkun róandi lyfja er umtalsverð hér á landi. Nýleg könnun á söiu vissra flokka róandi lyfja bendir til þess, að salan sé tölu- vert meiri hér en í Noregi og Svíþjóð. Á þetta hefur verið bent bæði í rituðu máli og á fundum lækna, m. a. af landlækni. Þörf er á frekari könnun þess, hvaða ástæður liggja að baki þessarar sölu. cr þörf íslenzkra sjúklinga fyrir róandi lyf raun- verulega meiri en sjúklinga í Noregi og Sví- þjóð, eða ávísa íslenzkir læknar róandi lyfj- um of oft eða í of stórum skömmtum? Læknablaðið mun bráðlega birta greinar varðandi ávísanir á róandi lyf og sýklalyf og ennfremur um ráðstafanir, sem miða að því að draga úr lyfjanotkun. Full ástæða er til þess að íslenzkir lækn- ar hugleiði þessi mál vandlega og athugi sérstaklega mögulegar leiðir til þess að draga úr notkun róandi lyfja. T. Á. J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.