Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1976, Page 48

Læknablaðið - 01.12.1976, Page 48
196 LÆKNABLAÐIÐ Læknafclag íslands' og Læknafclag Rcykjavikur LR 62. ÁRG. — OKT.-DES. 1976 LÆKNAR OG OFNOTKUN LYFJA Á undanförnum árum hafa komið fram í fjölmiðlum ítrekaðar ásakanir á hendur lækn- um um gálauslegar ávísanir á „ávana- og fíknilyf". í þessu tölubiaði Læknablaðsins er gerð nokkur grein fyrir afskiptum stjórna Læknafélags íslands af þessum málum, og má þar sjá að læknasamtökin hafa óskað eftir rannsókn á sannleiksgildi þessara ásak- ana, svo að stéttin og saklausir einstakl- ingar innan hennar þurfi ekki að sitja undir röngum áburði. Jafnframt má sjá, að getsakir um að læknar hafi tafið eða hindrað rannsókn slíkra mála, eiga ekki á nokkurn hátt við rök að styðjast. Þykir læknum bið eftir niðurstöð- um umbeðinnar rannsóknar alllöng. Ofnotkun lyfja er vissulega mikið vanda- mál hér á landi, sem og í mörgum nágranna- löndum okkar. Sem betur fer, er þó sá mun- ur á, að sterkustu deyfilyf virðast ekki hafa náð fótfestu hér á ólöglegum markaði. Hins vegar virðist Ijóst, að í umferð er umtals- vert magn af ýmis konar vímugjöfum, örv- andi lyfjum og skynvillulyfjum, auk hins löglega vímugjafa, áfengisins, sem er þó ennþá augsýnilega mesta þjóðfélagsvanda- málið. Vandamál fíkniefnaneyzlu hafa á undanförnum misserum verið tekin mun fastari tökum en áður af sérstökum dóm- stóli. Lögleg sala á deyfilyfjum, örvandi og ró- andi lyfjum, er nú undir allt öðru og strang- ara eftirliti hér á landi en var fyrir nokkrum árum. Á þetta fyrst og fremst við um eftir- ritunarskyld iyf, og hafa með því herta eftir- liti skapast mjög auknir möguleikar á því að koma í veg fyrir misnotkun og ofnotkun slíkra lyfja. Hvað snertir hin ýmsu róandi lyf er aftur á móti erfiðara um vik að hafa strangt eftir- lit. Tegundafjöldi þessara lyfja hefur aukizt á undanförnum árum, og notkun þeirra hef- ur aukizt, og verður því ekki mótmælt að notkun róandi lyfja er umtalsverð hér á landi. Nýleg könnun á söiu vissra flokka róandi lyfja bendir til þess, að salan sé tölu- vert meiri hér en í Noregi og Svíþjóð. Á þetta hefur verið bent bæði í rituðu máli og á fundum lækna, m. a. af landlækni. Þörf er á frekari könnun þess, hvaða ástæður liggja að baki þessarar sölu. cr þörf íslenzkra sjúklinga fyrir róandi lyf raun- verulega meiri en sjúklinga í Noregi og Sví- þjóð, eða ávísa íslenzkir læknar róandi lyfj- um of oft eða í of stórum skömmtum? Læknablaðið mun bráðlega birta greinar varðandi ávísanir á róandi lyf og sýklalyf og ennfremur um ráðstafanir, sem miða að því að draga úr lyfjanotkun. Full ástæða er til þess að íslenzkir lækn- ar hugleiði þessi mál vandlega og athugi sérstaklega mögulegar leiðir til þess að draga úr notkun róandi lyfja. T. Á. J.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.