Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 181 a) Umsókn viðkomandi með upplýsing- um um menntun og störf (lækninga- leyfi, sérfræðiviðurkenning). b) Meðmæli yfirmanna (eða samstarfs- manna). c) Umsögn sérfræðinga eða annarra aðila, sem leitað er álits varðandi umsækjend- ur. d) Annarri vitneskju stöðunefndar um menntunar- og starfsferil umsækjenda. Séu gögn eða upplýsingar ófullnægjandi ber stöðunefnd að leita til umsækjenda og/eða annarra aðila um nánari upplýs- ingar. II-2. Hæfnismat Stöðunefnd ber fyrst að kanna hvort umsækjendur uppfylla þær kröfur sern íslensk lög gera um tilskilin „leyfi“ (lækn- ingaleyfi, sérfræðiviðurkenningu) til þess að gegna auglýstri læknisstöðu. Þannig getur stöðunefnd aðeins talið hæfan til þess að gegna læknisstarfi þann sem hlot- ið hefur ótakmarkað lækningaleyfi. Lækn- ir telst því aðeins hæfur til að gegna starfi sérfræðings á/eða utan sjúkrahúss, yfir- læknis, aðstoðaryfirlæknis eða deildar- læknis á svæðis- eða deildarsjúkrahúsum að hann hafi öðlast sérfræðingsviðurkenn- ingu í viðkomandi grein. Ef stöðunefnd er kunnugt um að læknadeild og land- læknir hafi mælt með að umsækjandi hljóti sérfræðingsviðurkenningu er nefnd- inni heimilt að mæla með umsækjanda í stöðu sérfræðings. Stöðunefnd getur ekki ákvarðað að umsækjandi uppfylli þau skil- yrði sem þarf til að hljóta sérfræðings- viðurkenningu og mælt með honum á þeim forsendum. Við hæfnismat ber að taka tillit til ávirðinga eða misferlis í starfi. Misferli í starfi getur verið svo alvarlegs eðlis að ástæða sé til að stöðunefnd dæmi af þeim sökum einum umsækjanda óhæfan að gegna því starfi, sem um er sótt. II-2. A) Nánara hæfnismat og samanburður á liæfni Meta skal hæfni við: a) Læknisstörf. b) Vísindastörf. c) Stjórnunar- og skipulagsstörf. d) Kennslustörf. e) Önnur störf er máli kunna að skipta. Við hæfnismat, þ. e. samanburð á mennt- un og starfsferli umsækjenda, er tvennt lagt til grundvallar, þ.e. a. s. starfsreynsla og færni og þess vegna er nauðsynlegt að skilgreina þau hugtök ásamt notkun hug- taksins reynsla. Starfsreynsla: Fyrst og fremst er átt við þann árafjölda, sem viðkomandi hefur var- ið til menntunar og starfstíma við störf, sem teljast gefa hagnýta reynslu til að gegna umsóttu starfi. Sjö ár í sama starfi teljast gefa hámarksreynslu í því starfi. Færni: Árangur í fyrri störfum, svo sem hafi umsækjandi skarað fram úr í starfi, flýtt fyrir framþróun eða bætt starfsháttu á sínu sviði. Ennfremur skal taka tillit til samvinnuhæfni og annarra eiginleika, sem gera umsækjanda heppilegan til að gegna viðkomandi starfi. Reynsla: Allt það er eykur hæfni, þ. e. bæði starfsreynsla og færni. Við endanlegt hæfnismat er lagt til grundvallar eðli þess starfs, sem um er sótt og höfð er hliðsjón af starfsreynslu og færni, sbr. kafla III. Skal nú fjallað um einstaka þætti: a) Hæfni við læknisstörf: Átt er við mennt- un (undirbúnings- og sérfræðimenntun, viðhalds- og framhaldsmenntun), sem viðkomandi hefur aflað sér og reynslu og þekkingu í sams konar eða hlið- stæðum störfum og umsækjandi mun fást við í hinni nýju stöðu. Sérstak- lega skal tekið tillit til ef umsækjandi hefur skarað fram úr í starfi, einkum hafi hann flýtt fyrir framþróun lækn- inga á ákveðnu sviði eða bætt starfs- háttu og árangur viðkomandi stofnun- ar. b) Hæfni við vísindastörf: Metist fyrst og fremst af skráðum gögnum. Við mat á vísindastörfum skal hvers konar reynsla á þessu sviði metin, en þó mest tillit tekið til vísindastarfa í viðkomandi grein eða á sviði væntanlegs starfs. Doktorsritgerðir og aðrar ritgerðir skal meta í fyrsta lagi sem mælikvarða á hæfni umsækjanda til vísindastarfa og í öðru lagi með tilliti til skyldleika og hugsanlegrar gagnsemi við væntan- legt starf. Doktorsritgerð skal metin til jafns við' 1-3 starfsár í viðkomandi grein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.