Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 55
LÆKNABLAÐIÐ 197 Jón Þorsteinsson.i Ottó J. Björnsson,- Arinbjörn Kolbeinsson,3 Nikulás Sigfússon,2 Ólafur Ólafsson^’ og Erik Allander.-* UM PROGNOSTISKT GILDI RHEUMATOID FACTORS’s (RF) FIMM ÁRA FERILRANNSÓKN Á 50 KONUM, SEM FUNDUST MEÐ RF í I. ÁFANGA HÓPRANNSÓKNAR HJARTAVERNDAR 1968-1969. INNGANGUR Rheumatoid factor (einnig nefndur gigtarþáttur)12 er samheiti margra fact- ora, sem aðallega tilheyra þremur megin- flokkum, immunoglobulina, IgM, IgG og IgA, en eru algengastir í IgM og IgG flokk unum. Klínisk próf, svo sem Rose-Waaler (RW), Latex og Acryl-Fixations Test (AFT) finna fyrst og fremst rheumatoid factora í IgM flokki. Þessum blóðvatns- prófum hefur verið lýst í Læknablaðinu.12 Tilvist RF í sermi er eitt af skilmerkj- um í skilgreiningu á iktsýki (arthritis rheumatoides) bæði við klíniskar rann- sóknir21 (ARA-skilmerki) og hóprannsókn- ire (New York-skilmerki). í klíniskum efnivið finnst RF í sermi iktsýkissjúklinga i um 60-90% tilfella, þegar ofangreind próf eru notuð og fer hundraðshlutinn eftir prófi og því við hvaða minnstu þynningu (titerhækkun) er miðað, sem er breytilegt meðal höfunda.10 Horfur iktsýkissjúklinga með RF eru al- varlegri en sjúklinga án RF, og einnig virð- ast horfur iktsýkissjúklinga með RF þeim mun alvarlegri sem RF-titerinn er hærri.23 RF er fyrst og fremst álitinn fylgifiskur iktsýki (RA), en hefur einnig fundizt í sermi sjúklinga með ýmsa aðra sjúkdóma. Hér er aðallega um að ræða aðra bandvefs- sjúkdóma, einkum lupus erythematosus disseminatus,18 ýmsa smitnæma sjúkdóma svo sem syphilis, berkla, subacut bakterial endocarditis, influenzu A II eða influenzu- vaccination, lepru, malaríu o. fl. hitabeltis- sjúkdóma,17 25 viral hepatitis22 og ýmsa sjúkdóma með hyperglobulinaemiu svo sem cirrhosis18 og sarcoidosis.14 Ennfremur 1) Lyflæknisdeild Landspítalans. — 2) Rann- sóknarstöð Hjartaverndar. — 3) Rannsóknar- stofa Háskólans við Barónsstig. — 4) Social- medicinska Institutionen, Karolinska Institutet. hefur RF fundizt í sermi krabbameinssjúkl- inga.11 23 Algengt er að um 10-50% sjúklinga með ofangreinda sjúkdóma hafi RF í sermi, allt eftir sjúkdómi og því prófi sem notað er. RW-titer er yfirleitt lágur (<1:160). RF hefur einnig fundizt meðal einstakl- inga, sem virðast heilbrigðir.27 28 Sem yfirlitsgreinar fram að 1969 skal bent á 4 og 26 í heimildaskrá. Algengi* 1 RF við hóprannsóknir hefur fundizt á bilinu 0-14% allt eftir þýði, prófi og byrjunarþynningu.3 24 25 Hér á landí hefur algengi RF (RW-titer^l:20) verið metið á um 0.7% meðal karla og um 1.5% meðal kvenna á aldrinum 30-65 ára.213 Algengi RF (RW-titer^l:32) við þýðisrannsóknir í tempruðu beltunum hef- ur verið metið á um 2%.25 Saga RF verður yfirleitt önnur meðal einstaklinga sem finnast með RF við hóp- rannsókn en í klíniskum efnivið. í þýðis- rannsókn í Svíþjóð fundust um fjórum sinnum færri einstaklingar RF-jákvæðir meðal RA-sjúklinga en í sjúkrahúsaefni- við.1 Algengi RA meðal RF-jákvæðra, sem fundizt hafa við hóprannsóknir, hefur ver- ið á bilinu 13%-30%.3 81,119 Árlegt ný- gengi1) RA meðal þeirra, sem fundizt hafa með RF í hóprannsóknum, hefur legið á bilinu 0%-7%.3 19 23 Aukin dánartíðni meðal RF-jákvæðra iktsýkissjúklinga hefur fundizt við hóp- rannsókn í Svíþjóð1 og meðal Pima indí- ána í Bandaríkjunum.5 Um algengi RA-sjúklinga meðal einstakl- inga, sem fundizt hafa með RF við hóp- rannsóknir, er fremur lítið vitað, og sama gildir um horfur þessara einstaklinga, sjúk- dómatíðni og dánartölu. 1) algengi = e. prevalence. 1) nýgengi: e. incidence.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.