Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1976, Side 55

Læknablaðið - 01.12.1976, Side 55
LÆKNABLAÐIÐ 197 Jón Þorsteinsson.i Ottó J. Björnsson,- Arinbjörn Kolbeinsson,3 Nikulás Sigfússon,2 Ólafur Ólafsson^’ og Erik Allander.-* UM PROGNOSTISKT GILDI RHEUMATOID FACTORS’s (RF) FIMM ÁRA FERILRANNSÓKN Á 50 KONUM, SEM FUNDUST MEÐ RF í I. ÁFANGA HÓPRANNSÓKNAR HJARTAVERNDAR 1968-1969. INNGANGUR Rheumatoid factor (einnig nefndur gigtarþáttur)12 er samheiti margra fact- ora, sem aðallega tilheyra þremur megin- flokkum, immunoglobulina, IgM, IgG og IgA, en eru algengastir í IgM og IgG flokk unum. Klínisk próf, svo sem Rose-Waaler (RW), Latex og Acryl-Fixations Test (AFT) finna fyrst og fremst rheumatoid factora í IgM flokki. Þessum blóðvatns- prófum hefur verið lýst í Læknablaðinu.12 Tilvist RF í sermi er eitt af skilmerkj- um í skilgreiningu á iktsýki (arthritis rheumatoides) bæði við klíniskar rann- sóknir21 (ARA-skilmerki) og hóprannsókn- ire (New York-skilmerki). í klíniskum efnivið finnst RF í sermi iktsýkissjúklinga i um 60-90% tilfella, þegar ofangreind próf eru notuð og fer hundraðshlutinn eftir prófi og því við hvaða minnstu þynningu (titerhækkun) er miðað, sem er breytilegt meðal höfunda.10 Horfur iktsýkissjúklinga með RF eru al- varlegri en sjúklinga án RF, og einnig virð- ast horfur iktsýkissjúklinga með RF þeim mun alvarlegri sem RF-titerinn er hærri.23 RF er fyrst og fremst álitinn fylgifiskur iktsýki (RA), en hefur einnig fundizt í sermi sjúklinga með ýmsa aðra sjúkdóma. Hér er aðallega um að ræða aðra bandvefs- sjúkdóma, einkum lupus erythematosus disseminatus,18 ýmsa smitnæma sjúkdóma svo sem syphilis, berkla, subacut bakterial endocarditis, influenzu A II eða influenzu- vaccination, lepru, malaríu o. fl. hitabeltis- sjúkdóma,17 25 viral hepatitis22 og ýmsa sjúkdóma með hyperglobulinaemiu svo sem cirrhosis18 og sarcoidosis.14 Ennfremur 1) Lyflæknisdeild Landspítalans. — 2) Rann- sóknarstöð Hjartaverndar. — 3) Rannsóknar- stofa Háskólans við Barónsstig. — 4) Social- medicinska Institutionen, Karolinska Institutet. hefur RF fundizt í sermi krabbameinssjúkl- inga.11 23 Algengt er að um 10-50% sjúklinga með ofangreinda sjúkdóma hafi RF í sermi, allt eftir sjúkdómi og því prófi sem notað er. RW-titer er yfirleitt lágur (<1:160). RF hefur einnig fundizt meðal einstakl- inga, sem virðast heilbrigðir.27 28 Sem yfirlitsgreinar fram að 1969 skal bent á 4 og 26 í heimildaskrá. Algengi* 1 RF við hóprannsóknir hefur fundizt á bilinu 0-14% allt eftir þýði, prófi og byrjunarþynningu.3 24 25 Hér á landí hefur algengi RF (RW-titer^l:20) verið metið á um 0.7% meðal karla og um 1.5% meðal kvenna á aldrinum 30-65 ára.213 Algengi RF (RW-titer^l:32) við þýðisrannsóknir í tempruðu beltunum hef- ur verið metið á um 2%.25 Saga RF verður yfirleitt önnur meðal einstaklinga sem finnast með RF við hóp- rannsókn en í klíniskum efnivið. í þýðis- rannsókn í Svíþjóð fundust um fjórum sinnum færri einstaklingar RF-jákvæðir meðal RA-sjúklinga en í sjúkrahúsaefni- við.1 Algengi RA meðal RF-jákvæðra, sem fundizt hafa við hóprannsóknir, hefur ver- ið á bilinu 13%-30%.3 81,119 Árlegt ný- gengi1) RA meðal þeirra, sem fundizt hafa með RF í hóprannsóknum, hefur legið á bilinu 0%-7%.3 19 23 Aukin dánartíðni meðal RF-jákvæðra iktsýkissjúklinga hefur fundizt við hóp- rannsókn í Svíþjóð1 og meðal Pima indí- ána í Bandaríkjunum.5 Um algengi RA-sjúklinga meðal einstakl- inga, sem fundizt hafa með RF við hóp- rannsóknir, er fremur lítið vitað, og sama gildir um horfur þessara einstaklinga, sjúk- dómatíðni og dánartölu. 1) algengi = e. prevalence. 1) nýgengi: e. incidence.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.