Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1976, Page 22

Læknablaðið - 01.12.1976, Page 22
178 LÆKNABLAÐIÐ ur fólks til að ná til læknis úr sveitum Skagafjarðar á þeim árstíma sem hér um ræðir. Ástæða er til að athuga hvort ekki sé rétt að setja strangari „vinnureglur'* um endurnýjun lyíseðla án viðtals við lækni. í þessu sambandi má nefna notkun lyfjakorta er gætu gert eftirlit árangurs- ríkara.2 Mismunur karla og kvenna að því er varðar aðsókn til lækna kemur heim við niðurstöður víða að úr heiminum. Sam- band fjarlægðar frá miðstöð heilbrigðis- þjónustu og notkunar er vel þekkt, en seg- ir lítið til um þörfina. Aðsókn einstakra aldurshópa kemur heim við niðurstöður annarra, en athygli vekur að 11.4% íbúa eru 65 ára og eldri en dvalarheimilisrými er ekki til fyrir aldraða. Sýnist sú þörf þó vera brýn. Gildi góðrar rannsóknarstofu með meinatækni sýnist ótvírætt. Það kem- ur í ljós að rannsóknir eru mun algengaii við þessa athugun en könnun á heimilis- lækningum í Reykjavík.11 Gæði heilbrigðis- þjónustu ráðast hins vegar ekki af fjölda rannsókna sem framkvæmdar eru, en lögð skal á það áherzla að aðstaða til grund- vallarrannsókna er ein af undirstöðum góðrar heilbrigðisþjónustu. Á þetta ekki síður við um aðstöðu til geislagreiningar. Ávísun lyfja leiðir í ljós talsverða notk- un á sýklaeyðandi lyfjum. Þó er nauðsyn- iegt að benda á árstíðabundnar sveiflur á notkun þessara lyfja svo og þá skekkju er r-sakazt getur vegna afskekktra býla. Á hinn bóginn virðist ávísun geðlyfja og þá sérstaklega róandi lyfja ekki keyra úr hófi cg er sennilegt að áróður síðustu ára og þá sérstaklega gegn gegndarlausri mis- notkun róandi lyfja hafi hér einhver áhrif. Bent er á nauðsyn þess að kanna nánar ávísun lyfja og lyfjanotkun hérlendis. Eins og komið hefur fram við aðrar at- huganir á heimilislækningum eru sjúk- dómar í öndunarfærum algengasta sjúk- dómsgreiningin, ekki sízt á þeim árstíma sem hér um ræðir. Næst á eftir koma sjúk- dómar í beinum, vöðvum og tengivef. Virð- ist lítill vafi á að bætt aðstaða til endur- hæfingar er brýn nauðsyn og er vert að vekja á bví athygli hve illa læknar eru undir það búnir að veita þessa þjónustu. í áliti og greinargerð læknamiðstöðvar- nefndar L.f.9 er lagt til að í Skagafirði starfi 3 læknar að almennum lækningum, en auk þess 2 við sjúkrahúsið. í lögum um heilbrigðisþjónustu er gert ráð fyrir að starfrækt verði heilsugæzlustöð 2 á Sauð- árkróki, þar sem starfi 2 læknar hið minnsta ásamt öðru starfsliði. Skal ráð- herra setja með reglugerð ákvæði um stærð heilsugæzlustöðva, læknafjölda og annað sérmenntað starfslið, tækjabúnað og rekstrarfyrirkomulag. Þar til þessi reglu- gerð hefur verið sett er allt á huldu um hvernig þessum málum verður háttað. Af niðurstöðum þessarar könnunar er hins vegar dregin sú ályktun að minnst 3 lækna þurfi í fullu starfi til að sinna almennri heilbrigðisþjónustu í Skagafirði auk lækna við sjúkrahúsið og yrði þá 1 læknir á hverja 1370 íbúa, en vert er að hafa í huga að læknarnir gegndu jafnframt heilbrigðis- eftirliti og stjórnun. Þá er brýnt að ráða sjúkraþjálfara og virðist ekki skortur á verkefnum í því sambandi. Nauðsynlegt er og að ráða heilsuvernd- arhjúkrunarkonu sem aðstoðaði við mót- töku sjúklinga auk heimahjúkrunar og heilsuverndar. Rannsóknir á grunnheilbrigðisþjónustu (primary care) eru nánast óplægður akur hér á landi. Virðist þó brýn þörf á að afla nákvæmra upplýsinga er komið geti að gagni við nýskipan heilbrigðismála. Heilsu- gæzlustöðvar bjóða upp á bezta aðstöðu til rannsókna _á þessu sviði. Væri æskilegt að efla rannsóknir á heilsugæzlustöðvum. Mundi það þjóna tvíþættu markmiði: Afla nauðsynlegra upplýsinga fyrir skipulagn- ingu og stjórnun, en um leið auka gæði heilbrigðisþjónustunnar. SUMMARY Study in Generál Practice A health consumption study was conducted in the medical distriet Skagafjördur in the North-Western part of Iceland between the llth of February and 15th of March 1974. The objectives were to study utilisation of the avail- able services in the area in order to assist planning of a health centre shortly to be built in the district. The total population of the district was 4,110 on the Ist of December 1973. The population structure is shown on mynd 1 and the geography of the district on mynd 2. The main occupations are farming and fishing. The district is served from a small town, Saud-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.