Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1976, Page 43

Læknablaðið - 01.12.1976, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 191 nokkra þessa sjúklinga, þá kemur ekki skýrt fram í sjúkraskrám af hverju þessi dráttur stafar. í einstaka tilfelli er orsökin eðlilegir erfiðleikar við greininguna, en i flestum tilvikum er greinilegt að læknir- inn á sök á drættinum. Er þar ýmist um að ræða ónóga eða enga rannsókn, sem hlýtur að teljast vanræksla. TABLE 11 Cancer of the colon 142 cases Surgical treatment: No surgery 4 Palliative or explorative surgery 50 Closure of perforation 1 Explorative laparotomy 8 Colostomy or entero- enterostomy 18 Palliative resection 23 Primary mortality 12=24% Surgery for cure 88=62% Primary mortality 4=4,5% Hjá 66% sjúklinganna líður meira en einn mánuður frá fyrstu einkennum þar til þeir leita læknis og sá dráttur er auð- vitað sök sjúklinganna sjálfra. Má vera, að læknar þarfnist einnig upprifjunar á einkennum þessa sjúkdóms. Mynd 6 sýnir staðsetningu æxlanna. Cancer í colon hafa 142 sjúklingar eða 59.6%, cancer recti 94 sjúklingar eða 39.6% og cancer bæði í colon og rectum hafa 2 sjúklingar eða 0.8%. Staðsetningin er í rectum og colon sigmoideum hjá 160 sjúklingum eða 67% og í rectum og neðri hluta colon sigm. (þ. e. a. s. æxli, sem ættu að finnast við endaþarmsþreifingu TABLE 12 Cancer of the rectum 96 cases (including 2 cases with multiple laesions) Surgical treatment: No surgery 8 Palliative surgery 21 Explorative laparotomy 3 Colostomy 12 Palliative resection 6 Primary mortality 3=14,3% Surgery for cure 67=70% Primary mortality 3=4,5% og venjulega speglun) hjá 127 sjúklingum eða 53%. 47 sjúklingar hafa cancer í hægri colon, en 95 í vinstri colon. Af þeim, sem hafa cancer recti, er æxlið staðsett ofan 12 cm frá anus hjá 22 sjúkl- ingum, en neðan þessara marka hjá 74 eða 77% sjúklinganna. Æxlið fannst við explcratio rectalis hjá 70 sjúklingum eða 73%. TABLE 13 Cancer of the colon and rectum 155 cases operated for cure Type of operation Cancer coli 88 cases (62%): Hemicolectomy, right or left 23 Segmental resection 57 Radical resection with resection of other organs 8 Cancer recti 67 cases (70%): Segmental abdominal resection 27 Abdomino-perineal resection 32 Sphincter saving resection a. m. Lloyd-Davies 4 Radical segmental resection with resection of the bladder 3 Localized resection 1 Tafla 11 sýnir, að allir cancer coli sjúkl- ingarnir, að undanskildum 4 (3%) hlutu einhvers konar skurðaðgerð. Hjá 50 sjúkl- ingum (35%) var aðeins um að ræða könnunar- eða fróunaraðgerðir og dóu 12 þeirra eftir aðgerðir; skurðdauði því 24%. Þetta er allhá dánartala, en skýrist með því, að flestir þessara sjúklinga voru með langt genginn sjúkdóm og margir með perforatio eða ileus þegar þeir komu inn á deildina og séu ca. recti sjúklingar teknir með eru 54 (23%) lagðir inn acute vegna ileus eða perforationar. Gagngera aðgerð tókst að gera á 88 sjúklingum (62%) og dóu 4 eftir að- gerðir; skurðdauði 4.5%. Tafla 12 sýnir tilsvarandi tölur hjá sjúkl- ingum með cancer recti. Engin aðgerð var gerð hjá 8 sjúklingum (8%). Könnunar- eða fróunaraðgerðir hjá 21 (22%) og dóu 3 þeirra eftir aðgerðir; skurðdauði 14.3%. Gagngera aðgerð tókst að gera á 67

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.