Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1976, Síða 44

Læknablaðið - 01.12.1976, Síða 44
192 LÆKNABLAÐIÐ sjúklingum eða 70% þeirra. Þrír dóu eftir þessar aðgerðir og er því skurðdauði sá sami (4.5%) og hjá cancer coli sjúklingun- um, sem tókst að gera gagngera aðgerð á. Skurðdauði við gagngerar aðgerðir hef- ur því farið lækkandi hjá okkur, þar sem hann var í fyrra uppgjöri7 6.1% hjá cancer coli sjúklingum og 7.7% hjá sjúklingum með cancer recti. Tafla 13 sýnir tegund aðgerða hjá þeim sjúklingum, sem kleift reyndist að gera gagngera aðgerð á. Hjá flestum þessara sjúklinga höfum við gert miðhlutun á colon og rectum í einni atrennu. Hjá nokkrum hefur þó að- gerðin verið gerð í tveim lotum, þ. e. a. s. fyrst hefur verið gerð colostomia eða exteriorisatio, ef um hefur verið að ræða ileus eða mikla útþenslu á þarminum ofan æxlis. Hjá einstaka sjúklingi höfum við gert coecostomiu samtímis miðhlutun á vinstri colon eða rectum. TABLE 15 Cancer coli et recti 238 cases Patients admitted within 2 months from onset of symptoms 56 Suitable for radical surgery 37=66% Patients admitted a year or more after onset of symptoms 70 Suitable for radical surgery 54=77% Við höfum fylgt þeirri megin reglu að gera abdominal resectio, þegar staðsetning æxlis er eigi neðar en 12 cm frá analopi. Stundum tekst þó þessi aðgerð við æxli, sem er staðsett neðar, en venjulega höfum við þá miðað við að geta tekið rectum í sundur 4-5 cm neðan við æxlið. Hjá sex sjúklingum hefur verið gerð aðgerð a.m. Lloyd Davies, en hjá þeim var æxlið á svæðinu 8-12 cm frá enda- þarmsopi. Sjúklingar eru eðlilega mjög þakklátir, ef kleift er að hlífa lokunar- vöðva endaþarmsins. Við þessa aðferð er það einmitt gert þannig, að þarmaendarnir eru saumaðir saman utan við endaþarm- inn, eftir að efri endinn er dreginn niður í gegnum úthverfan neðri endann. Hjá einum sjúklingi, 48 ára konu, var gert staðbundið brottnám (localized re- section). Hjá henni var um að ræða stað- bundinn cancer í papilloma villosum. Fylgzt hefur verið með þessum sjúklingi mjög náið, gerð rectoscopia og oft biopsia á 2-4 mán. fresti. Það eru ekki nein teikn um recidiv nú, 4 árum eftir fyrstu aðgerð. Tafla 14 sýnir afdrif þeirra 77 sjúklinga, sem gerð hafði verið á gagnger aðgerð á árabilinu 1952-1964 og 5 ár eða lengri tími liðinn frá aðgerð. Rúmlega helmingur þeirra eða 52.3% reyndist vera á iífi. en ef miðað er við alla þá sjúklinga, sem hlutu meðferð á þessu árabili (118 sjúkl.), þá voru 33.9% þeirra á lifi. Arangurinn er líkur hjá cancer coli og cancer recti sjúklingunum. 5 ára survival eftir aðgerðir vegna cancer coli og cancer recti er all breytilegt í skýrslum frá hin- um ýmsu löndum. Tölur frá Lahey Clinic sýna 90% „re- sectability“ og 80% „operation for cure“,13 „primary mortality“ var hjá þeim 4.4%, en upp á síðkastið 3.6% og 50% survival yfir heildina. í þessari skýrslu kemur greinilega fram, hversu horfurnar eru miklu betri, ef eitlar eru fríir, sem v^r hjá 44% sjúkl. og af þeim lifa 70% í 5 ár eða lengur. Ef æxlið var komið í eitla og vaxið inn í æðar (16% af sjúkl.) þá var 5 ára survival aðeins 8%. Við gætum gert samanburð á okkar sjúklingahópi með tilliti til meinvarpa í eitlum, en það er ekki nærri alltaf tekið fram, hvort æxlið er vaxið inn í æðar eða ekki. Þessar tölur sýna greinilega hversu þýðingarmikið það er, að þessir sjúklingar komist sem fyrst í hendur skurðlækna. Ástandið er miklu betra hjá þeim en okkur í þessum efnum og þeir finna sjúkdóminn hjá 4.5% sjúkl- inganna, áður en einkenni koma fram. Zollinger og Howe15 benda og á, að horfur fari eftir staðsetningu, tegund æxlisins og hversu langt það er gengið (site, type and stage). Þeir telja, að reikna megi með 80% 5 ára survival hjá sjúkl- ingum með cancer recti stig A skv. stig- greiningu Dukes, en aðeins 40%, ef sjúk- dómurinn er kominn á stig C. Yfir heild- ina telja þeir, að reikna megi með 65% 5 ára survival þegar eitlar eru án meta- stasa, en 35% hjá þeim, sem komnir eru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.