Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1976, Side 45

Læknablaðið - 01.12.1976, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ 193 með meinvörp í eitla. Yfirleitt eru horf- urnar verri þegar sjúklingar eru komnir með þreifanleg æxli.11 De Dombal10 bendir einnig á, að ekki sé líklegt, að bætt skurðtækni, röntgen- geislanir eða chemotherapy geti bætt horf- ur þessara sjúklinga svo nokkru nemi, heldur verði skurðlæknir að fá sjúkling- ana fyrr til meðferðar og leggja beri áherzlu á að nema brott pre cancerous lesionir. Sjálfsagt er að vera djarftækur í aðgerð- um við cancer coli eða recti og fjarlægja t. d. hluta af öðrum líffærum, ef cancerinn er vaxinn að þeim eða inn í þau. Þessi af- staða virðist hafa í för með sér betri bata- horfur sjúklinganna og skurðdauðinn er jafnvel lægri hjá þeim, sem breyta eftir þeásu.11 Sjálfsagt stafar það þó fyrst og fre'mst af því, að í þeim hópi eru vanari skurðlæknar að verki. Eins og fram kemur á mynd 5 er mikið af okkar sjúklingum í hærri aldursflokk- unum cg elzti karlmaðurinn 91.5 ára og elzta konan 90 ára. Hár aldur mælir alls ekki á móti að- gerð cg árangur aðgerðanna getur verið svipaður og í yngri aldursflokkunum og skurðdauði ekki hærri, nema þeir hafi ein- hverja aðra sjúkdóma að auki og þá fyrst og fremst hjartasjúkdóm. Bronchiectasis með lungnaþembu, nýrnasjúkdómar og sykursýki virðast ekki hafa áhrif á skurð- dauða.12 Hjá þeim sem koma inn á deildina acute vegna ileus eða perforationar (54 sjúkl. TABLE 14 Cancer of the colon and rectum 77 cases operated for cure with 5 years observation time or more (1952-1964) Survival rate: Died within one year 15 1- 2 years after operation 8 2- 3 6 3- 4 5 4- 5 3 5 year survival 40=51,9% 5 year survival rate for the whole material with 5 years observation time (118 cases) =33,9% 23%) höfum við gert gagngera aðgerð í fyrstu lotu þegar því hefur verið við kom- ið. Whelan et al14 hafa betri árangur af að- gerð vegna perforatio coli, þegar þeir fram- kvæma miðhlutun í fyrstu aðgerð en þeg- ar þeir gera miðhlutun í tveim lotum, eða 20% skurðdauða hjá fyrri sjúklingahópn- um (10 sjúkl.), en 33% skurðdauða hjá hinum (15 sjúkl.). Hér er að vísu um fáa sjúkl. að ræða og 23 af þessum 25 sjúkl- ingum voru með perforatio vegna diverti- culitis, en aðeins 2 sjúklinganna höfðu cancer coli. Peltokallio11 bendir einnig á, að í skýrsl- um um aðgerðir á sjúklingum með per- foratio v. cancer coli sé oftast um fáa sjúklinga að ræða. Hann telur exterioris- atio beztu aðgerðina í þessum tilvikum, ef henni verður við komið. Við athugun á þessum sjúklingahópi kom í ljós, að furðu margir sjúklingar með árslanga sjúkrasögu eða meira, voru meðal þeirra, sem kleift reyndist að gera gagngera aðgerð á. Við völdum því til samanburðar annars vegar sjúklinga, sem komu til meðferðar innan tveggja mánaða frá byrjun einkenna, og hins vegar þá sjúklinga, sem komu ekki inn á skurð- deildina fyrr en liðið var eitt ár eða meira. Tafla 15 sýnir þennan samanburð. Reyndin varð sú, að hjá 66% þeirra, sem komu innan tveggja mánaða, reyndisí kleift að gera gagngera aðgerð, en hjá 77% þeirra, sem höfðu haft einkenni í eitt ár eða lengur. Lengd sjúkrasögu er því alls ekki ein- hlít við mat á horfum sjúklinga með cancer í colon eða rectum, fremur en við illkynja æxli í öðrum líffærum. Það sem mestu varðar um þessi æxli og horfur, miðað við tímalengd einkenna, er fyrst og fremst vaxtarhraði þeirra og staðsetning. Þrátt fyrir furðu góðar horfur þeirra, sem hafa haft einkenni í eitt ár eða leng- ur og hafa þar með hægvaxandi æxli, má þó fullyrða, að horfur þeirra hefðu verið ennþá betri, ef þeir hefðu t. d. komið hálfu ári fyrr til meðferðar. Hitt er enganveginn víst, að kleift hefði verið að bæta mikið horfur þeirra sjúklinga, sem koma til með-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.