Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1977, Page 6

Læknablaðið - 01.06.1977, Page 6
86 LÆKNABLAÐIÐ ÚR ÝMSUM ÁTTUM NÁMSKEIÐ FRÆÐSLUNEFNDAR Að venju verður námskeið fyrir héraðs- lækna og aðra starfandi lækna haldið dag- ana 12.—15. sept. n.k. í tilefni alþjóða gigtarársins fjallar nám- skeið þetta eingöngu um gigtarsjúkdóma og verður fjallað um flestar hliðar þessa efnis. Fyrirlesarar verða bæði erlendir og inn- lendir. Prentuð dagskrá verður send út bráðlega. LÆKNAÞING L.í. Aðalviðfangsefni læknaþings 15.—17. sept. n.fk. verður siðfræði í læknisfræði og siðareglur lækna. Af því tilefni verða fyrirlestrar um þessi efni haldnir síðdegis þann 15. sept. og þann 16. sept, verða hringborðsumræður um sama efni. Áætlað er, að fá erlenda fyrirlesara og sömuleiðis fyrirlesara frá heimspeki- og lagadeild Háskóla íslands. AÐALFUNDUR L.í. Aðalfundur Læknafélags íslands verður haldinn í Domus Medica 15.-17. sept. 1977. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða um- ræður um kjaramál, framhaldsmenntun lækna o.fl. Aðalefni fundarins verða siðareglur lækna og lög L.Í., og verða lagðar fram til umræðu tillögur endurskoðunarnefndar. Nánari upplýsingar verða sendar út síð- ar í bréfi, til svæðafélaga og til einstakra lækna. Stjórnin. HEIÐURSFÉLAGI Á aðalfundi Félags yfirlækna, 3. febrúar 1977, var Óskar Þórðarson einróma kosinn heiðursfélagi. í bréfi stjórnarinnar til hans er m.a. þannig komist að orði: „Þáttur þinn í stofn- un og viðgangi félagsins, sívakandi áhugi á starfsemi þess og störfum og stöðu yfir- lækna í spítala'kerfinu eru augljós rök.“ DOKTORSV ÖRN 26. maí 1977 varði Lárus Helgason dokt- orsritgerð við læknadeild Háskóla íslands. Nefnist hún „Psychiatric Services and Mental Illness in Iceland". Ritgerðin fjallar um alla nýja sjúklinga er leituðu til geðlækna á íslandi árin 1966 og 1967. Ritgerðin hefir verið gefin út sem fylgi- rit Acta Psychiatrica Scandinavica.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.