Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1977, Side 13

Læknablaðið - 01.06.1977, Side 13
LÆKNABLAÐIÐ 89 truflanir geta stundum verið tímabundnar, en þær geta einnig verið fyrstu einkenni um alvarlegan geðsjúkdóm. Það er mikið áfall fyrir foreldra, að eignast vanskapað barn og viðbrögðin við því geta á stundum flokkast undir geðrænar truflanir.4 Oftast eiga þessar truflanir rót sína að rekja til sjúklegrar sektarkenndar, sem lýsir sér oft þannig hjá móðurinni, að hún reynir að vernda þetta afkvæmi sitt óeðlilega mikið, jafnvel svo að hún reynir að hindra eða tefja eðlilega meðferð.'-' Viðbrögð feðranna eru fremur í þá átt, að þeir skammast sín fyrir afkvæmi sitt og sýna því þess vegna afskiptaleysi, en einnig þetta getur komið í veg fyrir að hinn fatlaði fái þá meðferð, er hann þarnast.'-' Séu þessi viðbrögð borin saman við viðbrögð annarra dýrategunda og frumstæðra manna við hinu sama, verða þau næsta eðlileg. Flest dýr vanrækja afbrigðileg afkvæmi sín eða stytta þeim jafnvel aldur. Nánast sama gildir hjá frumstæðum þjóðum, þar sem vansköpuð eða bækluð börn eru deydd eða borin út. Hugsanlegt er að ofverndun- in sé viðbragð við þeirri leyndu ósk að hið vanskapaða afkvæmi fái að deyja.n Vegna hættunnar á geðrænum truflun- um 'hjá foreldrum vanskapaðra barna, truflunum sem síðar kunna að hafa áhrif á barnið sjálft, er það nauðsynlegt að foreldr- anir fái fljótlega eftir fæðingu barnsins samband við þann eða þá lækna, sem munu annast meðferð þess og helst á þetta sam- band að takast áður en móðirin yfirgefur fæðingardeildina með barn sitt. Við vitum ekki, hvenær það fer að hafa áhrif á andlega gerð einstaklingsins, að vera sér meðvitaður um að hann er öðru- vísi en aðrir. Viðbrögðin eru mismunandi, eftir því hve mikil lýtin eru og einnig eftir því umhverfi, sem barnið elst upp í. Oft koma þau fram í aukinni árásarhvöt, barn- ið snýst til varnar við áreitni vegna útlits- lýtanna.4 Viðbrögðin geta einnig orðið þau, að barnið lokar sig frá jafnöldrum sínum og reynir að láta sem minnst á sér bera. Það er einnig til að barnið reyni að skara fram úr jafnöldum sínum á einhverjum sviðum, sem mótvægi við hinum líkamlegu afbrigðum. Þegar börnin eldast, geta við- brögð þeirra orðið andþjóðfélagsleg hegðun og einstaka rannsóknir hafa sýnt, að innan fangelsisveggja er hlutfallslega meira af einstaklingum afbrigðilegum í útliti, en úti í þjóðfélaginu.18 Því meiri sem lýtin eru og því lengur sem þau fá að standa, iþeim mun djúpstæðari geðrænum breytingum valda þau að öðru jöfnu.1® BREYTING LÍKAMSMYNDAR Líkamsmyndin breytist með aldrinum, mest verður breytingin á kynþroskaskeið- inu, en á því tímabili er andlegt jafnvægi oft mjög óstöðugt, hugurinn er sjálfsum- snúinn, hópkenndin mjög sterk og ytra útlit er vægðarlaust borið saman við útlit jafnaldranna.13 Tiltölulega lítil frávik frá meðalmyndinni, geta á þessu tímabili vald- ið geðrænum truflunum, sem eru í algjöru ósamræmi við tilefnið. Oftast eru þessar truflanir tímabundnar og ganga yfir með kynþroskaskeiðinu, en þegar því er lokið verður hugurinn oft útJhverfari og snýst að öðrum viðfangsefnum. En það er ekki að- eins á kynþroskaskeiðinu, sem líkams- myndin breytist. Tönn tímans setur einnig mark sitt á hana, mismunandi fljótt og í mismunandi mæli. Geðræn viðbrögð við þessum tannaförum eru misjöfn. Þeir sem eru í andlegu og Þkamlegu jafnvægi og búa við hóflegar félagslegar aðstæður, sætta sig við þessar breytingar, meðan hlutföllin milli eigin líkamsmyndar og meðalmyndar í aldurshópnum raskast ekki að ráði. Gerð þjóðfélagsins skiptir hér verulegu máli. í ættflokkaþjóðfélaginu og bændaþjóð- félaginu, var ellin jafn eðlileg og sjálfsögð og það að deyja og henni fylgdi að jafnaði aukin virðing. í þjóðfélagi nútímans (Vest- urlanda) er nú svo komið, að í stað þess að njóta virðingar, er þeim öldruðu ýtt til 'hliðar, oft löngu áður en starfsgeta þeirra hefur verið nýtt, og eðlileg ellimörk geta orðið einstaklingnum þröskuldur á vegi til frama í stað þess að auka virðingu hans. Ýmsar félagslegar aðstæður geta líka valdið því, að matið á líkamsmyndinni breytist, t.d. aldursskil hjóna, hjónaskiln- aður, fráfall maka og fleira. Áður hefur verið minnst á hlutverk fjölmiðla við að móta meðalmyndina og óskamyndina og má í því sambandi nefna fyrirbæri sem er sérstætt fyrir neysluþjóðfélagið, en það er sóldýrkunin. Með henni hefur athyglin

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.