Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1977, Side 15

Læknablaðið - 01.06.1977, Side 15
LÆKNABLAÐIÐ 91 fram geðrænar truflanir, einkum þó hjá mæðrum brenndra barna.11 Menn eru ekki á eitt sáttir um, hvort á- unnin lýti geti valdið djúpstæðum truflun- um, og sérstaklega hvort slík lýti geti ver- ið undirrót andþjóðfélagslegrar hegðun- ar.19 Hið fyrra virðist óljóst, en varðandi andþjóðfélagslega hegðun, eru það vafa- laust ýmis önnur atriði í uppeldi og um- hverfi, sem koma til greina. Ekki eru menn heldur ásáttir um, hvort hægt sé að breyta andþjóðfélagslegri hegðun einstaklinga með því að færa líkamsmynd þeirra nær meðalmyndinni. Það getur jafnvel verið varasamt að gera við lýti, sem staðið 'hafa lengi og á þetta sérstaklega við, ef viðkom- andi er haldinn geðrænum truflunum, sem hann sjálfur vill kenna þessum lýtum. Frá slíkum einstaklingi á ekki að taka „glæp- inn“, nema að vandlega athuguðu máli og að undangenginni geðlæknismeðferð.10 ÓSKIR UM AÐGERÐIR Einfaldasta ráðið til að kanna alvöru unglinga, sem vilja láta breyta útliti sínu af litlu tilefni, er að nota ,,biðlista“aðferð- ina. Segja þeim að biðtími eftir aðgerð sé langur, jafnvel eitt til tvö ár eða lengri. Þá má og nota aðferð, sem oft á fullan rétt á sér, þ.e.a.s. að gefa til kynna að ekki sé tímabært að gera viðkomandi aðgerð fyrr en náð hefur verið ákveðnum aldri. Af hvorri ástæðunni sem er, verkar slíkur biðtími þannig, að önnur áhugamál ná yfir- höndinni og sumir unglinganna muna jafn- vel ekki eftir því, að þeir hafi leitað lækn- is. Hafa ber í huga varðandi unglinga, sem leita læknis vegna afbrigðilegs útlits, að þeir geta verið með fyrstu einkenni alvar- legs geðsjúkdóms, en þeir eru oftast auð- þekktir á því, að ástæður þeirra til að leita eftir aðgerðum vegna útlits síns, eru oft fjarstæðukenndar, einnig 'hugmyndir þeirra um hverju sé hægt að koma fram með aðgerðinni. Sá sem gerir aðgerð á slíkum einstaklingi, á yfir höfði sér, að sjúklingurinn snúi ranghugmyndum sínum að honum, hengi sig i hann tilfinningalega eða snúist gegn ihonum með andúð og hatri. Hópur sjúklinga, sem á síðari árum hafa leitað í vaxandi mæli til skapnaðarlæikna, eru þeir einstaklingar, sem hafa óskamynd af gagnstæðu kyni við sjálfsmyndina og haga sér í samræmi við það allt frá barn- æsku.14 Hér er þó ekki um að ræða kyn- villinga í eiginlegri merkingu. Fyrirbæri þessu var fyrst lýst af Coldwall 1947 og kallaði hann þetta „psychopathia trans- sexualis", en það lýsir sér í því, að einstak- lingurinn hefur tilhneigingu til að haga sér eins og hann væri af gagnstæðu kyni. Sál- lækning bein hefur reynst gagnslaus, en skurðlæknismeðferð hefur verið sú, að breyta kynfærum og öðrum kyneinkenn- um þessara einstaklinga. Aðgerðir þessar hafa verið framkvæmdar með mismunandi árangri, bæði austan hafs og vestan og þrátt fyrir góðan árangur í einstökum til- fellum, hefur ekki fengist staðfest hvort þær séu réttlætanlegar, að minnsta kosti ekki fyrr en eftir langan og vandlegan geð- rænan undirbúning. Árangur hvað snertir bætta og breytta líkamsmynd er bestur hjá þeim einstak- lingum, sem hafa það afbrigðilegt útlit, að þeir skera sig úr fjöldanum. Þessir einstak- lingar þjást af minnimáttarkennd vegna útlits síns, en eru ekki afbrigðalegir í hegð- un. Þeir koma oft dálítið hikandi til læknis til þess að leita aðstoðar vegna þess, að þeim finnst að aðgerðin sé óþörf. Samfélag- ið hefur tekið þeim eins og þeir eru, hvat- inn til að láta breyt.a líkamsmyndinni, er því ekki nærlægur í tíma eða umhverfi, en sennilegast upprunninn frá þeim tíma þegar líkamsmyndin var að verða til og af- brigðin frá meðalmyndinni urðu einstak- lingnum ljós. Góðum árangri er einnig hægt að ná hjá einstaklingum, sem orðið hafa fyrir breytingum á líkamsmyndinni af einhverjum ástæðum eftir að hún var mótuð,8 en aðgerðirnar miðast þá að því, að færa hana aftur í fyrra horf, ihvort sem það er í því fólgið að lagfæra afleiðingar af áverka eða snúa við breytingum eftir náttúrulega líkamsstarfsemi t.d. fæðingu.- Aðgerðir vegna ellibreytinga eiga fyrst og fremst rétt á sér, ef ellibreytingarnar eru óeðlilega snemma á ferðinni eða óeðli- lega miklar. Það er að sjálfsögðu mats- atriði, hvenær svo er og hraði slíkra breyt- inga er mjög einstaklingsbundinn, en ytri aðstæður hafa einnig mikil áhrif á þær, hvetjandi eða letjandi. Þá hafa þessar að-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.