Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 99 Guðný Danlelsdóttir FRACTURA COLLI FEMORIS UM MEÐFERÐ, ÞJÁLFUN OG HORFUR SJÚKLINGA, SEM HLOTIÐ HAFA BROT Á LÆRBEINSHÁLSI FORMÁLSORÐ Eftirfarandi grein var upphaflega samin á dönsku sem ritgerð til sérfræðiviður- kenningar í orkulækningum, en birtist hér í íslenzkri þýðingu, stytt og breytt. Mikið hefur verið ritað og rætt um frac- tura colli femoris og það brot ‘hlotið verð- skuldaða athygli, ekki sízt vegna þess, hve algengt það er, erfitt að komast að því og oft á tíðum vandkvæðum bundið að fá það til að gróa. Það hefur auk þess oft í för með sér heilsufarsleg og félagsleg vanda- mál. Sjúklingum með fractura colli femoris fer fjölgandi í hlutfalli við hækkandi með- alaldur fólks. Reynslan hefur sýnt, að með markvissri þjálfun og endurhæfingu og með því að nýta lögbundna aðstoð samfé- lagsins hefur reynzt mögulegt að útskrifa sjúklinga til heimila sinna, sem áður voru stimplaðir hjúkrunarsjúklingar og áttu upp frá 'því ekki afturkvæmt af stofnun eða spítala. Það er því ekki einungis frá sið- ferðilegu eða mannúðlegu sjónarmiði, sem reynt er að stuðla að sjálfbjörgun og sjálfstæði þessa fólks, í stað þess að láta það liggja þar sem það er niður komið, heldur er hér líka um að ræða hagsmuna- mál þjóðar í heild. Meðferð og endurhæfing sjúklinganna krefst starfshóps sem í eru læknar, hjúkr- unarfólk, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfarar og félagsráðgjafar. Markmiðið með endurhæf- ingunni er: 1. að hindra, að sjúklingar leggist alveg í rúmið, 2. að þjálfa sjúklinga til sjálfbjarga, 3. að sjúklingar geti framvegis spjarað sig með sem minnstri eða ihelzt engri utan- aðkomandi aðstoð, 4. að koma í veg fyrir langtímadvöl á sjúkrahúsi eða stofnun og stuðla að því, að sjúklingar geti á ný lifað lífinu sem fyrr. INNGANGUR Það er einkum fernt, sem dregur að sér athygli við brot á lærbeinshálsi: 1. áverki 2. aldur 3. kyn 4. sjúkdómar, sem sjúklingur hefur fyrir. Brotið er algengast hjá konum, sem komnar eru yfir sjötugt. Þegar karlar mjaðmarbrotna, eru þeir að jafnaði yngri og þarf gjarnan töluvert mikinn áverka til að valda því. Þegar fólk eldist og hreyfir sig minna, verða beinin í líkamanum smám saman stökk eða osteoporotis'k. Talið er, að osteoporosis eigi einna stærstan þátt í því, hve gamalt fólk, einkum konur, fá oft svo- kölluð „fragility type“ brot. Osteoporosis í mismiklum mæli er eðlilegt fyrirbæri hjá konum eftir að blæðingum lýkur, en orsak- ast einnig af ýmsum sjúkdómum í hreyfi- kerfi líkamans, við vissa sjúkdóma í tauga- kerfi og meltingarfærum og af hormóna- truflunum, sbr. Nilson (1969). Sjúkdómar, sem sjúklingarnir ganga með fyrir, geta átt sinn þátt í því, að þeir hlutu mjaðmar- brotið, og ráðið úrslitum um það, hvernig framhaldið verður. Ástæða er því til að hyggja að þeim hverju sinni og ráða á þeim bót, ef kostur er. Algengt er t.d., að þessir sjúklingar séu farnir að sjá og heyra illa eða hafi lélegt jafnvægi. Lyfjaneyzla er oft mikil og bætir að líkindum ekki alltaf úr skák. Dánartala er enn tiltölulega há þrátt fyrir stöðugar framfarir í lyflæknis- fræði, svæfingarlækningum og skurðlækn- ingum og enda þótt orkulækningar hafi í seinni tíð haslað sér völl í meðferðinni. Langvarandi rúmlega, sem áður fylgdi í kjölfar þessa brots, hefur átt sinn þátt í hinum mörgu fylgikvillum og lélegum ár- angri. Horfurnar breyttust mikið til batn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.