Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1977, Side 45

Læknablaðið - 01.06.1977, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ 107 Sigurður H. Richter BIT Á MÖNNUM AF VÖLDUM STARAFLÓAR, ROTTUFLÓAR OG ROTTUMAURS1 YFIRLIT Undanfarin ár -hefur nokkuð verið um það að staraflær, rottuflær og rottumaurar bitu fólk hér á landi. Sagt er frá lifnaðar- háttum þessara dýra, bittilfellum af þeirra völdum, hvernig komast megi að því um hvaða dýr er að, ræða og hvernig skuli útrýma þeim. Einnig er minnst á annan bit- og stungu- varg. UM BITVARGINN OG BITTILFELLI AF HANS VÖLDUM Staraflóin Staraflóin svonefnda (Ceratophyllus gallinea gallinae (Sdhrank)) lifir einkum á spörfuglum er gera sér hreiður hátt yfir jörðu, en einnig á dúfum, hænsnum og ýmsum öðrum fuglategundum. Hún er al- geng í Evrópu og N-Ameríku. Lífsferill flestra flóategunda er svipaður. Fullorðnu dýrin sjúga blóð úr hýsli sínum og verpa eggjum sínum í hreiður 'hans eða bæli. Úr eggjunum skríða ormlaga lirfur, er lifa á ýmsum lífrænum efnum í 'hreiðr- inu. Þvínæst breytast lirfurnar í hreyf- ingarlausa púpu. Á púpustiginu verður Mynd 1. — Starafló, (Ceratophyllus galli- nae), kvendýr, séð frá hlið. Dýrið er brún- svart og þunnvaxið. Stækkun 12,5x. (Eftir Reis og Nobrega, Tratado de Doengas des Aves, 1956). 1 Frá Tilraunastöð Háskólans í meinafræði, Keldum. gagnger breyting á dýrunum og fullvaxin fló kemur út úr púpuhamnum. Staraflóin finnst á ýmsum fuglategund- um hérlendis og ugglaust eru einhver eldri dæmi þess, að hún hafi lagst á menn hér á landi. En það er fyrst eftir að staranum fór að fjölga verulega hérlendis, þ.e. und- anfarin 10 ár, að staraflóin fór að verða algengt vandamál. Starinn er að því leyti ólíkur flestum fuglum, að (hann sækir mjög eftir því að gera sér hreiður á og í húsum manna, og er hann oft mjög ágengur. Lifir ihann því oft í mjög nánu sambýli við menn. Flestar flær eru bundnar við fáar teg- undir skyldra hýsla, en séu þær soltnar, geta þær bitið önnur dýr. Þannig getur staraflóin bitið menn, en ekki getur hún lifað á þeim til lengdar. Nokkur hætta er á biti eftir að starinn og ungar hans eru farnir úr hreiðrinu á haustin, en mest virðist þó um hit seinni part vetrar og á vorin áður en starinn 'kemur í hreiðrið á ný. Fullvaxnar flær eru þá í óðaönn að koma úr púpum sínum, og er þetta kynslóðin, sem verpt var sumarið áður. Venjulega skipta þessar nýju flær hundruðum og bíða nú glorhungraðar eftir því að starinn komi aftur. Sumum þykir biðin löng og misgrípa sig þá oft á fólki. Þó 'keyrir fyrst um þverbak, ef starinn kemur af einhverjum orsökum ekki aftui’ í hreiðrið. Á þetta sér oft stað, þegar menn hafa lokað öllum inngönguopum starans. Fara þá oft herskarar soltinna flóa af stað í húsinu og bíta fólk í stórum stíl. Þegar bit af völdum staraflóarinnar fóru að finnast, var leitað til Geirs Gígju, skor- dýrafræðings, og greindi hann flóna til teg- undar. Vorið 1972 var orðið svo mikið um bit af völdum staraflóa að ástæða þótti til að benda fólki á þetta vandamál, og varnir gegn því, í fjölmiðlum. Var það gert að frumkvæði heilbrigðisfulltrúa Kópavogs.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.