Læknablaðið - 01.06.1977, Side 51
LÆKNABLAÐIÐ
111
Eyjólfur Þ. Haraldsson, Ólafur F. Mixa, Pétur I. Pétursson
SÉRNÁM í HEIMILISLÆKNINGUM
GREINARGERÐ OG NEFNDARÁLIT UM SÉRNÁM
í HEIMILISLÆKNINGUM1
I. INNGANGUR
Nefndarálit þetta er samið að beiðni
stjórnar Læknafélags fslands til undirbún-
ings væntanlegu fram’haldsnámi í heimilis-
lækningum hérlendis, áhrifaaðilum til
glöggvunar.
Verður stuttlega skýrt frá þróun þessara
mála hérlendis, þvínæst fjallað um þörf
fyrir slíkt framhaldsnám og áhrif þess á
islenzka heilsugæzlu. Vikið verður að
markmiðum námsins og stefnumarki. Loks
kynnum við hugmyndir um tilhögun náms-
ins.
II. VETTVANGUR — ÞRÓUN
II. 1. Tímaskeið sérhæfingar
Hin mikla iþekkingaraukning síðari ára
innan læknisfræðinnar hefur leitt til sund-
urgreiningar ’hennar í smærri einingar. Þar
með reyndist einstökum læknum ógjörn-
ingur að hafa á valdi sínu nema lítinn
hluta læknisfræðinnar. Sundurgreiningin
leiddi til dýpri þekkingar á einstökum
greinum, enda jókst fjárþörfin verulega
vegna tækja, sérstofnana og mannafla.
Náðist nú stórbættur árangur í baráttunni
við ýmsa vel skilgreinda sjúkdóma.
Samtímis þessu varð einstaklingurinn
fórnardýr margháttaðra félagslegra breyt-
inga, sem ollu jafnvægisleysi hans í um-
hverfinu og breyttu þar með sjúkdóma-
mynstri hans. Læknisfræðin tók hins veg-
ar að líta á viðfangsefni sitt sem safn ein-
angraðra vandamála, „tilfella", sem leyst
yrðu í sundurliðuðum þrepum eða þáttum.
Afleiðing þessa varð vanmat á áhrifum
félagslegra umbrota og breyttra kringum-
stæðna á kvilla og vanlíðan (enska: dis/
ease í stað disease). Heimilislæknirinn, sem
fram að tímaskeiði sérhæfingarinnar hafði
bætt úr velflestum heilsufarsvandamálum
skjólstæðinga sinna, lenti nú milli steins
i Frá Læknafélagi íslands.
þekkingarútþenslu annars vegar og sleggju
félagslegu breytinganna og áhrifa þeirra á
heilsufar hins vegar.
Ástæða þessa var og er ekki sízt sú, að
allur undirbúningur læknisstarfs hefur
einkum miðast við sérhæfinguna og það til-
tölulega þrönga verkefnasvið, sem hún
beinist að innan kennsluspítalanna. Hugað
hefur verið að einstökum líffræðilegum
áherzluþáttum (eða, þegar bezt hefur lát-
ið, geðrænum), en síður reynt að brjóta
til mergjar orsakatengsl og samhengi á-
hrifaþátta heilsubrests og það mynstur
þeirra, sem fram kemur hjá velflestum
sjúklingum utan kennsluspítalanna. Horft
var einnig framhjá félagslegu samhengi
við sjúkdóma, einstaklingsbundnum við-
brögðum fólks við eigin sjúkdómum við
mismunandi félagslegar aðstæður og við-
brögð umhverfisins (t.d. fjölskyldu) gagn-
vart sjúklingi og sjúkdómi hans.
Heimilislæknirinn féll því í skuggann
og fann til getuleysis. Var og vanmetinn af
almenningi og sérfróðum starfsbræðrum.
Töldu sumir, að stétt hans væri að líða
undir lok.
II. 2. Endurnýjun heimilislæknisfræð-
innar
Fyrir rúmum áratug kom fram mjög
sterk hreyfing í þá átt að efla almenna
heilsugæzlu, einkum í engilsaxnesku lönd-
unum (Englandi, Kanada, Ástralíu, Banda-
ríkjunum) svo og t.d. í Hollandi, ísrael og
mörgum sósíalistaríkjum. Kom þar margt
til, svo sem:
a) Sýnt þótti, að hina sérhæfðu, stór-
stofnanabundnu læknisþjónustu skorti
nauðsynlega yfirsýn, bæði tímalega (longi-
tudinal: heilsufarssögulega, erfðalega o.fl.)
svo og tengslalega (horizontal: umhverfis-
samhengi, svo sem í fjölskyldu, stétt, bú-
setuumhverfi, samfélagi o.fl.) til þess að
geta fyllilega orðið við ýmsum þáttum