Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1977, Qupperneq 51

Læknablaðið - 01.06.1977, Qupperneq 51
LÆKNABLAÐIÐ 111 Eyjólfur Þ. Haraldsson, Ólafur F. Mixa, Pétur I. Pétursson SÉRNÁM í HEIMILISLÆKNINGUM GREINARGERÐ OG NEFNDARÁLIT UM SÉRNÁM í HEIMILISLÆKNINGUM1 I. INNGANGUR Nefndarálit þetta er samið að beiðni stjórnar Læknafélags fslands til undirbún- ings væntanlegu fram’haldsnámi í heimilis- lækningum hérlendis, áhrifaaðilum til glöggvunar. Verður stuttlega skýrt frá þróun þessara mála hérlendis, þvínæst fjallað um þörf fyrir slíkt framhaldsnám og áhrif þess á islenzka heilsugæzlu. Vikið verður að markmiðum námsins og stefnumarki. Loks kynnum við hugmyndir um tilhögun náms- ins. II. VETTVANGUR — ÞRÓUN II. 1. Tímaskeið sérhæfingar Hin mikla iþekkingaraukning síðari ára innan læknisfræðinnar hefur leitt til sund- urgreiningar ’hennar í smærri einingar. Þar með reyndist einstökum læknum ógjörn- ingur að hafa á valdi sínu nema lítinn hluta læknisfræðinnar. Sundurgreiningin leiddi til dýpri þekkingar á einstökum greinum, enda jókst fjárþörfin verulega vegna tækja, sérstofnana og mannafla. Náðist nú stórbættur árangur í baráttunni við ýmsa vel skilgreinda sjúkdóma. Samtímis þessu varð einstaklingurinn fórnardýr margháttaðra félagslegra breyt- inga, sem ollu jafnvægisleysi hans í um- hverfinu og breyttu þar með sjúkdóma- mynstri hans. Læknisfræðin tók hins veg- ar að líta á viðfangsefni sitt sem safn ein- angraðra vandamála, „tilfella", sem leyst yrðu í sundurliðuðum þrepum eða þáttum. Afleiðing þessa varð vanmat á áhrifum félagslegra umbrota og breyttra kringum- stæðna á kvilla og vanlíðan (enska: dis/ ease í stað disease). Heimilislæknirinn, sem fram að tímaskeiði sérhæfingarinnar hafði bætt úr velflestum heilsufarsvandamálum skjólstæðinga sinna, lenti nú milli steins i Frá Læknafélagi íslands. þekkingarútþenslu annars vegar og sleggju félagslegu breytinganna og áhrifa þeirra á heilsufar hins vegar. Ástæða þessa var og er ekki sízt sú, að allur undirbúningur læknisstarfs hefur einkum miðast við sérhæfinguna og það til- tölulega þrönga verkefnasvið, sem hún beinist að innan kennsluspítalanna. Hugað hefur verið að einstökum líffræðilegum áherzluþáttum (eða, þegar bezt hefur lát- ið, geðrænum), en síður reynt að brjóta til mergjar orsakatengsl og samhengi á- hrifaþátta heilsubrests og það mynstur þeirra, sem fram kemur hjá velflestum sjúklingum utan kennsluspítalanna. Horft var einnig framhjá félagslegu samhengi við sjúkdóma, einstaklingsbundnum við- brögðum fólks við eigin sjúkdómum við mismunandi félagslegar aðstæður og við- brögð umhverfisins (t.d. fjölskyldu) gagn- vart sjúklingi og sjúkdómi hans. Heimilislæknirinn féll því í skuggann og fann til getuleysis. Var og vanmetinn af almenningi og sérfróðum starfsbræðrum. Töldu sumir, að stétt hans væri að líða undir lok. II. 2. Endurnýjun heimilislæknisfræð- innar Fyrir rúmum áratug kom fram mjög sterk hreyfing í þá átt að efla almenna heilsugæzlu, einkum í engilsaxnesku lönd- unum (Englandi, Kanada, Ástralíu, Banda- ríkjunum) svo og t.d. í Hollandi, ísrael og mörgum sósíalistaríkjum. Kom þar margt til, svo sem: a) Sýnt þótti, að hina sérhæfðu, stór- stofnanabundnu læknisþjónustu skorti nauðsynlega yfirsýn, bæði tímalega (longi- tudinal: heilsufarssögulega, erfðalega o.fl.) svo og tengslalega (horizontal: umhverfis- samhengi, svo sem í fjölskyldu, stétt, bú- setuumhverfi, samfélagi o.fl.) til þess að geta fyllilega orðið við ýmsum þáttum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.