Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1977, Side 58

Læknablaðið - 01.06.1977, Side 58
114 LÆKNABLAÐIÐ samræmd og óslitin og eflist stöðugt við endurtekin samskipti læknis og sjúklings. Hér eigi sér stað fyrsta snerting skjólstæð- ings við heilbrigðiskerfið vegna hvers eins heilsufarsvanda, sem skilgreindur sé og leystur á skipulagðan hátt, jafnt á líkam- legu, geðlægu og félagslegu sviði í mark- vissu hópstarfi ýmissa Iheilbrigðisstétta. IV. TILGANGUR Tilgangur framhaldsnáms í iheimilis- lækningum er að gera lækni færan um að stunda heimilislækningar samkvæmt ofan- greindri skilgreiningu. í því felst mótun vissra viðhorfa og öflun þekkingar og leikni. Til þess að ná tilganginum þarf að á- kveða frekari marklýsingar í stórum og smáum dráttum. V. MARKLÝSING V. 1. Víð markmið Við höfum kosið að setja fram sem víð markmið þau, sem enska heimilislækna- félagið hefur notað. Heimilislæknirinn á að vera fær um: a) Að setja fram greiningu vandamála sjúklinga sinna samtímis í líkamlegu, geðlægu og félagslegu tilliti. ,,Sjúkdómur“ er samkvæmt fyrri um- ræðu frávik frá eðlilegu jafnvægi milli organismans og umhverfisins. „Organism- inn‘ er lífveran, ,,sjúklingurinn“ sál og líkami. Ástand hans er í samspili við um- hverfið, land- og vistfræðilegt og félags- legt (fjölskylda, samfélag). Umsjáin er því „félags- og fjölskylduviðmiðuð“. b) Að sýna fram á það, hvernig mat hans á sjúklingnum, sem sérstökum einstak- lingi, mótar aðferðir hans við að safna upplýsingum og setja fram álit sitt á eðli kvillans og meðferð. Læknirinn stundar einstakling með kvörtun og vanda, ekki „tilfelli“. Umsjá læknisins er ,,... samræmd og óslitin og eflist stöðugt við samskipti læknis og sjúk- lings.“ c) Að sýna fram á, að hann geti tekið á- kvarðanir um sérhvern vanda, sem sjúklingur ber fram fyrir hann. Áherzla er lögð á að vera sér meðvitandi um ábyrgð heimilislæknis á að sinna öllum heilbrigðisvanda sjúklinga og að umsjónin sé „yfirgripsmikil, samræmd. . .“ d) Að sýna fram á skilning á og hæfni til að nýta þann tíma, sem er til ráðstöfun- ar og er einkennandi fyrir heimilis- lækningar. Tími getur verið tæki til greiningar, meðferðar eða skipulagningar. í heimilis- lækningum hefur hann sérstaka þýðingu og sérstakt notkunargildi. e) Að sýna skilning á því, hvernig persónu- tengsl innan fjölskyldu geta valdið kvilla eða breytt formi hans, gangi og meðferð. f) Að sýna skilning á sambandinu milli heilbrigði og sjúkleika annars vegar og félagslegra aðstæðna sjúklings hins vegar. T.d. fer tíðni og form sjúkdóms oft eftir atvinnu, stétt, fjárhag o.s.frv. g) Að sýna þekkingu á og geta notað hin- ar margvíslegustu aðferðir, sem honum standa til boða, til aðstoðar. S.s. bið (observatio), kennslu, smærri aðgerðir, félagslegt inngrip, vísun til ann- ars heilbrigðisstarfsfólks o.s.frv. h) Að sýna fram á þekkingu og nægilega kunnáttu í stjórnun. i) Að sýna fram á skilning á grundvallar- atriðum læknisfræðilegs rannsóknar- starfs, eins og því er beitt í heimilis- lækningum. k) Að sýna vilja til að gagnrýna og end- urskoða eigið starf. Kanadiska heimilislæknafélagið hefur sett sér 7 höfuðmarkmið, hin víðari mark- mið (í svigum hlutfallstölur þess mikilvæg- is, sem hverju markmiði er ljáð): a) Heimilislæknir sé leikinn í að skil- greina heilbrigðisvanda (35%). b) Heimilislæknir sé leikinn í meðferð heilbrigðisvandamála (20%). c) Heimilislæknir nýti nútímaþekkingu á

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.