Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1977, Síða 58

Læknablaðið - 01.06.1977, Síða 58
114 LÆKNABLAÐIÐ samræmd og óslitin og eflist stöðugt við endurtekin samskipti læknis og sjúklings. Hér eigi sér stað fyrsta snerting skjólstæð- ings við heilbrigðiskerfið vegna hvers eins heilsufarsvanda, sem skilgreindur sé og leystur á skipulagðan hátt, jafnt á líkam- legu, geðlægu og félagslegu sviði í mark- vissu hópstarfi ýmissa Iheilbrigðisstétta. IV. TILGANGUR Tilgangur framhaldsnáms í iheimilis- lækningum er að gera lækni færan um að stunda heimilislækningar samkvæmt ofan- greindri skilgreiningu. í því felst mótun vissra viðhorfa og öflun þekkingar og leikni. Til þess að ná tilganginum þarf að á- kveða frekari marklýsingar í stórum og smáum dráttum. V. MARKLÝSING V. 1. Víð markmið Við höfum kosið að setja fram sem víð markmið þau, sem enska heimilislækna- félagið hefur notað. Heimilislæknirinn á að vera fær um: a) Að setja fram greiningu vandamála sjúklinga sinna samtímis í líkamlegu, geðlægu og félagslegu tilliti. ,,Sjúkdómur“ er samkvæmt fyrri um- ræðu frávik frá eðlilegu jafnvægi milli organismans og umhverfisins. „Organism- inn‘ er lífveran, ,,sjúklingurinn“ sál og líkami. Ástand hans er í samspili við um- hverfið, land- og vistfræðilegt og félags- legt (fjölskylda, samfélag). Umsjáin er því „félags- og fjölskylduviðmiðuð“. b) Að sýna fram á það, hvernig mat hans á sjúklingnum, sem sérstökum einstak- lingi, mótar aðferðir hans við að safna upplýsingum og setja fram álit sitt á eðli kvillans og meðferð. Læknirinn stundar einstakling með kvörtun og vanda, ekki „tilfelli“. Umsjá læknisins er ,,... samræmd og óslitin og eflist stöðugt við samskipti læknis og sjúk- lings.“ c) Að sýna fram á, að hann geti tekið á- kvarðanir um sérhvern vanda, sem sjúklingur ber fram fyrir hann. Áherzla er lögð á að vera sér meðvitandi um ábyrgð heimilislæknis á að sinna öllum heilbrigðisvanda sjúklinga og að umsjónin sé „yfirgripsmikil, samræmd. . .“ d) Að sýna fram á skilning á og hæfni til að nýta þann tíma, sem er til ráðstöfun- ar og er einkennandi fyrir heimilis- lækningar. Tími getur verið tæki til greiningar, meðferðar eða skipulagningar. í heimilis- lækningum hefur hann sérstaka þýðingu og sérstakt notkunargildi. e) Að sýna skilning á því, hvernig persónu- tengsl innan fjölskyldu geta valdið kvilla eða breytt formi hans, gangi og meðferð. f) Að sýna skilning á sambandinu milli heilbrigði og sjúkleika annars vegar og félagslegra aðstæðna sjúklings hins vegar. T.d. fer tíðni og form sjúkdóms oft eftir atvinnu, stétt, fjárhag o.s.frv. g) Að sýna þekkingu á og geta notað hin- ar margvíslegustu aðferðir, sem honum standa til boða, til aðstoðar. S.s. bið (observatio), kennslu, smærri aðgerðir, félagslegt inngrip, vísun til ann- ars heilbrigðisstarfsfólks o.s.frv. h) Að sýna fram á þekkingu og nægilega kunnáttu í stjórnun. i) Að sýna fram á skilning á grundvallar- atriðum læknisfræðilegs rannsóknar- starfs, eins og því er beitt í heimilis- lækningum. k) Að sýna vilja til að gagnrýna og end- urskoða eigið starf. Kanadiska heimilislæknafélagið hefur sett sér 7 höfuðmarkmið, hin víðari mark- mið (í svigum hlutfallstölur þess mikilvæg- is, sem hverju markmiði er ljáð): a) Heimilislæknir sé leikinn í að skil- greina heilbrigðisvanda (35%). b) Heimilislæknir sé leikinn í meðferð heilbrigðisvandamála (20%). c) Heimilislæknir nýti nútímaþekkingu á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.