Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1977, Side 59

Læknablaðið - 01.06.1977, Side 59
LÆKNABLAÐIÐ 115 fjölskyldulífi við heilsugæzlustörf (15 %)• d) Heimilislæknir skipuleggi starfsemi sína til að geta veitt sem hagkvæmasta og virkasta heilsugæzluþjónustu (10 %)■ e) Heimilislæknir sé sér meðvitandi um og takist á hendur með starfi sínu ábyrgð þá, sem fólgin er í því að vera fag- menntaður (10%). f) Heimilislæknir sé fær um að vega og meta niðurstöður rannsókna á sviði frumheilsugæzlu og nýta þær í eigin starfi (5%). g) Heimilislæknir líti á heilbrigðisfræðslu sem hluta af faglegri ábyrgð sinni (5 %)• Hinar breiðari marklýsingar hér að framan gefa vissa stefnu, sem nánar þarf að ákveða í þrengri markmiðum. Þannig hefur t.d. kanadiska marksetningin 150 slík þrengri markmið, sem þrengja hin víðari. V. 2. Þrengri markmið Það er í verkahring stjórnenda fram- handsnáms í heimilislækningum að gera þrengri lista marklýsingar fyrir heimilis- lækningar. Má raða því efnisinnihaldi upp á margvíslegan hátt. Út frá þeirri niður- röðun er námsferilslýsing unnin. Hér fara á eftir nokkrar ábendingar: a) Áherzla er lögð á samtímis greiningu á líkamlegu, geðlægu og félagslegu sviði. Leikni í þeirri samræmingu krefst þjálf- unar í vinnutækni og þekkingar í fögum, sem lítil áherzla hefur verið lögð á í við- tekinni læknakennslu, svo sem félags- og atferlisfræði. b) Heimilslæknisfræðin leggur meiri á- herzlu á skilgreiningu, yfirsýn og heildar- lausn vandamála heldur en að leita sjúk- dómsheita. Þessi afstaða krefst sérstakra aðferða við úrvinnslu og ákvarðanatöku, sem heimilislæknisfræðin er að móta og unnt er að kenna. c) Títtnotuð hugtök varðandi skipulag kennslu og kennslumarkmiða í heimilis- lækningum eru: Þekking, Ieikni og af- staða. Má skilgreina hvern markmiðalista í hverri undirgrein út frá öllum þessum þrem hugtökum. ,,Leikni“ í kvensjúkdómafræðum er t.d. ákveðin handbrögð, sem heimilislæknum samkvæmt marklýsingu er ætlað að kunna, s.s. að taka Papanicolaou-sýni. ,,Afstaðan“ beinist að eigin atferli við þá athöfn, skilningi á viðbrögðum sjúklings o.s.frv. „Þekking" er kritísk þeoría um gagn- semi eða gagnsleysi slíkra aðgerða. Afstaða er t.d. ríkjandi þáttur í kyn- sjúkdómavörnum og grípur inn á allt sið- ferðiskerfi læknisins sjálfs og hæfni hans til að sýna hlutleysi gagnvart siðferðis- kerfi sjúklingsins. Æ meiri áherzla er lögð á kunnáttu í hópstarfi (hópefli). Er það talið sérstakrar þjálfunar vert. Undirstaða góðs árangurs í umgengni við aðra er að þekkja sjálfan sig, veikar hliðar sem sterkar. d) Hin ofangreindu þrengri markmið leita fanga úr mörgum greinum, bæði inn- an hinnar hefðbundnu læknisfræði og utan hennar. Er þeim svo raðað upp með tilliti til mikilvægis þeirra og fenginnar reynslu í hverri fyrir sig, fyrr í náminu. e) Heimilislæknisfræðin dregur m.a. saman þek'kingaforða í eftirtöldum atrið- um meira en aðrar sérgreinar. Mótast starf heimilislæknis af þeim forða: 1. Heilsuvernd (t.d. ungbarna- og mæðra- eftirlit, hópskoðanir, þroskaleiðir). 2. Fyrirbygging (t.d. ónæmisaðgerðir, heilsurækt). 3. Faraldsfræði (t.d. sjúkdómstíðni í heimilislækningum, tölfræði og lí'k- indaspár). 4. Vistfræði (t.d. atvinna, fæða, mengun). 5. Félagsfræði (t.d. fjölskylduform, þjón- ustustofnanir, venjur, félög). 6. Atferli (t.d. samskipti læknis og sjúk- lings, eigin viðhorf og fordómar, ráð- gjöf á mismunandi atburða- og aldurs- stigum). 7. Heilbrigðisfræði (t.d. heilbrigðiseftirlit mataræði). 8. Aðferðir (t.d. vandalausnir, hópvinna, samræming aðgerða, vísindastörf). 9. Reksturs- og stjórnfræði (t.d. bókhald, skýrslugerð, kostnaðarliðir heilbrigð- isþ j ónustunnar).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.