Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1977, Side 60

Læknablaðið - 01.06.1977, Side 60
116 LÆKNABLAÐIÐ 10. annað (s.s. siðfræði og viss lögfræðiat- riði). f) Ofangreind þekkingaratriði koma til viðbótar við staðgóða þekkingu á soma- tiskri og psychosomatiskri læknisfræði, sem skipar meginsess í náminu. Þar sé höfuð- áherzla lögð á þá sjúkdómsflokka, er heim- ilislæknir fæst einkum við. g) Með þessar áherzlur í huga má raða flestum smærri atriðum inn í allrökræna mynd af allri námsreynslu í heimilislækn- ingum, sem byggist á aldurskeiðum ein- staklinga og fjölskyldna. VI. NÁMSLÝSING VI. 1. Skipulag Komið verði á sérstakri námsbraut fyrir framhaldsnám í heimilislækningum. Miðist hún að því að uppfylla þau skilyrði, sem ofangreind marklýsing (V. kafli) skil- greinir. Námsbraut þessi leiði til sérfræði- viðurkenningar í heimilislækningum, er jafngildi sérfræðiviðurkenningu í öðrum greinum. Hún samsvari því tímalega einn- ig öðrum sérnámsbrautum. Áætlun þessi felur í sér ákvörðun um: a) b) c) d) e) f) g) námsferill (curriculum) hvernig haga eigi náminu innan gefins tíma (program), val faga og mikilvægi þeirra (prioritering) niðurröðun faga innan gefins tíma (náms- skrá) val aðferða við miðlun hvers náms- efnis, framkvæmd (stofnanir, kennslulið), nánari útlistun ein- stakra reynsluatriða (gerð undirstiga og þrengri markmiða) nánari útlistun kennsluaðstöðu stöðlun Setja þarf sérstaka stjórnunaraðila til að sjá um framkvæmd allra þessara á- kvarðana. VI. 2. Yfirstjórn Sérfræðiráð (sjá tillögur Á.K. 1975) hefur yfirstjórn námsbrautar með höndum og samræmir hana að stöðlun og gæðamati öðrum námsbrautum. Heimilislækninganefnd gerir nánari til- lögur um námsbrautina, eðli, innihald, stöðlun o.s.frv. Hún velur sérstakan náms- stjóra. Sé hann starfandi heimilislæknir. Sjái hann um alla framkvæmd varðandi námsbrautina, skipulag, samræmingu og niðurröðun námsferils hvers námslæknis. VI. 3. Námsbrautin (program) Námsbrautin sé 4 ár til viðbótar grunn- menntun (kandidatsári). Sé hún frá upp- hafi til enda skýrt afmörkuð og skipulögð, einnig einstaklingsbundin fyrir hvern námslækni. Eðlilegast þykir, að námsferill sé samfelldur, en óski námslæknir annars fyrirkomulags, getur heimilislækninga- nefnd vikið frá þeirri reglu. Námstími í 'heimilislækningum erlendis getur verkað til styttingar á námstíma hérlendis að mati heimilislækninganefndar. Þess sé gætt, að reynslu námslæknis sé ætíð þann veg hátt- að, að hvorki kennarar hans né hann sjálf- ur missi sjónar af því takmarki að verða heimilislæknir með hinum sérstöku áherzl- um þess fags. Til að skapa og viðhalda þessari sérstöku vitund (identity) þarf námslæknir sem fyrst og æ síðan á náms- brautinni að vera í nánum og skipulögð- um tengslum við heimilislækningar (heilsugæzlustöðvar) og bera þar vissa á- byrgð (annast sjúklinga). Einungis upp- fylling viss starfstíma á einhverri sjúkra- húsdeild, án þess að þessarar sérstöðu sé gætt, væri því ófullnægjandi. Eðli grunnnáms (kandidatsárs) sam- kvæmt tillögum Á.K. getur ekki né á að taka mið af þessari sjálfsvitundarkröfu. Er því eðlilegt, að grunnnámið lendi utan hinnar eiginlegu námsbrautar, enda þá betur til þess fallið að gefa kandidat tæki- færi til að gera endanlega upp hug sinn gagnvart heimilislækningum með ein- hverri viðurkenningu við þær, áður en námsbrautin er hafin, eins og á sér stað um aðrar sérgreinar (motivation). Reynsla og þekking á atferlis- og félags- fræðilegum sviðum er nauðsynleg jöfnum höndum með kliniskri reynslu, en hin fyrr- nefnda og samræming beggja fæst einkum á heilsugæzlustöðvum. Náin tengsl og helzt

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.