Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 60
116 LÆKNABLAÐIÐ 10. annað (s.s. siðfræði og viss lögfræðiat- riði). f) Ofangreind þekkingaratriði koma til viðbótar við staðgóða þekkingu á soma- tiskri og psychosomatiskri læknisfræði, sem skipar meginsess í náminu. Þar sé höfuð- áherzla lögð á þá sjúkdómsflokka, er heim- ilislæknir fæst einkum við. g) Með þessar áherzlur í huga má raða flestum smærri atriðum inn í allrökræna mynd af allri námsreynslu í heimilislækn- ingum, sem byggist á aldurskeiðum ein- staklinga og fjölskyldna. VI. NÁMSLÝSING VI. 1. Skipulag Komið verði á sérstakri námsbraut fyrir framhaldsnám í heimilislækningum. Miðist hún að því að uppfylla þau skilyrði, sem ofangreind marklýsing (V. kafli) skil- greinir. Námsbraut þessi leiði til sérfræði- viðurkenningar í heimilislækningum, er jafngildi sérfræðiviðurkenningu í öðrum greinum. Hún samsvari því tímalega einn- ig öðrum sérnámsbrautum. Áætlun þessi felur í sér ákvörðun um: a) b) c) d) e) f) g) námsferill (curriculum) hvernig haga eigi náminu innan gefins tíma (program), val faga og mikilvægi þeirra (prioritering) niðurröðun faga innan gefins tíma (náms- skrá) val aðferða við miðlun hvers náms- efnis, framkvæmd (stofnanir, kennslulið), nánari útlistun ein- stakra reynsluatriða (gerð undirstiga og þrengri markmiða) nánari útlistun kennsluaðstöðu stöðlun Setja þarf sérstaka stjórnunaraðila til að sjá um framkvæmd allra þessara á- kvarðana. VI. 2. Yfirstjórn Sérfræðiráð (sjá tillögur Á.K. 1975) hefur yfirstjórn námsbrautar með höndum og samræmir hana að stöðlun og gæðamati öðrum námsbrautum. Heimilislækninganefnd gerir nánari til- lögur um námsbrautina, eðli, innihald, stöðlun o.s.frv. Hún velur sérstakan náms- stjóra. Sé hann starfandi heimilislæknir. Sjái hann um alla framkvæmd varðandi námsbrautina, skipulag, samræmingu og niðurröðun námsferils hvers námslæknis. VI. 3. Námsbrautin (program) Námsbrautin sé 4 ár til viðbótar grunn- menntun (kandidatsári). Sé hún frá upp- hafi til enda skýrt afmörkuð og skipulögð, einnig einstaklingsbundin fyrir hvern námslækni. Eðlilegast þykir, að námsferill sé samfelldur, en óski námslæknir annars fyrirkomulags, getur heimilislækninga- nefnd vikið frá þeirri reglu. Námstími í 'heimilislækningum erlendis getur verkað til styttingar á námstíma hérlendis að mati heimilislækninganefndar. Þess sé gætt, að reynslu námslæknis sé ætíð þann veg hátt- að, að hvorki kennarar hans né hann sjálf- ur missi sjónar af því takmarki að verða heimilislæknir með hinum sérstöku áherzl- um þess fags. Til að skapa og viðhalda þessari sérstöku vitund (identity) þarf námslæknir sem fyrst og æ síðan á náms- brautinni að vera í nánum og skipulögð- um tengslum við heimilislækningar (heilsugæzlustöðvar) og bera þar vissa á- byrgð (annast sjúklinga). Einungis upp- fylling viss starfstíma á einhverri sjúkra- húsdeild, án þess að þessarar sérstöðu sé gætt, væri því ófullnægjandi. Eðli grunnnáms (kandidatsárs) sam- kvæmt tillögum Á.K. getur ekki né á að taka mið af þessari sjálfsvitundarkröfu. Er því eðlilegt, að grunnnámið lendi utan hinnar eiginlegu námsbrautar, enda þá betur til þess fallið að gefa kandidat tæki- færi til að gera endanlega upp hug sinn gagnvart heimilislækningum með ein- hverri viðurkenningu við þær, áður en námsbrautin er hafin, eins og á sér stað um aðrar sérgreinar (motivation). Reynsla og þekking á atferlis- og félags- fræðilegum sviðum er nauðsynleg jöfnum höndum með kliniskri reynslu, en hin fyrr- nefnda og samræming beggja fæst einkum á heilsugæzlustöðvum. Náin tengsl og helzt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.