Læknablaðið - 01.06.1977, Page 68
120
LÆKNABLAÐIÐ
atriði hinnar þrengri marklýsingar að
ákveðnu marki. Feli það einnig í sér á-
kveðna þátttöku í rannsóknarstarfi og
samningu a.m.k. einnar vísindagreinar.
Stefna ber þó að því, að náminu ljúki
með prófi, ef samvinna tekst um fram-
kvæmd þess við erlenda aðila, er reynslu
'hafa af gerð slíkra prófa.
Umsögn námsstjóra samkvæmt ofan-
greindu veiti heimild til að taka prófið.
Prófið sé þá forsenda sérfræðiviðurkenn-
ingar.
Heimilislækninganefnd sjái um fram-
kvæmd prófs.
Heimild til próftöku geta einnig fengið
læknar með annan undirbúning en náms-
brautina, samkvæmt á'kvörðun heimilis-
lækninganefndar.
VII. FJÖLDI NÁMSMANNA OG
FJÁRMÖGNUN
Gert er ráð fyrir, að námsbrautin rúmi
a.m.k. 5 námslækna á ári hverju. Með
þeim fjölda er áætlað, að 15—20 ár taki að
fullnægja þörf landsmanna fyrir heimilis-
lækna.
Það er álit okkar, að áformum náms-
skrár megi ná með eftirfarandi fjármögn-
unarmátum, einum í senn eða blönduðum.
Er þá tekið tillit til tveggja meginþarfa:
Að umbuna kennslulæknum fyrir starf
sitt (bæði að bæta tekjumissinn, sem hlýzt
af kennslukvöð og að meta kennsluskyldu,
sem starfsframa).
Að veita námslæknum viðunandi kjör.
Augljóst er, að framhaldsmenntun í
heimilislækningum innanlands hlýtur að
leiða af sér kostnað, eins og menntun í
öðrum greinum. Greiðist sá kostnaður af
ríkissjóði í formi kennslulauna, stofnkostn-
aður á sviði tækja og bókakosts, reksturs-
kostnaðar og launagreiðslna til lækna í
námsstöðum.
1. Valkostir á sjúkrahúsum
a) Stöður á deildum séu heilar stöð-
ur, en stundaðar af fleirum en einum
námslækni (2 í 1 stöðu = Vi staða hvor
eða 3 í 2 stöðum = % staða hver).
b) Hlutastöður. Þarf þá að skilgreina
skyldustörf sérstaklega.
a) og b) ættu helzt að vera sérstakar
stöður fyrir námslækna í heimilislæikning-
um og á kennsla að taka mið af því.
c) Venjuleg námsstaða, þ.e. án sér-
áherzlu. Aðeins möguleikar í stuttan tíma
í senn.
2. Valkostir á heilsugæzlustöðvum
a) Námslæknar starfi í föstum aðstoðar-
læknisstöðum á heilsugæzlustöð, gjarnan
eftir eyktafyrirkomulagi, er taki mið af
hlutastöðum á sjúkrahúsum hverju sinni,
þannig að samanlagt verði út 1/1 staða.
Er þá gert ráð fyrir, að hann sinni
ákveðnum hluta sjúklingahóps stjúp-
læknis síns, sem fái greiðslurnar fyrir
verkin. Teldist sú greiðsla uppbót fyrir
vinnutap, sem kennsluskyldan veldur.
Er þá litið á hina föstu greiðslu til náms-
læknisins sem hinn eiginlega kennslukostn-
að (þ.e. engin sérgreiðsla til kennarans).
Sjúklingahópur stjúplæknis helzt óbreytt-
ur að stærð.
b) Stjúplæknir fái aukaþóknun fyrir
kennsluna, en námslæknir greiðslu fyrir
hvert unnið læknisverk. Sjúklingahópur
stjúplæknis héldist óbreyttur að stærð eða
yrði aukinn, eftir því sem reynslan sýndi
hagkvæmara.
Það er mat okkar, að þessi aðferð sé
óhentugri en a) vegna óstöðugra kjara
beggja aðila og jafnvel launatogstreitu,
sem hindrað gæti bæði kennslu- og náms-
viðleitni beggja aðila.
c) Heildarsjúklingamagn stöðva yrði
aukið. Námslæknar fengju greitt fyrir
hvert verk upp að vissu marki (,,þaki“), er
færi eftir hlutatekjum annars staðar.
Greiðsla fyrir umframverk rynni til stjúp-
iæknis.
Aðalkostur: Meiri sjúklingaefniviður og
skipti á honum fyrir hendi (sjá VI. 8.).
Allir ofangreindir kostir gera ráð fyrir
greiðslum fyrir unnin verk, sem er sá
greiðslumáti, er ríkja mun á heilsugæzlu-
stöðvum.
Mat á námsstöðum fari fram eftir sama
kerfi og nú ríkir um starfsmat (5 stig).
Heimilislækninganefnd hagi námsbraut
eftir megni þannig, að starfstillag náms-
læknis nýtist hverri stofnun sem bezt.
VIII. VIÐHALDSMENNTUN
Ýmis heimilislæknafélög hafa haft hug-