Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1977, Side 74

Læknablaðið - 01.06.1977, Side 74
122 LÆKNABLAÐIÐ óhæfur til starfs sem læknir, geta hugsanlega komið frá mörgum aðilum. Við teljum, að þör.f sé betra eftirlits og aðhalds, en að það eftirlit sé í höndum læknastéttarinnar. Við leggjum hins vegar áherzlu á, að því meir sem lækn- ar notfæra sér þekkingu stéttar sinnar í eigin þágu, því minni verður þörfin á formlegu aðhaldi eða eftirliti með starfshæfni. 17. Sé læknir veikur og leiti sér ekki hjálpar eða yfirsjáist, að hann sé hjálp- anþurfi eða neiti að hlýða ábendingum þar að lútandi, er aðgerða þörf, sem ekki taka tillit til hins venjulega sam- bands læknis og sjúklings. 18. Gerðar eru tillögur um samskipti læknis og stéttar hans í þessum tilvik- um. Reykjavík 25.2. 1977 Greinargerð þessari fylgir heimildaskrá, með rúmlega 80 ótölusettum tilvitnunum. Þeir sem áhuga hafa á að fá skrána geta snúið sér til skrifstofu Iæknasamtakanna. Kennsla í heilsugæzlugreinum Framh. af bls. 110. KYNNING HEILSUGÆZLU í LÆKNADEILD Augljóst er, að auk þjálfunar í greiningu oð meðferð sjúkdóma og kvilla, þurfa heilsugæzlulæknar að hafa staðgóða þekk- ingu og hæfni í ýmsum öðrum greinum, er svari kröfum heilbrigðiskerfisins. Framhaldsmenntun í heimilislækning- um verður ekki rædd án þess að í sömu andránni sé hugað að grunnnámi í lækna- deild, þar sem ekki er hægt að skipuleggja kennslu læknanema án þess að taka mið af því framhaldsnámi, sem á eftir kemur. Fyrir dyrum stendur að taka upp mark- vissa kynningu á almennri og sérihæfðri læknisþjónustu og heilsuvernd í lækna- deild, enda hafa skapast þau skilyrði að hægt er að taka við stúdentum í heilsu- gæzlustöðvunum í Kópavogi og í Árbæ og brátt hyllir undir heilsugæzlustöð við Borgarspítalann. Um þessar mundir er verið að skipu- leggja námsdvöl stúdenta í heilsugæzlu- stöðvum úti á landi. Hefir heilbrigðisstjórn- in lagt fram fé til þess að greiða uppihald og ferðir, auk nokkurra námslauna. Er hugmyndin, að stúdentar dveljist hálfan til einn mánuð í heilsugæzlustöð og kynnist skipulagi og vinnuháttum og taki þátt í störfum. KENNSLA í HEILSUGÆZLUGREINUM í LÆKNADEILD Á síðastliðnum vetri var kennsla í heilsu- gæzlugreinum: heilbrigðisfræði, félags- læknisfræði og heimilislækningum, skipu- iögð sameiginlega. Var þetta byggt á þeirri skoðun prófessorins í heilbrigðisfræði og lektorsins í hæimilislækningum,1 „að þess- ar greinar (ásamt læknisfræðilegri töl- fræði) eigi að hafa sem allra nánast sam- starf um kennslu læknastúdenta...“ „Þess- ar greinar fjalla allar um skipulagningu heilbrigðisþjónustu, áhættúþætti í samfé- laginu og það, hvernig skuli brugðist við þeim, Aðferðafræði allra þessara greina er hin sama, faraldsfræði (epidemiologia).“ Á þetta álit hefur í reynd verið fallizt af forráðamönnum Háskólans og hefir þess- um greinum verið búið veglegt kennslu- og rannsóknarhúsnæði að Sigtúni 1. NÝJAR KENNSLUSTÖÐUR Um skeið hefir verið óskipað í tvær pró- fessorsstöður, í félagslæknisfræði og í heimilislækningum. Deildarráð lækndeildar hefir óskað eftir því, að heimild fyrir stöðu prófessors í fé- lagslæknisfræði verði notuð til bráða- birgða til þess að ráða megi prófessor í réttarlæknisfræði. Þar sem Ijóst er, að efling kennslu í heilsugæzlugreinum er mikið nauðsynja- mál, fóru áðurnefndir 'kennarar þess á leit í bréfi til deildarráðs, að ráðið óskaði eftir því við menntamálaráðuneytið, að heimild fyrir prófessorsstöðu í heimilislækningum verði um stundarsakir notuð til þess að stofna þrjár hlutastöður: í heimilislækn- ingum, félagslæknisfræði og heilbrigðis- fræði. Líta beri á þessa tilhögun sem bráða- Framh. á bls. 125.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.