Læknablaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 6
190
LÆKNABLAÐID
Örn Bjarnason
UM NORRÆNAN VINNUMARKAÐ LÆKNA,
RÉTT TIL SÉRFRÆÐIVIÐURKENNINGAR
OG SKYLDURITGERÐIR UMSÆKJENDA
Hinn 25. ágúst sl. undirrituðu félags- og
heilbrigðismálaráðherrar Norðurlandanna
samkomulag, sem felur í sér »att en nordisk
arbetsmarknad skapas för personal inom
hálso- och sjukvárdens omráde«, eins og segir
í fréttatilkynningu ráðherrafundarins, sem
haldinn var í Svendborg á Fjóni. Samkomulag-
ið nær til íslenzkra lækna og lyfjafræðinga,
en að pví er varðar Dani, Finna, Norðmenn og
Svía, nær það til lækna, tannlækna, hjúkrunar-
fræðinga, lyfsala, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, ljós-
mæðra, heilsuverndar-/heilsugæzlu-hjúkrunar-
fræðinga, gleraugnafræðinga, sjónfræðinga,
sálfræðinga, lyfjafræðinga, röntgentækna,
þroskaþjálfa, tanntækna af ýmsu tagi, sjúkra-
liða, svo og dýralækna.
Á fundinum undirritaði Svavar Gestsson,
félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
fyrir íslands hönd viðauka við aðalsamninginn,
yfirlýsingu þess efnis, að samningurinn um
sameiginlegan norrænan vinnumarkað fyrir
heilbrigðisstéttir komi annars vegar í stað
samnings um norrænan vinnumarkað fyrir
lækna frá 18. júní 1965 með breytingum frá 19.
ágúst 1976, sem ísland gerðist aðili að 10.
október 1979 (sjá Læknablaðið 1981; 67: 94-
96) og hins vegar samnings um sameiginlegan
vinnumarkað lyfjafræðinga frá 2. desember
1969, sem fullgiltur var af íslands hálfu 16.
marz 1970.
Hvad felst í samkomulaginu?
Norrænir borgarar, sem hafa öðlast viðurkenn-
ingu (legitimation), starfsréttindi (auktorisati-
on) eða eða önnur réttindi á einhverju Norð-
urlandanna, sem aðild eiga að samningnum,
eiga rétt á að öðlast sams konar viðurkenn-
ingu/réttindi á hinum Norðurlöndunum.
Danmörk, Noregur og Svíþjóð geta krafist
þess, að umsækjandi kunni dönsku, norsku eða
sænsku, Finnland getur krafist hins sama um
finnsku og ísland um íslenzku. Af læknum geta
ríkin krafist þess, að þeir hafi starfað (praktisk
Barst ritstjórn 10/09/1981. Sent í prentsmiðju 15/09/1981.
tjeneste) tilskilinn tíma, áður en þeir fá viður-
kenningu sem læknar.
Sérfræðiviðurkenning lækna: Hafi læknir
fengið viðurkenningu sem sérfræðingur í einu
ríkjanna, á hann rétt á að fá sams konar
réttindi í öðru aðildarríki samningsins, að því
tilskyldu.'að hann/hún
hafi fengið ótakmarkað leyfi sem læknir í
viðkomandi ríki og hafi það áfram og
að viðkomandi svið læknisfræðinnar sé viður-
kennt sem sérgrein samkvæmt þeim ákvæð-
um, sem hafa að geyma reglur um rétt lækna í
því ríki til þess að kalla sig sérfræðinga.
Áhríf samkomulagsins hérlendis
Ekki þarf að fjölyrða um það, hverja þýðingu
það hefir, að ísland gerðist aðili að hinum nýja
samningi að því er varðar lækna né heldur
það, að læknar geta lokið kandidatsárinu hér
heima og fengið tímann viðurkenndan við
umsókn um lækningaleyfi á hinum Norð-
urlöndunum. Hins vegar er ástæða til þess,
að vekja athygli á því, að þörf er að taka til
endurskoðunar gildandi reglugerð nr. 39/1970
ásamt breytingu nr. 249/1976 um veitingu
lækningaleyfis og sérfræðileyfa, að því er
varðar atriði er kunna að brjóta í bága við
samkomulagið.
í 3. gr. reglugerðarinnar er svo kveðið á, að
veita megi læknum.sem sérfræðiviðurkenningu
hafa hlotið á Norðurlöndum sérfræðileyfi
hér á landi. Í niðurlagsákvæði 3. gr. er fram
tekið, að læknar, sem hljóta sérfræðileyfi
samkvæmt framansögðu, séu ekki undan
þegnir þeirri skyldu að semja ritgerð, en í
2-lið 2. gr. segir, að umsækjandi skuli hafa
... »samið ritgerð um læknisfræðilegt efni, er
að verulegu sé reist á eigin athugun og
rannsókn og fengið hana birta eða samþykkta
til birtingar í læknatímariti, og skal greinin
jafnframt hafa verið talin fullnægjandi að
dómi læknadeildar« ...