Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 32
208 LÆKNABLAÐID Ásmundur Brekkan RÖNTGENRANNSÓKNIR Á ÍSLANDI Á ÁTTUNDA ÁRATUGNUM 1. INNGANGUR í Læknablaðinu 1972 birtist yfirlit um þróun röntgengreiningarstarfsemi á íslandi á sjö- unda áratugnum (1). Petta er framhald þeirrar rannsóknar og er gerð grein fyrir þróun á þessu sviði á áttunda áratugnum. Mannafla-, tækja- og viðhaldskostnaður rannsóknadeilda er áberandi kostnaðarliður í heilbrigðisþjónustunni. Má nefna, að kostnað- ur við Röntgendeild Borgarsþítalans 1979 var 8.5 % af heildarrekstrarkostnaði stofnunar- innar. Er þetta sambærilegt við bæði innlenda og erlenda reynslu (8, 15). Röntgenrannsóknir geta verið skaðlegar sjúklingi og starfsliði vegna geislunar og hefur öll þróun og viðleitni beinzt að því áratugum saman að takmarka þessa geislun, en með misjöfnum árangri. í allri umfjöllun þessara mála, hvort heldur litið er til kostnaðar, hagnýtis eða geislunarbyrði, er nauðsynlegt að uþþlýsingar af því tagi, sem hér er fjallað um, liggi jafnan fyrir (4, 5, 7, 9). 2. EFNISSÖFNUN Skiþuleg skráning röntgenrannsókna hefur farið fram á öllum sérdeildum hérlendis frá stofnun þeirra, og frá 1976 hafa allar skráning- ar á Röntgendeildum Landsþítala, Borgarsþít- ala, Landakotssþítala og Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri verið samræmdar i skráning- arkerfi, sem notað er um öll Norðurlönd (13). Samskonar skráning er notuð á nokkrum stöðum öðrum, en sums staðar hefur skrán- ingu verið nokkuð ábótavant. Höfundi hefur þó tekizt að afla gagna frá langflestum aðilum, sem vitað er um að hafi röntgentæki til lækningarannsókna og hefur m.a. stuðzt við skrásetningu Geislavarna ríkisins. Árið 1976 voru sendar út fyrirspurnir til aðila um rannsóknir, og lágu því fyrir upp- lýsingar frá allmörgum stöðum um árin 1972- Greinin barst ritstjórn 12/07/1981. Sampykkt og send í prentsmiðju 20/07/1981. 1976 og í marz 1981 var aftur sent út fyrirspurnarbréf. Haft var samband við öll sjúkrahús og allar heilsugæzlustöðvar, þar sem vitað var um röntgentæki, samtals 47 aðila. Enda þótt svör hafi ekki borizt frá nokkrum litlum heilsugæzlustöðvum hefur tek- izt að ná saman upplýsingum, sem teljast verða tæmandi. í úrvinnslu upplýsinganna var leitazt við að greina sundur: a) rannsóknir á sérdeildum Reykjavíkursvæð- isins og Akureyrar; b) rannsóknir á öðrum sjúkrahúsum; c) rannsóknir á heilsugæzlustöðvum utan sjúkrahúsa; d) beint/óbeint eftirlit sérfróðra lækna með rannsóknum. Þá var einnig reynt að afla sem gleggstra upplýsinga um tegundir rannsókna, en þær skipta öllu máli er áætla skal geislunarmagn og áhrif. í samræmi við fyrri rannsókn, svo og alþjóðlega skýrslugerð, eru ekki teknar með í þessa talningu svonefndar berklaskoðanir með smámyndum (4). Ekki tókst að fá í þessa talningu röntgenmyndun tannlækna, en von- andi verður hægt að gera þeim skil sérstak- lega. Pað kom í ljós, að hlutfallsleg skipting rannsókna/staða/tegunda var mjög lík milli ára, og eru því í þessu yfirliti árin 1977-1979 tekin til sundurliðunar, auk heildaryfirlits fyrir allan áratuginn. 3. NIÐURSTÖÐUR Niðurstöðum verður bezt lýst í töflum, en í næsta kafla mun drepið á nokkur atriði sérstaklega. Línuritið á 1. mynd sýnir fjölda röntgen- rannsókna á íslandi á tímabilinu 1970-1979, og er í raun framhald af samskonar mynd í áður tilvitnaðri grein (1). Ritið sýnir heildarfjölda,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.