Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1981, Side 18

Læknablaðið - 15.10.1981, Side 18
198 LÆKN ABLADID Niðurstöðurnar benda til þess að blóð- þrýstingsmeðferð, hér á landi í dag, sé á réttri leið. Jafnframt vaknar sú spurning hvort ekki purfi markvissari vinnubrögð og samræmdari par sem tekist verður á við háþrýstingsvanda- málið með landið allt í huga. Gunnar Sigurðsson, Porsteinn Þorsteinsson, Davið Davíðsson og Nikulás Sigfússon Hvert er gildi jákvæðrar ættarsögu um kransæðasjúk- dóm, háþrýsting eða sykursýki? í hóprannsókn Hjartaverndar 1971 — 1974 svöruðu pátttakendur (2729 karlar og 2922 konur á aldrinum 20—64 ára) spurningunni hvort peir vissu um kransæðasjúkdóm, háprýs- ting eða sykursýki meðal náinna ættingja (kynforeldrar og alsystkini). Hópurinn með jákvæða ættarsögu um kransæðasjúkdóm (15—17 %) hafði marktækt hærra meðalgildi kólesteróls í blóði en hópurinn með neikvæða ættarsögu (karlar 11.6 mg./dl., konur 7.3 mg./dl.) og einnig marktækt hærra meðalgildi príglyseríða (karlar 10.4 mg./dl., konur 4.8 mg./dl.). Hins vegar var ekki munur á meðal- gildi blóðprýstings og blóðsykurs á sykurpols- prófi milli hópanna. Hópurinn með jákvæða ættarsögu um háþrýsting (18.9 % karla og 24.9 % kvenna) hafði marktækt hærra meðalgildi systolisks blóðþrýstings (konur 9.9 mmHg, karlar 5.6 mmHg). Munurinn varð greinilegri eftir 40 ára aldur. Um það bil fjórðungur af aldursbundinni blóðþrýstingshækkun í þessum hópi virðist fjölskyldubundinn (bundinn erfðum eða um- hverfi). Tvöfalt fleiri í þessum hópi höfðu diastoliskan blóðþrýsting 105 mmHg en í hópnum með neikvæða ættarsögu. 6.5 —7.5% af öllum hópnum gáfu jákvæða ættarsögu um sykursýki. Meðalblóðsykurgildi þessa hóps í 1 'h klst. á 50 g. sykurþolsprófi var marktækt hærra í aldurshópi 37 — 64 ára en í samsvarandi aldurshópi með neikvæða ættar- sögu. Skert sykurþol var einnig nokkru algen- gara í jákvæða ættarhópnum, einkum meðal karlanna. Niðurstöður rannsóknarinnar benda því til þess, að jákvæð ættarsaga um þessa sjúkdóma gefi frekari ástæðu til að mæla áðurnefnda þætti en ella, einkanlega eftir að 40 ára aldri er náð. Einar Baldvinsson, Guömundur Oddsson, Þórður Harðarson, Lyfjadeild Borgarspítala Afdrif 49 endurlífgaðra sjúk- linga, sem útskrifast af Borgar- spítalanum árin 1970—1979 Á árunum 1970—1979 útskrifuðust 49 sjúkling- ar, 32 karlar og 17 konur, sem tekist hafði að endurlífga á Borgarspítalanum. Yngsti sjúkling- ur reyndist sjö ára, en sá elsti 86 ára. Meðalal- dur var 59 ár. Fjörutíu og fjórir sjúklingar voru með bráða kransæðastíflu, tveir sjúklin- gar reyndust hafa cardiomyopathiu og þrír sjúklingar fengu óskýrða fibrillatio ventriculo- rum. Létust tveir af þeim síðastnefndu síðar og fannst ekkert athugavert við krufningu. Fjöldi tilfella fór vaxandi með ári hverju. Að undan- skildum einum sjúklingi, búsettum úti á landi, voru allir sem á lífi voru árið 1980 skoðaðir og áreynsluþol og vinnugeta metin. Árið 1980 höfðu 23 sjúklingar látist eða 47 % og létust 70 % innan tveggja ára. Sjúklingar með hjartastækkun á röntgen- mynd við útskrift höfðu mun verri horfur en þeir sem mældust með eðlilega stórt hjarta. Staðsetning hjartadreps á hjartariti hafði eng- in áhrif á lífslíkur. Hvar sjúklingur var staddur er hann varð fyrir áfallinu virtist ekki hafa áhrif á lífslíkur, en fimm sjúklingar, sem hlutu alvarlegan og varanlegan heilaskaða fengu áfallið utan Borgarspítalans. Fibrillatio ventriculorum greindist hjá 41 sjúkling, asystola hjá fimm sjúklingum, en þrír sjúklingar fengu raflost áður en tími vannst til að taka hjartarit. Af 29 endurlífgunum sem eiga sér stað eftir komu á spítalann eiga 14 sér stað innan sólarhrings. Við skoðun árið 1980 reyndust 10 sjúklingar einkennalausir frá hjarta, en 14 sjúklingar höfðu væg áreynslubundin einkenni. Einn sjúk- lingur hafði talsverð einkenni við minni háttar áreynslu, en einn sjúklingur var að meira eða minna Ieyti rúmfastur vegna hjartabilunar. Fjórtán sjúklingar urðu vinnufærir að nýju og unnu tíu jafn langan vinnudag og áður.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.