Læknablaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 40
Ennþá standa vísíndamenn
ráðalausir gagnvart
mörgum sjúkdómum.
í rannsóknastofum Roche hefur í áratugi verið unnið við að þróa lyf,
t.d. gegn smitsjúkdómum, hjartasjúkdómum og krabbameini.
Aðeins hluti þessara rannsókna beinist milliliðalaust og markvisst að
þróun ákveðinna lyfja. Verulegur hluti þeirra eru hreinar grundvallarrannsóknir.
Rannsóknir kosta fé. A hverjum degi lætur Roche af hendi meira en
tvær milljónir svissneskra franka til þessa. Sunnudagar, helgidagar og hlaupársdagar
eru hér meðtaldir. Ressa fjár verður að afla á einn eða annan hátt. Roche aflar
þeirra með lyfjum þeim, sem þegar eru á markaði, þ.e. þeim lyfjum, sem urðu til
vegna árangurs rannsókna.
Ógerlegt er að vita fyrirfram hvort tilteknar rannsóknir muni bera
árangur, vísindalega eða fjárhagslega. Einkum varðandi grundvallarrannsóknir er erfitt
að sýna fram á óyggjandi tölfræðilega fylgni milli útgjalda og tekna.
Vissulega hafa vísindamenn Roche náð umtalsverðum árangri á síðari
áratugum. En enginn talar um þær hundruðir þúsunda tilrauna, sem báru ekki árangur.
Við nefnum þetta aðeins vegna þess að svo margir undrast hvers
vegna lyf séu svo miklu dýrari en beinn framleiðslukostnaður gefur til kynna: Að
meðaltali þarf að prófa u.þ.b. 10.000 efni til að aðeins eitt finnist, sem hægt er
að nýta í lyf. Vegna lækningarannsókna og allra annarra rannsókna líða venjulega
10 ár þar til nýtt lyf kemst á markaðinn. Jafnvel þá er alls ekki tryggt að þetta nýja
lyf festist í sessi.
Heimurinn bíður eftir afgerandi nýjum lyfjum við hjartadrepi og
krabbameini. Hvort vísindamönnum hjá Roche - eða öðrum lyfjaverksmiðjum -
tekst þetta einhvern tíma er enn alls óvíst. En takist það verður það vegna
sleitulausra rannsókna. Ressar rannsóknir útheimta einmitt sífellt meira vinnu-
framlag - og fjármuni.
Vegna samstarfsmanna sinna og þess árangurs, sem náðst hefur
fram að þessu getur Roche til allrar hamingju ennþá lagt fram mikinn skerf til rann-
sókna.
Ennþá.
<S> Rannsóknir fyrir framtíðina