Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 30
206 LÆK.NABLADIÐ Viö skoðun reyndist 101 sjúklingur hafa meira en einn virkan sjúkdóm og meðaltala lyfja per sjúkling reyndist breytileg eftir sjúkrahúsum frá 3,2-8,4 lyf (meðaltal 5,3). Getu til sjálfshjálpar var skipt í sex flokka frá fullu sjálfstæði (8 sjúklingar) til algjörlega ósjálfbjarga (42 sjúklingar). 65 sjúklingar höfðu ekki vald á þvaglátum og 21 notuðu pvaglegg. 31 sjúklingur hafði enga stjórn á hægðum og hægðamissir kom stöku sinnum fyrir hjá 7 sjúklingum til viðbótar. Einkenni þunglyndis komu fram hjá 46 sjúklingum og 43 voru haldnir kvíða. í ljós kom að 47 sjúklingar höfðu heilabilun á háu stigi (Dementia) en ekki tókst að meta heilabilun hjá 17 sjúklingum til viðbótar vegna talörðugleika eða þunglyndis. Ef skipulagðar öldrunarlækningar og öldrun- argeðlækningar væru til staðar mætti gera ráð fyrir að 23 sjúklingar (21 %) væru útskrift- arhæfir innan mánaðar og 44 til viðbótar hefðu nokkurn möguleika á að geta útskrifast. Aðrir sjúklingar þurfa á langtímavistun á sjúkrahúsi að halda. Hallgrímur Guðjónsson, Ásbjörn Sigfússon, Steinn Jónsson, Haukur Kristjánsson, Þórður Harðarson, lyfjadeild og slysadeild Borgarspítalans Árangur endurlífgana við skyndidauða utan spítala í Reykjavík og nágrenni, árin 1976-1979 Árin 1976-1979 var reynt að endurlífga 222 sjúklinga á Borgarspítalanum, sem fluttir voru þangað í skyndi úr Reykjavík og næsta ná- grenni. Endurlífgun tókst í uþphafi í 68 (31 %) tilfella, en 47 sjúklingar dóu síðan á spítalan- um. Tuttugu og einn (9 %) sjúklingur útskrif- aðist heim, þar af 17 án teljandi bæklunar. Meðalaldur allra sjúklinga var 62.8 ár. Meðal- aldur þeirra, sem tókst að endurlífga var 64.8 ár og meðalaldur þeirra, sem útskrifuðust 64.4 ár. Meðalheildarflutningstími allra sjúkling- anna var 12.1 mínútur og meðalviðbragðstími sjúkraflutningsmanna 7.3 mínútur. Hjartalínu- rit við komu á spítala spáir miklu um horfur. Níutíu sjúklingar voru í fibrillatio ventriculo- rum við komu og af þeim tókst að endurlífga 42 (47 %) og 18 (20%) útskrifuðust síðan lifandi. í 114 tilfellum sýndi hjartalínurit við komu asystolu, endurlífgun tókst í 23 (20 %) tilfella og aðeins 2 (2 %) sjúklinga útskrifuð- ust. Árangur endurlífgana í Reykjavík er sambærilegur ef ekki betri en árangur í nágrannalöndum, þar sem skipulag skyndi- hjálpar og sjúkraflutninga er svipað og hér. Árangur hér er aftur lakari en þar sem best gerist á stöðum, þar sem þjálfaðar hafa verið sérstakar endurlífgunarsveitir til starfa utan spítala. Árangur endurlífgana vegna skyndi- dauða utan spítala fer batnandi með árunum hér í Reykjavík. A. B. Hreiðarsson, 2nd University Clinic of Internal Medicine, Kommunehospitalet, 8000 Aarhus C, Denmark Reversible autonomic nervous system abnormalities in juvenile insulin-dependent diabetes, a Pupillographic Study This study is a part of a larger investigation on changes in the autonomic nervous system in diabetes. Autonomous nervous function was studied by infrared TV-pupillography in nine insulin- dependent diabetic subjects, aged 20 to 36 years, with 0 to 3 years duration of diabetes, during poor (mean blood glucose 358 ±53 mg/100 ml (SD)) and good (mean blood glucose 143±39 mg/100 ml) metabolic con- trol. During poor control there was no change in the latency time, the maximal contraction velocity or the amplitude of the light response, whereas the redilatation time was prolonged by 28%, from 2.26 ±0.27 to 2.90 ±0.58 s (mean±SD) (p = 0.012). The pupil size after adaptation to darkness was unchanged, but the light induced pupillary unrest was reduced by 35% from 1.68±0.62 to 1.10±0.36 mm2 (p = 0.0037), and the degree of miosis in continuous illumination was reduced by 47 % from 0.32 ±0.13 to 0.17 ±0.08 (p = 0.0011), du- ring metabolic derangement. It is suggested that the pupillary abnormalities during poor metabolic control are the result of changes within the central autonomic nervous system. The study has thus, for the first time, demon- strated reversible changes in autonomic ner- vous function, which are related to the diabe-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.