Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 48
218 LÆKNABLADIÐ Mynd 3 sýnir hvernig fólkið skiptist í flokka samkvæmt kerfi Ryan’s og félaga (11). Fjórtán (64 %) sjúklingar með CH eru í 3. flokk og ofar, par af voru þrír (14 %) með sleglaflökt, sem stóð skemur en 3 sek. (9 slög) í öll skiptin (mynd 4). Sex (27 %) eru í 1. fiokki og aðeins tveir (9 %) höfðu engin aukaslög frá sleglum. í viðmiðunarhópnum var einn í 3. flokki og einn í 4a, en 16 (40 %) í flokki 1 og 22 (55 %) án aukaslaga. Enginn í ættingjahópnum var í 3. flokki eða ofar, en tveir (7 %) voru í 2. flokki, 10 (35 %) í 1. flokki og 17 (59 %) án aukaslaga. Mynd 5 sýnir samband Ryan’s flokkunarhóp- anna priggja og heildarfjölda aukaslaga frá sleglum á sólarhring. Tólf (55%) sjúklinga höfðu fleiri en 10 aukaslög frá sleglum á sólarhring, en aðeins fjórir (10%) í viðmiðunarhópnum og tveir (7 %) í ættingjahópnum. Fjöldi aukaslaga frá sleglum hafði tilhneigingu til að minnka í svefni og allar alvarlegustu hjartsláttartrufla- nirnar áttu sér stað í vöku. Meðan á Holter- skráningu stóð, kvörtuðu fjórir sjúklingar um svima, óreglulegan eða pungan hjartslátt, en tímasetning einkenna kom ekki heim við tímasetningu alvarlegra hjartsláttartruflana. UMRÆÐA Rannsókn okkar hefur leitt í Ijós óvenjulega miklar hjartsláttartruflanir hjá einkennalitlum eða einkennalausum sjúklingum með CH bor- ið saman við ættingja þeirra og heilbrigðan viðmiðunarhóp. í öllum tilvikum var hjartslátt- artruflunin óvænt og einkennalaus, jafnvel hjá þremur sjúklingum með sleglaflökt. Hin mikla tíðni hjartsláttartruflana meðal þeirra, sem hafa þykknaða sleglaskipt, styður þá skoðun okkar, að þeir hafi flestir eða allir sjúkdóm í hjartavöðva (5). í töflu 3 má bera niðurstöður okkar saman við niðurstöður annarra. Sjúklingar eru valdir á ólíkan hátt. McKenna og félagar (12) rannsökuðu 30 sjúklinga, eða alla þá, sem voru sjúkdómsgreindir á deild þeirra á gefnu tíma- bili. Canedo og félagar (13), rannsökuðu 33 sjúklinga, sem allir höfðu veruleg sjúkdóms- einkenni. Savage og félagar (14) völdu sjúkl- inga til rannsóknar, þannig að 2/3 höfðu ein- kenni og þriðjungur var án einkenna. Þeir fundu lítinn mun á tíðni hjartsláttartruflana hjá þeim, sem voru með og án einkenna. Við samanburð á þessum rannsóknum kemur fram óverulegur munur á tíðni aukaslaga og alvar- legra hjartsláttartruflana. Niðurstöður okkar Supraventricular premature beats/24 hours Septum> 1,3 cm *: One patient with atrial fibrillation excluded. *) Second degree relatives of patients who died with HC and came to autopsy, otherwise lste degree relatives. Fig. 1. Number of supraventricular premature beats during 24 hour ambulatory electrocardiographic monitoring in an apparantly healthy control group, relatives without HCand 21 patients with HC. Table II. The grading system of ventricular prema- ture bcats (VPD) of Ryan et al (11). Class Character of ventricular arrhythmia 0 .... No VPB/24 hours 1 .... Occasional <30/hour 2 .... Frequent >30/hour 3 .... Multiform 4A ... Couplets (2 consecutive VPB) 4B ... Ventricular tachycardia (3 or more consecutive VPB) Table III. Previous 24-48 hour ambulatory electro- cardiographis studies on patients with hypertrophic cardiomyopathy. Our results by comparison. Supra- ventri- cular arryth- Ryan First author N APB mia* VPB >111 VT McKenna (12) 30 84% 41% 90% 50% 17% Canedo (13) 33 70% 33% 82% 47% 15% Savage (14) 100 54 % 15 % 83 % 65 % 19 % Present series 22 68 % 32 % 91 % 64 % 14 % *: Patients with estabiished atrial fibriilation excluded. APB — atrial premature beats. VPB —ventricular premature beats. VT — tachycardia.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.