Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 16
196 LÆKNABLADID Holter skráning var gerð hjá öllum og peim ráðlagt að breyta ekki út frá daglegum venj- um. Helstu niðurstöður eru f>ær að sjö (33 %) sjúklinga með CH höfðu meira en 50 atrial aukaslög á sólarhring, en einn í ættingjahópn- um og einn í viðmiðunarhópnum. Ventriculer aukaslög voru metin eftir kerfi Lown’s et al. og samkvæmt pví eru 13 (59%) sjúklingar með CH í priðja flokk og ofar, en prír peirra (18 %) höfðu ventriculer tachycardiu. Aðeins einn einstaklingur í viðmiðunarhópnum greindist í svo háum flokk, en enginn í ættingjahópnum. í engu tilfella hafði viðkomandi einkenni frá hjartsláttartrufluninni. Niðurstöður okkar sýna að Holter skráning hjá sjúklingum með CH leiðir oft í ljós óvæntar og alvarlegar hjartsláttartruflanir og er pví full ástæða til að leita að sjúkdómmum meðal ættingja peirra sem hafa sjúkdóminn og gera Holter skráningu hjá peim sem hafa pykknað sleglaskipt (>1.3 cm). Alfreð Árnason1), Ingvar Bjarnason2), Árni Kristinsson3), Ólafur Jensson1), Inga Skaftadóttir1) og Birgitta Birgisdóttir') Rannsóknir á nokkrum erfðamörkum í fjölskyldum með árfgengan ofvöxt á hjartavöðva (Hypertrophic cardiomyopathy, HCM) Milli 80 og 90 einstaklingar úr 11 fjölskyldum voru athugaðir og reyndust 36 hafa HCM pegar bergmálstækni (echocardiography) eða hjartapræðingu var beitt við greiningu. í 9 pessara fjölskyldna var um fleiri en eitt tilfelli af HCM að ræða. Hér verður fjallað um pessi erfðamörk: Vefjaflokka (HLA), properdin B (Bf), kom- plement 3 (C3), group specific component (Gc), haptoglobin (Hp), súra fosfatasa (Ac P|), glutamat-pyruvat-transaminasa (GPT), glyo- xalasa-1 (GLO-1) og esterasa-D (Es-D). Því hefur verið haldið fram, að HCM væri tengt HLA-kerfinu á litningi nr. 6. Átta af fjölskyldum peim, sem við rannsökuðum, höfðu upplýsingagildi fyrir tengsl (linkage) ') Blóðbankinn. Reykjavík, 2) Lyflækningadeild. Borgar- spitalinn, Reykjavlk, 3) Lyflækningadeild, Landspítalinn, Reykjavík HCM-HLA-Bf: Hvergi var um tengsl ad ræða. Hinsvegar benda HLA-Bf setraðirnar (haplo- types) til pess að skyldleiki sé milli fjölskyldna. Tíðni á EsD2 bendir og í sömu átt. Við samanburð einstaklinga með HCM og ætt- ingja, sem ekki höfðu HCM, pá virðist jákvæð fylgni milli HCM og Gc2 (RR 2.85) en neikvæð fylgni við Ac PtA (Töflur 1 og 2). Önnur erfðamarkakerfi, sem hér eru nefnd, sýndu ekki frávik milli sjúkra og heilbrigðra. Bjarni Þjóðleifsson, Lyfjadeild Landspítalans Dánartíðni af völdum sjúkdóma í kransæðum og heilaæðum á íslandi 1951-79 INNGANGUR Undanfarna 3 áratugi hafa dauðsföll af völdum sjúkdóma í kransæðum og heilaæðum verið á bilinu 27—47 % af heildardánartíðni hjá körl- um en á bilinu 33 — 35 % hjá konum. Mörg pessara dauðsfalla koma hjá fólki á miðjum aldri. Hér er pví um að ræða eitt helsta heilbrigðisvandamál íslendinga í dag. Dánar- tíðni gefur mikilvægar upplýsingar um gang pessara sjúkdóma, en pó ber að hafa í huga að dánartíðni og klinisk tíðni parf ekki að fara saman, par sem pessir sjúkdómar valda ekki alltaf dauða. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin er byggð á óútgefnum dánarmein- askýrslum frá Guðna Baldurssyni Hagstofu íslands. Reiknuð er út aldursbundin eða heild- ardánartíðni per 100.000 íbúa. Breytingar eru reiknaðar í % og miðað við tímabilið 1951 — 55. NIÐURSTÖÐUR Kransædasjúkdómar (ICD 1955,420 + 422 og ICD 1965 410-414 + 428) Hjá körlum hefur orðið aukning í öllum aldursflokkum mest hjá 40—70 ára um 130 % á tímabilinu 1970 — 75. Síðan hefur orðið lækkun ca 20%. Hjá 70—79 ára hefur orðið um 50 % hækkun en um 10 % hjá eldri en 80 ára. Hjá konum hefur orðið 20—30 % hækkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.