Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 10
192 LÆK.NABLAÐID V. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Húsavík 22.-24. maí 1981 — Útdráttur úr erindum Sigurður Björnsson, Þórarinn Guðnason, Þorgeir Þorgeirsson Borgarspítala og Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg Morbus Crohn á íslandi 1950—1979. Faraldsfræðileg athugun á 30 ára tímabili Lýst er könnun á nýgengi og algengi Crohns- sjúkdóms á íslandi á 30 ára tímabili, 1950— 1979. Alls fundust 33 tilfelli, 22 karlar og 11 konur. Bólgur í mjógirni voru algengastar (42.5 %) og allmiklu tíðari hjá körlum en honum. Bólgur í ristli eingöngu voru næstal- gengastar (39.5 %) og var lítill munur milli kynja þar. Sjúkdómurinn dreifðist á alla ald- urshópa, en fannst oftast á aldrinum 20—30 ára og 50-60 ára. Meðal-árlegt nýgengi hélst stöðugt fyrstu tvo áratugina, eða tæplega 0.5 á hundrað þúsund íbúa, en tvöfaldaðist seinasta áratuginn, 1970-1979, nálgaðist þá einn á hundrað þúsund. Meðal-algengi var þrír á hundrað þúsund árið 1959 og hækkaði upp í rúmlega 10 í lok árs 1979. Samkvæmt þessu er Crohns-sjúkdómur sjaldgæfari hér á landi en í nágrannalöndum okkar, Skandinavíu, Eng- landi og Bandaríkjunum, en fer greinilega vaxandi síðasta áratug. Bjarni Þjóðleifsson, Lyflæknisdeild Landspítalans Magnús Jóhannsson, Rannsóknastofu í lyfjafræði Sigurður B. Þorsteinsson, Lyflæknisdeild Landspítalans A Ahrif tref jaefna á frásog digoxins INNGANGUR Trefjaefni eru þekkt að því að minnka frásog á ýmsum snefilefnum, t.d. calcium og á gallsýr- um. Lítið hefur verið athugað með áhrif trefjaefna á frásog lyfja, en vel er þekkt, að sýrubindandi lyf trufla frásog margra annarra lyfja (1). Vegna almennrar notkunar trefjaefna við hægðatregðu þótti ástæða til að athuga áhrif þeirra á frásog og var digoxin valið sem tilraunalyf. AÐFERÐIR Tilraun A: Átta heilbrigðir einstaklingar tóku 0,75 mg digoxin á fastandi maga með 100 ml af vatni. Blóðsýni voru tekin 0—10—20—30 og 45 mín. og 1 — 1 'h — 2 — 3 — 4 — 8 og 24 klst. eftir lyfjatöku. Þvagi var síðan safnað í 24 klst. Tilraun B: Tilraunin var síðan endurtekin á nákvæmlega sama hátt nema 6 fiblet töflur voru teknar samtímis lyfjum. Auk þess voru 2 töflur x 3 á dag fiblet teknar daginn áður. Digoxin var mælt með radioimmunoassay. Mismunur á meðalgildum var prófaður með pöruðu t prófi. NIÐURSTÖÐUR Meðalblóðgildi í tilraun A (án fiblets) voru 0,39 — 1,66 — 2,77 — 3,63 — 3,67 — 2,74 — 1,88 — 1,- 27 — 0,88 — 0,52 og 0,28 pgr/ml. Meðalblóðgildi úr tilraun B voru 0,51 — 1,66 — 3,50 — 3,79 — 3,66 — 2,72 — 1,96 — 1,40 — 0,- 92—0,47—0,2 p.gr./ml. Ekki var marktækur munur á neinum þessara gilda. Hæsta t gildið var við 30 mín. (t = 0.90 P > 0,4). Einnig var borið saman útreiknað flatarmál undir blóðþéttniferli að 4 klst. Meðalflatarmál í tilraun A var 9,69 pgr. klst/ml (±3,5) en úr tilraun B 9,96 pgr./klst/ml (±3,4) (t = 0,15 P> 0,4), ekki marktækur munur. Tími að fyrsta frásogstoppi var í tilraun A 43,8 min. (±15,1) en í tilraun B 45,0 min. (± 13,1). (t = 0,17 P>0,4), ekki marktækur munur. Þvagútskilnaður í tilraun A var að meðaltali 150,9 ngr (±24), en 156,4 ngr. (±42 ) úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.