Læknablaðið - 15.10.1981, Síða 10
192
LÆK.NABLAÐID
V. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA
Húsavík 22.-24. maí 1981 — Útdráttur úr erindum
Sigurður Björnsson, Þórarinn Guðnason, Þorgeir
Þorgeirsson Borgarspítala og Rannsóknastofu
Háskólans við Barónsstíg
Morbus Crohn á íslandi
1950—1979. Faraldsfræðileg
athugun á 30 ára tímabili
Lýst er könnun á nýgengi og algengi Crohns-
sjúkdóms á íslandi á 30 ára tímabili, 1950—
1979. Alls fundust 33 tilfelli, 22 karlar og 11
konur. Bólgur í mjógirni voru algengastar
(42.5 %) og allmiklu tíðari hjá körlum en
honum. Bólgur í ristli eingöngu voru næstal-
gengastar (39.5 %) og var lítill munur milli
kynja þar. Sjúkdómurinn dreifðist á alla ald-
urshópa, en fannst oftast á aldrinum 20—30
ára og 50-60 ára. Meðal-árlegt nýgengi hélst
stöðugt fyrstu tvo áratugina, eða tæplega 0.5 á
hundrað þúsund íbúa, en tvöfaldaðist seinasta
áratuginn, 1970-1979, nálgaðist þá einn á
hundrað þúsund. Meðal-algengi var þrír á
hundrað þúsund árið 1959 og hækkaði upp í
rúmlega 10 í lok árs 1979. Samkvæmt þessu er
Crohns-sjúkdómur sjaldgæfari hér á landi en í
nágrannalöndum okkar, Skandinavíu, Eng-
landi og Bandaríkjunum, en fer greinilega
vaxandi síðasta áratug.
Bjarni Þjóðleifsson, Lyflæknisdeild Landspítalans
Magnús Jóhannsson, Rannsóknastofu í lyfjafræði
Sigurður B. Þorsteinsson, Lyflæknisdeild
Landspítalans
A
Ahrif tref jaefna á frásog
digoxins
INNGANGUR
Trefjaefni eru þekkt að því að minnka frásog á
ýmsum snefilefnum, t.d. calcium og á gallsýr-
um. Lítið hefur verið athugað með áhrif
trefjaefna á frásog lyfja, en vel er þekkt, að
sýrubindandi lyf trufla frásog margra annarra
lyfja (1). Vegna almennrar notkunar trefjaefna
við hægðatregðu þótti ástæða til að athuga
áhrif þeirra á frásog og var digoxin valið sem
tilraunalyf.
AÐFERÐIR
Tilraun A: Átta heilbrigðir einstaklingar tóku
0,75 mg digoxin á fastandi maga með 100 ml af
vatni. Blóðsýni voru tekin 0—10—20—30 og
45 mín. og 1 — 1 'h — 2 — 3 — 4 — 8 og 24 klst.
eftir lyfjatöku. Þvagi var síðan safnað í 24 klst.
Tilraun B: Tilraunin var síðan endurtekin á
nákvæmlega sama hátt nema 6 fiblet töflur
voru teknar samtímis lyfjum. Auk þess voru 2
töflur x 3 á dag fiblet teknar daginn áður.
Digoxin var mælt með radioimmunoassay.
Mismunur á meðalgildum var prófaður með
pöruðu t prófi.
NIÐURSTÖÐUR
Meðalblóðgildi í tilraun A (án fiblets) voru
0,39 — 1,66 — 2,77 — 3,63 — 3,67 — 2,74 — 1,88 — 1,-
27 — 0,88 — 0,52 og 0,28 pgr/ml.
Meðalblóðgildi úr tilraun B voru 0,51 —
1,66 — 3,50 — 3,79 — 3,66 — 2,72 — 1,96 — 1,40 — 0,-
92—0,47—0,2 p.gr./ml. Ekki var marktækur
munur á neinum þessara gilda. Hæsta t gildið
var við 30 mín. (t = 0.90 P > 0,4).
Einnig var borið saman útreiknað flatarmál
undir blóðþéttniferli að 4 klst. Meðalflatarmál
í tilraun A var 9,69 pgr. klst/ml (±3,5) en úr
tilraun B 9,96 pgr./klst/ml (±3,4) (t = 0,15 P>
0,4), ekki marktækur munur.
Tími að fyrsta frásogstoppi var í tilraun A
43,8 min. (±15,1) en í tilraun B 45,0 min. (±
13,1). (t = 0,17 P>0,4), ekki marktækur munur.
Þvagútskilnaður í tilraun A var að meðaltali
150,9 ngr (±24), en 156,4 ngr. (±42 ) úr