Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 44
216 LÆK.NABLAÐID Ingvar Bjarnason, Pórður Harðarson, Stefán Jónsson HJARTSLÁTTARTRUFLANIR HJÁ SJÚKLINGUM MEÐ CARDIOM Y OPATHIA HYPERTROPHICA INNGANGUR Sjúklingar með cardiomyopathia hypertrophi- ca (CH) deyja oft skyndilega og óvænt (1, 2, 3). Líklegt er, að skyndidauði stafi af hjartsláttar- truflun, eins og hjá sjúklingum með kransæða- sjúkdóm. Vitað er, að ýmsar takttruflanir geta verið forboði skyndidauða hjá fólki með hjartasjúkdóma og pví mikilsvert að greina pær snemma, svo að unnt sé að beita viðeig- andi meðferð (4). Nýlega hefur verið greint frá erfðafræði- legri könnun á CH, par sem sjúkdómsgreining var byggð á þykknaðri sleglaskipt af óþekkt- um uppruna (5). Sjúklingarnir voru óvenjulegir að því leyti, að þeir voru oft einkennalitlir eða einkennalausir, sjúkdómsgreining hefði verið erfið eða útilokuð án sérstakra rannsókna; hljóðbylgjurannsókna eða hjartaþræðingar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga tíðni hjartsláttartruflana meðal þessara sjúklinga og ættingja þeirra með Holterskrán- ingu. EFNI OG AÐFERÐIR Fyrrnefnd rannsókn tók til 59 náinna ættingja 8 einstaklinga af 11, sem komu til krufningar með CH á árunum 1966-1977 (5), en 25 þeirra reyndust hafa CH samkvæmt skilgreiningu og komu 22 til þessarar rannsóknar. Petta voru 16 karlar (tólf I°- og fjórir II°-ættingjar sjúklinga, sem höfðu látist), meðalaldur 47 ár (18-83 ára) og 6 konur (fimm 1° og einn 11°), meðalaldur 59 ár (47-67 ára). Tafla I sýnir kyn, aldur, niðurstöður hjartarits og niðurstöður hljóð- bylgjurannsóknar hjá þessum sjúklingum. Sjúklingarnir voru oftast einkennalausir 19 (86 %) voru í New York Heart Association flokki I (6), tveir í flokki III og einn í flokki IV. Annar sjúklingurinn í III. flokki var karlmaður. Hann kvartaði um mæði og svima við minnstu Frá lyflækningadeild og rannsóknardeild Borgarspítalans. Barst ritstjórn 18/08/1981. Sampykkt til birtingar og sent í prentsmiðju 29/08/1981. áreynslu, en sjúkdómurinn var óviss fyrir hljóðbylgjurannsókn (5). Hinn sjúklingurinn var kona, sem var talin hafa kransæðasjúkdóm vegna mæði og hjarta- öngvar, en við hljóðbylgjurannsókn kom í ljós framhreyfing á mitralblöðku í sleglasamdrætti, sem er dæmigert um CH. Kona í flokki IV hafði langa veikindasögu, slappleika, svima, hjartaöng um margra ára skeið og hjartabilunareinkenni af og til. Hún var því talin hafa kransæðasjúkdóm, en hjarta- þræðing árið 1980 leiddi í ljós eðlilegar kransæðar. Við nánari skoðun höfðu 7 sjúkling- ar auka- eða óhljóð (5). Hefðbundið 12- leiðslu hjartarit sýndi vinstri slegilsþykknun, metið eftir punktakerfi Romhilt og Estes (6) og/eða skilmerkjum Sokoloffs (7), hjá alls 14 (64 %) sjúklinga í þessari rannsókn. Prír höfðu óeðli- lega Q-takka (8), þrír (14 %) lengt P-Q bil (0.20 sek.), einn leiðslutruflun í sleglum (9), og einn stækkun á vinstra forhólfi (10). Enda þótt 86 % þessara sjúklinga hefðu óeðlilegt hjarta- rit, hafði aðeins einn takttruflun á venjulegu 12-leiðslu hjartariti (fibrillatio atriorum). Ann- ar var í sinus takti með aðstoð lyfja, en hafði haft fibrillatio atriorum a.m.k. 5 ár fyrir lyfja- meðferð. Tuttugu og níu manns í ættingjahópnum höfðu ekki CH, þar af 10 karlar, (fjórir þeirra voru 11° ættingjar), meðalaldur 34 ár (10-67 ára) og 19 konur, (tvær II°-ættingjar), meða- laldur 42 ár (15-82 ára). Einn hafði sögu um hjartadrep, en aðrir höfðu ekki hjarta- eða lungnasjúkdóm og var það byggt á heilsufars- sögu, eðlilegri líkamsskoðun og niðurstöðum hjartarita og hljóðbylgjurannsóknar. í viðmiðunarhópnum voru 20 karlar, meðal- aldur 43 ár, (24 — 56 ára) og 20 konur, meðalald- ur 45 ár (19-71 árs). Allir voru starfsmenn Borgarspítalans. Enginn hafði einkenni um hjarta- eða lungnasjúkdóm. Hjartarit var eðli- legt svo og hljóðbylgjurannsókn. Holterskráning er fólgin í síritun hjartarits
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.