Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Síða 6
fimmtudagur 15. mars 20076 Fréttir DV Jón Ásgeir Jóhannesson og Hreinn Loftsson hlógu að Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra, eftir fund í Stjórnarráðinu, að sögn Jónínu Benediktsdóttur sem bar vitni í aðalmeðferð Baugsmálsins í Héraðs- dómi Reykjavíkur í dag. Hún segir þá hafa hlegið að Davíð fyrir að trúa að álagning á vörur í Bónus væri aðeins átta prósent, hún væri miklu hærri. Jónína var einnig spurð um frétt- ir í Fréttablaðinu um tölvupósta hennar og Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins. Hún ját- aði því að texti sem þar var notaður væri kominn frá henni en þar talaði hún meðal annars um að eyða þyrfti fingraförum Morgunblaðsins af mál- inu. Það væri aftur á móti ýmislegt annað sem fram hafi komið í þeim pósti sem Fréttablaðið ákvað að birta ekki. Þar spyr hún Styrmi hvort hann héldi að Davíð væri til í að hringja í Jón Gerald Sullenberger og róa hann niður en Jón Gerald hafði miklar áhyggjur af tengslum Baugsmanna við stjórnvöld og var hræddur um að það þýddi lítið að koma upp um ólöglega viðskiptahætti þeirra. Að- spurð sagðist Jónína eiga við Davíð Oddsson. Jónína benti Jóni Gerald á að fá Jón Steinar Gunnlaugsson til að taka málið að sér en Styrmir hafði bent henni á hann. Áður segist Jónína hafa leitað á náðir annarra lögmanna. hrs@dv.is „Ég fór nokkrum sinnum með Guðmundi í Hvítlist,“ segir Magnús Einarsson, fyrrverandi starfsmaður Byrgisins, en efnahagsbrotadeild hefur spurt fyrrverandi starfsmenn og vistmenn á Byrginu af hverju Guðmundur Jónsson í Byrginu hafi átt svona mikil samskipti við fyrir- tækið. Það selur bæði pappírsvörur og leður. Að sögn Magnúsar keypti Guðmundur leðurskinn og fleira en hann vill meina að tilgangurinn hafi verið sá að búa til svipur og leðurgrímur. Efnahagsbrotadeild spurði fyrr- verandi vistmann í Byrginu hvort leðuriðja hefði verið starfrækt innan heimilisins þegar það var starfrækt. Ástæðan voru undar- lega mikil viðskiptið við fyrirtækið Hvítlist en það selur pappírsvörur hvers konar og leðurskinn. Kom í ljós að Guðmundur hefur eytt tals- verðum fjárhæðum í versluninni en að sögn Magnúsar Einarssonar fyrrverandi starfsmanns í Byrginu, keypti Guðmundur leðurskinn. Hann segir að það hafi hann gert til þess að sauma leðurgrímur og svipur sem hann síðan notaði við bindi- og drottnunarleiki. Hann hefur verið kærður af sjö konum fyrir kynferðisbrot. Keypti kynlífstól Að sögn Magnúsar hafði Guð- mundur óeðlilegan áhuga á kyn- lífstólum hvers konar. Hann segir að Guðmundur hafi verslað óeðli- lega mikið við kynlífstækjabúð sem ekki er starfrækt í dag. „Eigandinn hringdi í mig og sagði mér að Guðmundur væri að eyða óeðlilega háum fjármunum í kynlífstækin,“ segir Magnús sem þekkir eigandann persónulega. Sjálfur hefur Guðmundur Jónsson neitað því staðfastlega að hann stundi bindi- og drottnunar- leiki. Engu að síður segja konurn- ar sjö sem hafa kært hann að Guð- mundur hafi verið haldinn slíku blæti. Stórar leðurpjötlur „Þegar ég fór með honum keypti hann stærðarinnar leður- pjötlu,“ segir Magnús en þegar það gerist vissi hann ekki hvað byggi undir. Hann áttaði sig ekki á því að Guðmundur væri að aðhafast eitthvað rangt. Sjálfur segir Magnús að Guðmundur hafi logið miklu og erf- itt væri að henda reið- ur á sannleikanum í því sem hann segir. Aðspurður hvað Guðmundur á að hafa gert við leðrið seg- ir Magnús að hann hafi saumað eigin leður- grímur og svipur. Ekki er vitað hvort lögreglan hafi lagt hald á slík tól eða föt. Neitar öllu „Ég eyddi alls þrjátíu þúsund krónum í Hvítlist og það fór allt í skrifstofugögn fyrir Byrgið,“ seg- ir Guðmundur Jónsson í Byrg- inu um verslunarferðir sínar í Hvítlist. Að auki hafi öll hans viðskipti við fyrirtækið verið viðskiptalegs eðlis og í raun hafi hann bara verið að kaupa pappír fyrir heimilið. Þegar haft var samband við Hvítlist fengust þau svör að hvorki Byrg- ið né Guðmund- ur hefðu verið í reikningsvið- skiptum. Jafnframt var sagt að hugsanlegt væri að hann hefði verslað eins og hver annar við- skiptavinur. Rannsókn í fullum gangi Margir koma að rannsókn málsins en fyrir utan lögregluna á Selfossi þá er efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra að skoða fjár- mál Byrgisins. Lögreglan á Selfossi verst allra frétta af málinu. Kon- urnar sjö sem hafa kært Guðmund hafa allar farið í skýrslutöku, það má þó vera að þær verði kallaðar aftur til lögreglu. Einnig er búið að yfirheyra starfsmenn í Byrginu en lögreglan á eftir að ræða við Magn- ús Einarsson. Hann fer þó í yfir- heyrslu til ríkislögreglustjóra í dag vegna kyrrsetningu eigna Guð- mundar, hans sjálfs og Jóns Arn- ars Einarssonar sem vann með Magnúsi í Byrginu. Þeir voru allir skrifaðir fyrir fyrirtækinu Úrím og Túmmím sem er eignarhaldsfélag um eignir Guðmundar. Alls hafa fjörutíu milljónir verið kyrrsettar í tengslum við Byrgismálið. valuR gRettiSSoN blaðamaður skrifar: valur@dv.is Segir guðmund Sauma leðurgrímur Fyrrverandi starfsmaður Byrgisins, Magn- ús einarsson, segist hafa farið með Guð- mundi Jónssyni í Byrginu í leðurverslun. Þar á hann að hafa keypt leðurskinn sem Magnús segir hann hafa saumað leður- grímur og svipur úr. guðmundur Jónsson fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins neit- ar þessu og segist hafa eytt þrjátíu þúsund krónum í pappírsvörur hjá fyrirtækinu. „Þegar ég fór með honum keypti hann stærðarinnar leðurpjötlu.“ Magnús einarsson segist hafa farið allnokkrum sinnum með guðmundi að kaupa leður. Hann grunaði þá ekki hvað hann gerði við það. guðmundur Jónsson segist ekki hafa keypt leður í pappírs- og leðurverslun. Jónína Benediktsdóttir sat í vitnastúku Héraðsdóms Reykjavíkur: Segir Baugsmenn hafa hlegið af Davíð Jónína Benediktsdóttir sagði Jóhannes Jónsson og tryggva Jónsson hafa komið illa fram við sig þegar hún var spurð hvort hún bæri kala til þeirra. Baugsmálið Skipafélög gegn strandsiglingum „Það virðist ekki vera hag- ur skipafélaganna að taka upp strandsiglingar eins og málin standa,“ segir Grímur Atla- son, bæjarstjóri á Bolungavík. Sveitarfé- lögin á Vest- fjörðum hafa lagt fyrir stjórn og stjórnar- andstöðu tillögur um að jafna flutningskostnað á vörum til Vestfjarða með strandsiglingum. Skipafélögin notast nú við flutn- inga á þjóðvegunum milli lands- hluta. Vöruhús félaganna miðast við flutningabíla, en sveitastjórn- armenn telja landflutningana vera dýrari kostinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.