Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Blaðsíða 25
DV Sviðsljós fimmtudagur 15. mars 2007 25 Hvað hentar þér? Stjörnurnar feta ólíkar tískubrautir og yfirleitt eru nokkur æði í gangi í einu. Hvað hentar þér og hvað ekki? Aretha vill Hudson Hin ódauðlega söngkona Aretha Franklin lýsti því yfir á dögunum að ef mynd verði gerð um lífshlaup hennar, þá vilji hún að leik- og söng- konan Jenni- fer Hudson leiki sig. Í vændum er bók um líf Arethu og um svipað leyti á að gera kvikmynd. Orðróm- ur um að Hudson komi til með að leika sálargyðjuna hefur lengi verið á kreiki og nú virðist sem að hann sé réttur. Jennifer Hudson vann óskarsverðlaun fyrr á árinu fyrir hlutverk sitt sem Effie White í söngvamyndinni Dreamgirls. Plathommar Grínleikararnir Adam Sandler og Kevin James leika saman í mynd- inni I Now Pronounce You Chuck and Larry sem kemur út í sumar. Þeir leika félaga sem vinna báðir hjá slökkviliðinu í Fíladelfíu. Félag- arnir þykjast vera samkynhneigðir til þess að fá bætur frá ríkinu fyrir að vera í sambúð. Auk þeirra félaga kemur fjöldi þekktra leikara að myndinni. Þar á meðal Jessica Biel, Steve Buscemi og Dan Aykroyd. Þá leika einnig í myndinni söngkonan léttklædda Tila Tequila og gamla brýnið Richard Chamberlain. Bresku poppsöngkonunni Stacy Ann Ferguson, sem er betur þekkt sem Fergie, var ekki hleypt um borð í flugvél á vegum Virg- in-flugfélagsins á sunnudaginn var sökum ölvunar. Fergie brást hin versta við og þurfti á endanum að draga hana frá starfsfólki Virgin. Söngkonan átti að fljúga frá Los Angeles til Bretlands ásamt starfsfólki sínu þegar starfsfólk flugfélagsins neitaði henni um inngöngu í vélina. Fergie stóð vart í lappirnar þegar hún ætlaði um borð og átti erfitt með að koma frá sér orði svo skilja mætti. Einn starfsmanna Virgin sagði að ekki hefði verið sjón að sjá Fergie: „Hún stóð ekki í lappirnar og datt um allt. Það þurfti að styðja við hana svo hún endaði ekki á rassinum.“ Restin af starfsfólki söngkonunnar flaug til Bretlands þó svo að vélin hafi tafist um klukkustund meðan farangur Fergie var tekinn frá borði. Söngkonan lenti svo sjálf á Heathrow-flugvelli degi síðar þar sem fulltrúi frá plötufyrirtækinu var fljótur að ná í hana og koma undan fjölmiðlum. Fergie sló í gegn með hljómsveitinni Black Eyed Peas árið 2003 og hefur síðan þá verið mjög áberandi í poppheiminum. Hún gaf út sólóplötuna The Dutchess á síðasta ári og hafa lög af henni eins og London Bridge og Fergalicious náð miklum vin- sældum. Strandaglópur fergie var ekki hleypt um borð í flugvél sökum ölvunar og óláta. Stacy Ann Ferguson Er ekki bara full heldur hannar einnig föt sem eru seld í Blend. SvArtAr neglur svörtu neglurnar eru komnar aftur og eru hér á höndum Hilary duff, Paris Hilton og Lindsay Lohan. Orðin mamma Beverly Hills 90210-stjarnan Tori Spelling er orðin móðir. Hún eign- aðist son á þriðju- daginn var. Spelling og Dean McDermott, eiginmaður hennar, hafa nefnt soninn Liam Aaron. Millinafnið er eftir sjón- varpsmóg- úlnum og föður Tori, Aaron Spelling. Randy Spelling, bróðir Tori, segir að barnið muni færa fjölskylduna aftur saman en Tori og móðir hennar Candy hafa ekki talast við í mörg ár. rAuðAr vArir Það er í tísku þessa dagana að vera með eldrauðar varir og þær Kate Winslet, ashley Olsen og gwyneth Paltrow vita allt um það. riSAtoppur Það er heitt í poppheiminum að vera með topp alveg niður í augu eins og má sjá á gwen stefani, aliciu Keys, Janet Jackson og Nelly furtado. Héðan og þaðan nelly Furtado Kanadíska þokkagyðjan á tónleikum í Þýskalandi. Jay Kay úr Jamiroquai fagnar heimsmeti sem sveitin setti með því að halda hæstu og hröðustu tónleika sögunnar um borð í flugvél í 35.000 feta hæð. rockstar Supernova tommy Lee og Lukas rossi stilla sér upp með kappaksturskappanum toro rosso. Drottningin úr 300 Lena Headey við frumsýningu á myndinni 300. Michael Stipe og Mike Mills úr r.e.M. fagna inntökunni í rock and roll Hall of fame. Bresku söngkonunni Stacy Ferguson í Black Eyed Peas var ekki hleypt um borð í flugvél sökum ölvunar. Flugdólgurinn Fergie

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.