Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 4
Styrkja kaup á fíkniefnahundi „Mikilvægt er að byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann,“ segir Anna Jónsdóttir, for- maður Kvenfélags Eyrarbakka. Lögregluembættið á Selfossi fékk nýverið ávísun frá Kvenfé- lagi Eyrarbakka upp á eitt hundr- að þúsund krónur. Upphæðin er merkt kaupum á fíkniefnahundi fyrir embættið. Að mati stjórn- enda kvenfélagsins er mikilvægt að hindra útbreiðslu fíkniefna til barna sem endurspegli þá um- hyggju félagskvenna fyrir hag og heilsu barna. „Ég er hrærður vegna þeirra sterku viðbragða sem ég hef fundið frá samfélaginu á Suður- landi. Söfnunin er ævintýri sem allt velviljað fólk gleðst yfir en fíkniefnasalarnir óttast,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi. þriðjudagur 3. arríl 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is „Ég veit til að unnið sé með nem- endalýðræði í öðrum skólum á eins formlega hátt og hjá okkur. Haldið er formlegt málþing nemenda þar sem rætt er um sýn nemenda á skólastarf- ið og þar hafa nemendur tækifæri og vettvang til að setja fram rökstudd- ar tillögur fyrir skólastjórn varðandi skipulag skólastarfs,“ segir Sigurður Arnar Sigurðsson, deildarstjóri ungl- ingastigs Grundaskóla á Akranesi. Nemendafélag Grundaskóla stóð fyrir öðru málþingi sínu á skólavetr- inum í síðustu viku. Þar komu saman tuttugu og sex kjörnir fulltrúar nem- enda í 7. – 10. bekk og ræddu málin. Vikuna á undan höfðu allir nemend- ur skólans tekið þátt í undirbúningi málþingsins með umræðum í sínum bekkjum. Niðurstöður þessara um- ræðna voru síðan færðar inn á mál- þingið af fulltrúum bekkjanna. Líf Lárusdóttir, formaður Nemendafé- lags Grundaskóla, er verulega ánægð með málþingin. Hún segir margar skemmtilegar hugmyndir hafa kom- ið fram. „Krakkarnir komu vel und- irbúin inn á þingið og stóðu sig vel í umræðunum. Ég er mjög ánægð með hvernig til tókst. Nú er bara að fylgja tillögum og ályktunum þingsins eft- ir og koma þeim í framkvæmd. Það er ekki til neins að halda málþing ef menn ætla ekki að hlusta á tillögurn- ar,“ segir Líf. Guðbjartur Hannesson, skóla- stjóri Grundaskóla, er ánægður með framtakið og telur það aðeins verða til þess að bæta skólastarfið. „Það var sérstaklega gaman að hlusta á hug- myndir nemenda og tillögur á mál- þinginu. Ég hef oft bent á að við nýt- um okkur ekki nógu vel sjónarmið nemenda, hlustum ekki alltaf nógu vel á hvað þeir hafa fram að færa og tökum leiðsögn frá þeim í skóla- starfinu. Með enn auknum áhrifum nemenda getum við náð enn betri árangri í skólastarfinu,“ segir Guð- bjartur. trausti@dv.is Nemendur í Grundaskóla taka virkan þátt í skólastarfinu: Nemendalýðræði á Akranesi Taka virkan þátt unglingar í grundaskóla á akranesi halda málþing þar sem þeir fá tækifæri til að setja mark sitt á skólastarfið. um er að ræða virkt nemendalýðræði og segir skólastjóri grundaskóla það til þess fallið að bæta starfið. Íhuga stofnun Breiðavíkursamtaka Fyrirhugað er að stofna samtök fyrir þá sem voru vist- aðir á heimilum í æsku en um er að ræða Breiðavík, Kumb- aravogur og fleiri heimili. Búið er að koma á fót stjórn en ekki er búið að stofna samtökin opinberlega. Það verður að öllum líkindum gert eftir páskana en fólkið hittist reglulega í Laugarneskirkju. Annars verður heimildar- mynd um Breiðavík frumsýnd á Hvítasunnu á Patreksfirði. Geir skipar Breiðavíkurnefnd Geir H. Haarde skipaði í gær nefnd sem kanna á starf- semi vist- og meðferðarheim- ila fyrir börn. Ákvörðun um að skipa nefndina var tekin eftir að málefni Breiðavíkur og fleiri vistheimila komust í há- mæli fyrr á árinu, einkum fyrir illa meðferð sem mörg börn máttu þola. Róbert R. Spanó, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, er formaður nefndarinnar. Með honum í nefndinni eru Sigrún Júlíusdóttir, prófess- or í félagsráðgjöf, Jón Friðrik Sigurðsson, yfirsálfræðingur á Landspítalanum og Ragn- hildur Bjarnadóttir, dósent í sálfræði við Kennaraháskóla Íslands. Nefndinni er í fyrstu ætlað að kanna starfsemi Breiðavíkur. „Leikvöllur barnanna er eitt af fáum grænum svæðum sem eru eftir,“ segir Hildur Björg Hafstein, formaður for- eldrafélags Langholtsskóla. Reykja- víkurborg íhugar að byggja tvö sam- býli fyrir geðfatlaða á grænum reit í austanverðum Laugardalnum, við Holtaveg. Svæðið er eitt af fáum grænum svæðum sem eru ekki inn- an girðingar íþróttafélaga í Laugar- dalnum. Samkvæmt Hildi hefur borg- in þegar skilgreint svæðið sem eitt mikilvægasta græna útivistarsvæðið í borginni. Þess vegna furðar hún sig á því að borgaryfirvöld íhugi að byggja þar nú. Hugsanlegt deiliskipulag ligg- ur fyrir hjá Reykjavíkurborg um að byggja sambýli fyrir geðfatlaða á grænum reit í austanverðum Laug- ardalnum við Holtaveg. Sambýlin myndu verða tvö og vera um 450 fer- metrar hvort. Formanni foreldrafé- lags Langholtsskóla Hildi Björgu Haf- stein þykir þetta ótækt enda svæðið nýtt fyrir íþróttaiðkun og fleira hjá skólanum. Hægt er að gera athuga- semdir við deiliskipulagið til 13. apríl en óvíst er hvernig framhaldinu verði háttað. Að sögn Hildar hefur borgin sjálf skilgreint svæðið sem eitt mikil- vægasta útivistarsvæði borgarinnar í aðalskipulagi. Kofaborg og markaður „Svæðið er mikið notað og má þar nefna að kofaborgir eru reistar þar á sumrin, útimarkaður er starfræktur þar auk þess sem börnin í hverfinu nýta það undir leiki,“ segir Hildur um hinn mikla missi ef ákveðið verður að leggja svæðið undir byggð. Hún seg- ir svæðið vera eitt af örfáum í hverf- inu sem ekki er búið að leggja undir íþróttafélög og annað eins. Í raun eru afar fá svæði eftir sem ekki eru afgirt að sögn Hildar. Hún telur það mikla synd ef þetta svæði verður einnig lagt undir byggð því þá má spyrja hvar borgin myndi herja næst. Hún óttast að ekkert verði eftir að lokum. Krefst sambýlis fyrir geðfatlaða Ljóst er að mikil þörf er á sambýl- um fyrir geðfatlaða. Fyrirhuguð sam- býli myndu vera fyrir þá sem þurfa á sólarhrings umönnun að halda. Því er um allnokkra bót að ræða. „Sem íbúi í Reykjavík þá krefst ég þess að borgin byggi sambýlin, en ekki á eina græna svæðinu í hverfinu,“ segir Hildur, sem er mikið í mun að borgin hlúi að geðfötluðum og þeim sem minna mega sín. Hún segir sam- býli sem þessi vissulega tímabær en menn verða að velja staðinn kost- gæfilega og með þeim orðum vill hún alls ekki meina að sambýlið sem slíkt sé ekki velkomið í hverfið. 130 manna fundur Á fimmtudagskvöld var haldinn 130 manna fundur í hverfinu vegna málsins. Fyrir hönd borgarinnar mætti Hanna Birna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Á fundinum kom fram að Reykjavík- urborg væri nýbúin að styrkja Lang- holtsskóla um hálfa milljón króna. Það fé átti að nýta fyrir verkefnið, úti- kennsla í túnfætinum, sem á að stað- setja á hinu græna svæði. Sjálfri finnst Hildi þetta heldur undarlegt útspil hjá borginni ætli hún sér að leggja svæðið undir sambýli geðfatlaðra. Borgaraleg óhlýðni „Við erum ekki alveg búin að ákveða hvað tekur núna við, að sjálf- sögðu munum við gera athugasemd- ir við skipulagið og kannski beita fyr- ir okkur borgaralegri óhlýðni þótt það sé allt óákveðið,“ segir Hildur, sem er bjartsýn á að svæðið græna verði nýtt áfram undir kofaborgir barnanna. Skipulagið liggur fyrir hjá Reykja- víkurborg og geta íbúar gert athuga- semdir við það til 13. apríl. Einnig má nálgast baráttumál og áherslur íbúa í Laugardalnum á slóðinni laugardal- ur.blog.is. Ekki náðist í Hönnu Birnu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Umdeilt deiliskipulag liggur fyrir hjá Reykjavíkurborg þar sem fyrirhugað er að byggja sambýli fyrir geðfatlaða á leiksvæði barna í Laugardalnum. Formaður foreldrafélags Langholtsskóla Hildur Björg Hafstein segir það óásættanlegt að byggja á svæðinu enda er það mikið nýtt af skólanum sem og börnum og fleirum í hverfinu. Vilja leikSVæði undir geðfatlaða valur greTTisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Svæðið er mikið notað og má þar nefna að kofaborgir eru reistar þar á sumrin, útimarkaður er starfræktur þar auk þess sem börnin í hverfinu nýta það undir leiki.“ Deiluefnið Hildur Björg Hafstein formaður foreldrafélags langholtsskóla vill ekki sambýli fyrir geðfatlaða á eina græna reitinn í hverfinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.