Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 20
þriðjudagur 3. apríl 200720 Menning DV Menning Ferð til fortíðar Í dag flytur Eggert Þór Bern- harðsson, dósent í menning- armiðlun, fyrirlesturinn Ferð til fortíðar - um sögusýningar á Íslandi. Talsverð gróska hefur verið í safna- og sýningageir- anum á undanförnum árum og sögusýningar hafa verið fjöl- sóttar, en á tíu ára tímabili hefur gestafjöldi að söguminjasöfn- um nærri þrefaldast. Í erind- inu verður meðal annars rætt um þessa fjölgun, stöðu safna í samfélaginu og breytt viðmið og viðhorf í sýningagerð. Jafnframt verður fjallað um áherslur í efn- isvali á sýningum og hugað að þeirri sögusýn sem þar birtist. Fyrirlesturinn verður fluttur í Þjóðminjasafni Íslands og hefst kl. 12.05. Cavalleria Rusticana Uppfærsla óperunnar Cavalleria Rusticana er samstarfsverkefni Íslensku óperunnar og Óperukórs Hafnarfjarðar. Fjölmenni tekur þátt í sýningunni, fimm einsöngvarar, 60 manns úr Óperukór Hafnarfjarðar og 40 manna hljómsveit Íslensku óperunnar. Sýningar í Íslensku óperunni verða aðeins fjórar talsins og frumsýning er 9. apríl. Dauðasyndin öfund Fjórði fyrirlesturinn um dauðasyndirnar sjö í fyrirlestra- röð Borgarbókasafns Reykjavík- ur verður fluttur miðvikudaginn 4. apríl kl. 17:15. Þá mun Val- gerður Dögg Jónsdóttir fjalla um öfund. Fyrirlestraröðin er fengin að láni frá Akureyri en þar stóð Amtsbókasafnið að henni ásamt fleirum. Fyrirlesarar koma úr ýmsum áttum og lítur hver við- fangsefnið sínum augum. Dag- skráin fer fram í aðalsafni Borg- arbókasafns í Tryggvagötu 15 og er öllum opin. Ausa Stein- berg í Akur- eyrarkirkju Leikhúsperlan Ausa Stein- berg verður sýnd í Akureyrar- kirkju 4., 5. og 6. apríl. Leiksýn- ingin, sem unnin er í samvinnu Leikfélags Akureyrar og Borg- arleikhússins, er óvenjulegt leikrit um níu ára ein- hverfan of- vita sem sér lífið og dauð- ann í öðru ljósi en við flest. Hún er í senn heill- andi, fyndin og ótrúlega skemmtileg. Ausa elskar óperutónlist og þráir að deyja eins og dívan á sviðinu við dynjandi lófatak áhorfenda. Sem fyrr er Ilmur Kristjánsdótt- ir í hlutverki Ausu en hún hefur fengið frábært lof fyrir túlkun sína. Þrátt fyrir að hann sé ekki enn kominn út, er geisladiskurinn Cort- es, með Garðari Thor í 13. sæti á vinsældalista HMV-verslananna í Bretlandi, yfir klassíska tónlist. Á disknum syngur Garðar 12 lög, en fær jafnframt aðstoð frá söngkon- unum Heather Small og Katherine Jenkins í tveimur þeirra. Heather Small er þekktust fyrir söng sinn með hljómsveitinni M People og Katherine Jenkins er rísandi stjarna í klassíska söngheiminum. Jákvæð viðbrögð Fyrsti geisladiskur Garðars, Cortes, kom út hérlendis haust- ið 2005 og var langsöluhæsta inn- lenda hljómplata þess árs. Sá disk- ur varð kveikjan að samnefndum diski sem von er á í Bretlandi og ef marka má vinsældalista HMV er von á góðum viðtökum. „Þetta eru æðislegar fréttir, maður er náttúru- lega glaður yfir þessu,“ segir Garð- ar Thor, sem staddur er hérlendis í stuttu páskafríi um þessar mundir. „Þessi plata er í grunninn sú sama og kom út hér á Íslandi, en við skiptum út þremur lögum og bætt- um við tveimur. Hin sjö, sem voru á gömlu plötunni voru svo endur- hljóðblönduð. Platan kemur þar af leiðandi ekki út hérlendis, því svo stór hluti hennar hefur þegar kom- ið út.“ Garðar segist ekki geta neitað því að hann hafi fundið fyrir nokkr- um áhuga fyrir útgáfunni í Bret- landi. „Já, það virðist vera áhugi, ég get ekki sagt annað. Fólk er já- kvætt í garð plötunnar og þess sem við erum að gera. En nú er bara að bíða og sjá hvað gerist, maður veit aldrei,“ segir þessi hógværi söngv- ari. Í nógu að snúast Cortes kemur út þann 16. apríl og útgáfunni verður fylgt eftir með umfangsmikilli kyningu í útvarpi og sjónvarpi. Garðar er einnig bók- aður á tónleika í allt sumar víðs- vegar um Bretland, þar sem hann kemur meðal annars fram með Katherine Jenkins og Russel Wat- son. Hann hefur því í nógu að snú- ast þar í landi á næstunni. Í byrjun júní kemur Garðar hins vegar heim til Íslands, þar sem Carmen er á dagskrá með Sinfóníuhljómsveit Íslands, en annars er ekki fyrirhug- að tónleikahald hérlendis. Lofar góðu Það er fyrirtæki Einars Bárðar- sonar, Believer, sem gefur diskinn út. Einar segir ástæðuna fyrir þess- um mikla áhuga vera einfalda. „Það er nú bara vegna þess að Garðar er svo góður,“ segir hann. „Við höfum unnið markvisst kynningarstarf frá því í október á síðasta ári og mér sýnist við vera á réttri leið með þetta þó maður vilji svo sem aldrei vera allt of bjartsýnn. En því er ekki að neita að gott gengi á lista HMV lofar mjög góðu um framhaldið,“ segir Einar. Geisladiskurinn Cortes kemur út eftir tvær vikur í Bretlandi og er þegar kominn á þarlendan metsölulista. Á honum eru 12 lög í flutningi Garðars Thors Cortes tenórsöngvara. TónlisT Maður veit aldrei Einar Bárðarson „garðar er bara svo góður.“ Nemendur í Myndlistarskóla Reykjavíkur nota nútímaleg efni úr eigin umhverfi: Áhugaverðar hugmyndir vöknuðu á safninu Kennarar skólans fóru með nemendur á sýninguna „Með silfur- bjarta nál - spor miðalda í íslenskum myndsaumi,“ sem nú stendur yfir í Þjóðminjasafninu. Þar könnuðu nem- endur mismunandi útsaumsaðferðir sem beitt var við vinnslu verkanna og fræddust um uppruna þeirra. Í framhaldi af því unnu þeir útsaumsverk og teikn- ingar sem nú eru til sýnis á Torginu í Þjóðminjasafni Íslands. Sýningin ber yfirskriftina „Með silfurbjarta nál í ævintýraskógi Rousseau.“ Þetta er í annað sinn sem nemendur barna- og unglingadeildar skólans sýna verk sín á Torginu. Í janúar árið 2006 unnu nemendur út frá kveikjunni „Söfn og safnarar,“ og kenndi þar ýmissa grasa. Veigamikill þáttur í námi Myndlistar- skólans er að viða að sér áhugaverð- um hugmyndum og er þá listasagan skoðuð og farið á listasöfn. Rann- sóknarleiðangrar á Þjóðminjasafn- ið eru fastir liðir. Myndalistarskólinn heldur upp á 60 ára afmæli sitt um þessar mundir. Skólinn er sjálfseign- arstofnun sem rekin hefur verið af myndlistarmönnum frá stofnun hans árið 1947. Myndlistarkennsla barna hefur alla tíð verið mikilvægur þáttur í starfi skólans en nemendur, sem eru um 400 talsins, eru á öllum aldri, frá þriggja til 80 ára. Sýningin á Torginu stendur til 29. apríl. Að sögn Hildar Bjarnadóttur, kenn- ara við Myndlistarskólann í Reykja- vík, komast gestir sem mæta á sýn- inguna í Bogasalnum ekki hjá því að sjá myndir nemendanna. ,,Þegar við vorum að hengja upp verk- in hinkruðu allir sem áttu leið um. Verkin vöktu athygli þeirra og for- vitni og vöktu upp margar spurning- ar. Engin formleg opnun var á sýning- una og bíður það betri tíma. Líklega bjóðum við nemendum, foreldrum og öðrum aðstandendum á síðbúna opnun eftir páska. Að sýningu lokinni fá listamennirnir að taka listaverkin með sér heim,“ segir Hildur. myndlisT Einbeittir nemendur unnið að verkum fyrir sýningu Myndlistar- skólans í þjóðminjasafninu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.