Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 26
Kvikmynd um Stumpana Stumparnir er væntanlegir á hvíta- tjaldið. Ástralska sjónbrellufyrirtækið Vertigo sem gerði myndina Happy Feet hefur þegar hafið forvinslu á myndinni. Áheyrnarprufur fyrir raddir sögupersónanna fara fram seinna á árinu og er búist við því að Warners Brothers gefi myndina út sumarið 2009. Það mun eflaust flestir eftir stumpunum góðu eða Smurfs eins og þeir heita ensku. Það verður spennandi að sjá hver mun tala fyrir persónur eins og Kjartan, Æðstastr- ump og Smíðastrump. n Söngsveitin Fílharmónía flytur 3 kórverk frá 19. öld í Langholtskirkju kl 20. Miða- sala á midi.is. n Skáldspírukvöld kl. 20 í Eymundsson, Austurstræti. Kristín Steinsdóttir les upp úr verkum sínum. n Valgerður Sverrisdóttir les úr Passíu- sálmum séra Hallgríms Péturssonar í Grafarvogs- kirkju kl. 18. n Listvinafélag Hallgríms- kirkju stendur fyrir sýningu í forkirkjunni á verkum Einars Jónssonar milli 9 og 17. Hvað er að gerast? Mánudagur 2. apríl Madonna í Extras Madonna hefur nú bæst í hópinn með John Travolta yfir þá leikara sem Ricky Gervais vill fá í lokaþáttinn af Extras. Enginn samningur hefur enn verið undirritaður en söngkonan er þó sögð vera í stöðugu sambandi við Ricky Gervais en auk þess að leika að- alhlutverkið í Extras framleiðir Ricky einnig þættina. Eftir einungis tvær þáttaraðir hefur verið ákveðið að hætta sýningum með stæl með sér- stökum stjörnuprýddum jólaþætti. Þetta er þó ekki eini þátturinn sem Madonna er kennd við þessa dagana en hún mun einnig sjást í gestahlut- verki í þáttunum Nip/Tuck sem sýnd- ir eru á stöð 2. Ofurfolinn Brad Pitt vill ólm- ur leika í bíómynd með leikaran- um Sacha Baron Cohen þar sem hann segist vera mikill aðdáandi Borat og Ali G. Brad segir mynd- ina um sjónvarpsfréttamaður frá Kazakhstan hafa verið tæra snilld og er harðákveðin í finna verkefni sem hentar þeim félögum. Pitt leit- ar um þessar mundir af handriti sem gæti hentað en eins og frægt er orðið er Cohen mjög vandlátur þegar kemur verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur. Þeir hafa átt í þónokkrum samtölum um fyrir- hugaða mynd upp á síðkastið svo vonandi mun gamanmynd með þeim félögum í aðalhlutverkum vera væntanleg á næstunni. Það er hins vegar gaman að segja frá því að þegar Sacha fluttist fyrst til Bandaríkjanna var hann góður félagi Jennifer Aniston fyrrverandi eigin- konu Brad Pitt og leigði meða annars húsið hennar í Hollywoodhæðum. Nú hefur hins vegar vinskapurinn við Pitt og núverandi eiginkonu hans Angelinu Jolie orðið meiri og hef- ur mikið sést til þríeykisins í Holly- wood, nýlega sást til þeirra á lista- sýningu hjá Graffiti listamanninum Banksy en þau eru öll sögð miklir að- dáendur verka hans. Sjónvarpsfréttamaðurinn frá Kazakhstan. Pitt fannst myndin um kappan frábær Brad Pitt vinnur hörðum höndum að því að finna handrit að kvikmynd fyrir sig og Sacha Baron Cohen. Vill gera mynd með Sacha Baron Brad Pitt er alltaf heitur. Vill ólmur gera mynd með Sacha Baron Cohen. Pitt fannst myndin um kappan frábær Fyndnir „Úrlsitin eru núna á föstudaginn langa,“ segir Oddur Eysteinn Friðriks- son einn umsjónamanna keppninn- ar Fyndnasti maður Íslands. „Nú eru undankvöldin fjögur búin og komið að þessu,“ segir Oddur en þeir Kári Björn Þorleifsson, Þrándur Jensson, Jón Haukdal, Helgi Þór og Þórhall- ur Þórhallsson taka þátt. „Upphaf- lega áttu að vera fjórir í úrslitum en á þriðja undankvöldinu voru Helgi og Jón jafnir þrisvar í röð þannig að báðir komust áfram,“ segir Oddur en það er hvattning áhorfenda í desibil- um sem sendir keppendur áfram. „Dómnefndin okkar glæsilega mun svo ákveða hver hreppir titil- inn,“ en hana skipa Gulla úr Stelpun- um, Sigurjón Kjartansson, Þorsteinn Guðmundsson, Dóri DNA og Dav- íð Þór Jónsson. Hver keppandi fær sjö til tíu mínútur á sviði til að sanna sig. „Sigurvegari keppninnar fær af- not af titlinum í eitt ár auk þess sem að hann fær heimasíðu og hýsingu á henni,“ segir Oddur en fjöldi annara vinninga fylgja einnig titlinum. „Síð- an hefur bæst við einn stór og veg- legur leynivinningur,“ segir Oddur en hann kemur ekki í ljós fyrr en á föstu- daginn þegar úrslit eru kunn. Úrslitin fara fram í Austurbæ á föstudaginn klukan 20.30 og er miða- verð 1500 krónur. Hægt er að kaupa miða á midi.is Úrslit keppninnar Fyndnasti maður Íslands fer fram á föstudaginn langa í Austurbæ Jón Haukdal Þórhallur Helgi Þór Kári Björn Þrándur á Föstudaginn langa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.