Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 8
þriðjudagur 3. apríl 20078 Fréttir DV
Edda Rós Karlsdóttir telur að kosningaúrslit í
Hafnarfirði komi ekki í veg fyrir frekari stór-
iðju. Þau seinki hins vegar framkvæmdum og
það sé gott fyrir hagkerfið. Hún telur að niður-
staðan hefði verið önnur ef hér væri atvinnu-
leysi. Hinir ríku hafi efni á umhverfisvernd.
Umhverfisvernd
er fyrir ríka fólkið
Ákvörðun Hafnfirðinga að hafna
stækkun álversins í Straumsvík
er léttir fyrir íslenskt efnahags-
líf og flýtir fyrir því að hægt verði
að lækka vexti og verðbólgu. Þetta
er mat greiningardeilda Glitnis og
Landsbankans. Edda Rós Karls-
dóttir, forstöðumaður greiningar-
deildar Landsbankans, telur ekki
að ákvörðun Hafnfirðinga komi í
veg fyrir að raforkan verði nýtt til
stóriðju af þessu tagi. Spurning-
in sé frekar um tímasetningu og
staðsetningu.
„Ég er ekki að spá því að það
verði aldrei af þessari stækk-
un eða sams konar framkvæmd-
um. Þessi ákvörðun Hafnfirðinga
eykur sennilega líkurnar á því
að Norðurál reisi álver í Helgu-
vík. Kosturinn við það er að þær
framkvæmdir hefjast ekki strax og
koma þannig í kaldara hagkerfi,“
segir Edda Rós.
Höfðu efni á því
„Við höfum einfaldlega ekki
mikið svigrúm í hagkerfinu akkúrat
núna,“ segir Edda. Hún segir að út
frá sjónarmiðum hagfræðinnar sé
betra að fara út í stórframkvæmd-
ir þegar meira svigrúm er fyrir
hendi. Alvarlegustu afleiðingar af
stórum framkvæmdum á röngum
tíma komi niður á almenningi í
verðbólgu, minnkandi kaupmætti
og síðar atvinnuleysi. „Þessi nið-
urstaða í Hafnarfirði verður liður í
því að hægja á hjólum atvinnulífs-
ins og það er mjög mikilvægt.“
Edda segir að niðurstaða kosn-
inganna hefði sennilega orðið á
annan veg ef hér ríkti atvinnu-
leysi. „Fólk hefði væntanlega ekki
sagt nei ef við værum í kreppu.
Það eru ríku þjóðirnar sem hafa
efni á því að vera umhverfisvæn-
ar,“ segir Edda Rós.
Of seint
Jón Sigurðsson iðnaðarráð-
herra hafði það á orði á sunnu-
dag að kosningarnar í Hafnarfirði
hefðu farið fram of seint í skipu-
lagsferlinu. „Átta ára undirbún-
ingi með tugmilljóna kostnaði er
hér fleygt,“ segir Jón. Hann telur
að ef notast eigi við íbúalýðræði
af þessu tagi þá megi það ekki
snúast um andlit fyrirtækis, held-
ur um raunveruleg skipulagsmál.
„Ég er mjög hrifinn af hugmynd-
um um íbúalýðræði, en það verð-
ur að vera alveg skýrt hvernig á að
iðka það,“ segir hann.
Edda Rós Karlsdóttir er sam-
mála Jóni um það að ekki megi
persónugera verkefni af þessu tagi.
„Það skiptir ekki máli hvort við
erum að tala um álframkvæmd-
ir hjá einu fyrirtæki eða stórfram-
kvæmdir af öðru tagi. Í þessu tilviki
hefur fyrirtækið undirbúið verk-
efnið í nokkur ár, það hefur farið að
öllum leikreglum og því hefur ver-
ið selt land undir starfsemina og
svo er slegið á puttana á þeim. En
svona er þetta,“ segir Edda Rós.
Eldri kusu frekar
Ásta Þorleifsdóttir hjá fyrirtæk-
inu ProVist sá um rafrænar kjör-
skár fyrir Hafnarfjarðarbæ í kosn-
ingunum á laugardag. Hún segir
það hafa komið sér mest á óvart
að komast að því að kosningaþátt-
taka var mest hjá fólki á aldrin-
um sextíu til sjötíu ára, hátt í níu-
tíu prósent. „Það athyglisverðasta
að mínu mati er þessi mikli mun-
ur á kosningaþátttöku á milli ald-
urshópa,“ segir Ásta. Ásta segir að
kosningaþátttaka þrjátíu ára og
yngri hafi verið álíka mikil og hjá
fólki á níræðisaldri, eða aðeins
rúmlega sextíu prósent. Einnig
kom í ljós að þátttaka kynjanna
var hnífjöfn. „Með rafrænum kjör-
skrám sjáum við alls kyns tölfræði
um kosningarnar alveg um leið.
Það eina sem við sjáum ekki er
hver kaus hvað, enda er farið að
lögum um persónuvernd.“
Sökuð um svindl
Hafnarfjarðarbær lýsti því yfir í
gær að íbúafjölgun í bænum hafi
verið mjög mikil á undanförn-
um árum og að á árinu 2006 hafi
fjölgunin orðið meiri en áður hafi
þekkst. Þessi yfirlýsing kemur í
kjölfar frétta um að samtökin Hag-
ur Hafnarfjarðar telji að kosninga-
svindl hafi átt sér stað. Óeðlilega
hafi fjölgað á kjörskrá bæjarins á
síðustu fjórum mánuðum.
Þegar tölur Hagstofunnar eru
skoðaðar kemur í ljós að á síðustu
fjórum mánuðum fjölgaði Hafn-
firðingum um rúmlega 400. Það er
í samræmi við fjölgunina í fyrra,
eða um 100 manns á mánuði. Í yf-
irlýsingu Hafnarfjarðarbæjar segir
að starfsmenn þjónustuvers bæj-
arfélagsins hafi fylgst náið með
skráningum á lögheimili síðustu
vikurnar fyrir lokun kjörskrár, og
ekkert óeðlilegt hafi komið á dag-
inn.
Engin stækkun í Straumsvík Hafnfirðingar
ákváðu að stækkun álversins í Straumsvík væri
ekki tímabær. greiningardeildir telja að
ákvörðunin sé góð fyrir hagkerfið og fyrr verði
hægt að ná niður vöxtum og verðbólgu.
„Fólk hefði væntan-
lega ekki sagt nei ef
við værum í kreppu.
Það eru ríku þjóðirnar
sem hafa efni á því að
vera umhverfisvænar.“
SigtRygguR ARi jóHAnnSSOn
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
greiningardeildir Edda rós
Karlsdóttir hjá landsbankanum segir
að ríkar þjóðir hafi efni á því að vera
umhverfisvænar. Hún telur líklegt að
Hafnfirðingar hefðu kosið öðruvísi ef
hér væri kreppa og atvinnuleysi.
ProVist Ásta þorleifsdóttir hjá proVist
hafði umsjón með rafrænum
kjörskrám í Hafnarfirði. Hún segir
athyglisvert að ungir Hafnfirðingar hafi
síður kosið en þeir eldri. 85 prósent
Hafnfirðinga á sjötugsaldri kusu.