Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 14
neytendur þriðjudagur 3. apríl 200714 Neytendur DV Ný lakkríspáska- egg frá góu Við erum með ný lakkrísegg. Þetta eru súkkulaðiegg með lakkrísbitum í sem sjást inní súkkulaðinu,“ segir Helgi Vil- hjálmsson hjá Góu-Lindu. Helgi segir að þessi egg séu nýlunda hjá fyritækinu og hafi salan gengið vel. Lakkrís og súkkulaði er blanda sem hefur áður slegið í gegn á Íslandi. „Ís- lendingar eru bara svo miklir sælkerar að þeir vilji súkkulaði frekar en gulrót, og svo passar súkkulaði og lakkrís einstaklega vel saman,“ segir Helgi. Lakkrí- segginn bjóðast í fimm stærðum. Stöð 2 hækkar áskriftarverð „Fullt verð á stakri áskrift að Stöð 2 hefur hækkað um 5,2% eða um 270 krónur. annars hafa engar breytingar átt sér stað á grunnverði annarra áskriftarstöðva 365 miðla,“ segir pálmi guðmundsson sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. í kjölfarið hefur verið tekið upp nýtt afsláttarkerfi fyrirtækisins þar sem veittur er afsláttur frá grunnverði ef fleiri stöðvar eru keyptar. Verð á stakri áskrift Stöðvar 2 er nú 5.390 krónur. egg úr sjaldgæf- um kakóbauNum „Við erum að búa til egg úr sjaldgæfustu kakóbaunum í heimi,“ segir Ásgeir Sandholt, kondítor Sandholts bakarís. Baunateg- undin heitir Griolo og telur einungis um þrjú prósent heimsfram- leiðslunnar. Eggin fást í tveimur stærð- um og er sú minni sem stendur uppseld í bakaríinu. Baunin er endurrekj- anleg á akurinn og hafa súkk- ulaðiframleiðendur keypt upp akrana og séð til þess að ekki séu börn notuð við ræktunina auk þess sem gæðaeftirlit hefur verið eflt. „Kíló af venjulegu súkkulaði kostar rúmar 300 krónur en ég er að borga um 2.000 krónur fyrir kílóið,“ segir Ásgeir sem bendir á að innan súkkulaðiheimsins er talað um Griolo-baunirnar eins og gæðavín meðal vínunnenda. Fjöldi húsbíla hefur aukist gríðarlega hér á landi síðustu árin. Algengast er að hús- bíllinn sé annar eða þriðji bíll heimilisins. Iðgjöld eru lág því gert er ráð fyrir að bíllinn sé einungis í notkun í fjóra til fimm mánuði á ári. kaNNar verð í mötuNeytum Neytendastofa hefur sent bréf til sveitarstjórna með beiðni um að stofnuninni verði sendar upp- lýsingar um hvert sé hlutfall ann- ars kostnaðar en hráefniskostn- aðar í gjaldtöku fyrir seldan mat í grunnskólum landsins. Fyrirspurnin kemur í kjölfar fjölda ábendinga um verðhækk- anir eftir lækkun virðisaukaskatts á matvæli. Við nánari athugun hjá Neytendastofu hefur komið í ljós að framangreind þjónusta er rekin beint af grunnskólunum, ýmist að öllu leyti eða að hluta og vill stofan að sveitarstjórnirn- ar skýri verðmyndunina ekki síð- ar en 1. maí næstkomandi. Tryggingar á húsbýla geta kost- að á bilinu 66 til 83 þúsund krónum samkvæmt svörum fulltrúa þriggja tryggingarfélaga í gær. Þá er miðað við að fleiri bílar séu á heimilinu og húsbíllinn aðeins notaður hluta úr ári. Þannig verður tryggingin ódýr- ari en ella væri. „Kaup á húsbílum hafa auk- ist jafnt og þétt síðan 2001, þeg- ar fyrstu umboðin opnuðu,“ segir Þrúðmar Karlsson framkvæmda- stjóri Ferðavals í Lundi við Vestur- landsveg. Þrúðmar segir að þróun- in hér á landi sem mjög svipuð og í Evrópu, en auk þess hafa bættar samgöngur og veðurfar hér á landi haft mikil áhrif. „Í dag er krafa um að bílarnir séu lágþekjur og rúmin niðri svo kúnninn geti lagt sig fyrir- varalaust. „Markhópurinn okkar er 45 ára og eldri en fer lækkandi,“ segir Þrúðmar og bendir á að fólkið sem kaupi nýju bílana sé eldra og efn- aðra sem svo aftur selji bílinn not- aðann til yngra fólks. Í lok mars 2007 voru skráðir tæplega 2.100 húsbílar á landinu. Kjarninn í flota landsmanna hefur að sögn Þrúð- mars verið fluttur inn til landsins síðustu fjögur eða fimm árin. Sérstakar húsbílatryggingar í áratug Sérstakar húsbílatryggingar hafa staðið til boða í meira en áratug hjá sumum tryggingafélaganna. Fyrir um tuttugu árum voru fyrstu hús- bílarnir flutti inn af einstaklingum. Ástrós Guðmundsdóttir, sérfræð- ingur í ökutækjatryggingum hjá VÍS, segir að algjör bylting hafi orð- ið í kaupum á húsbílum síðastliðin tvö ár. „Fyrst komu tjaldvagnarnir, svo fellihýsin en nú eru það hús- bílarnir sem eru hvað vinsælastir,“ segir Ástrós. Hún benti einnig á að hún hefði heyrt að mikil aukning meðlima hafi átt sér stað í húsbíla- félögunum. Algengast er að tryggingafyr- irtækin geri ráð fyrir að húsbíll sé ekki aðalbíll fjölskyldunnar og því er iðgjald hans lægra. Í raun er einnig gert ráð fyrir að bifreiðin sé einungis notuð í fjóra eða fimm mánuði á ári. Ef aftur á móti húsbíll er skráður sem eini fjölskyldubíll- inn er greitt af honum iðgjald eins og af öðrum bílum sömu stærðar. Allur gangur er á hversu dýrir bílar eru og þess eru dæmi að ódýrir bíl- ar séu ekki kaskótryggðir. Tilboð tryggingafélaganna „Ef einungis er greitt fyrir ábyrgðartryggingu og kaskó húsbíls er venjulegt iðgjald hjá Trygginga- miðstöðinni um 83 þúsund krón- ur á ári,“ segir Erna Kristjánsdóttir vörustjóri einstaklingstrygginga hjá TM. Ef eigandinn er með TM öryggi lækkar iðgjaldið niður í um 38 þús- und krónur á ári. Ef aftur á móti eig- andi er ekki með sínar trygginar hjá TM fer iðgjaldið upp í 120 þúsund krónur á ári án allra afslátta. „Flest- ir sem eru að taka þessar trygging- ar eru með annan bíl í tryggingu hjá fyrirtækinu,“ segir Erna. Því má sjá að mikill afsláttur er í boði fyr- ir húsbílaeigendur sem eru kúnnar hjá fyrirtækinu. Ástrós Guðmundsdóttir, sér- fræðingur í ökutækjatryggingum hjá VÍS, segir að húsbíll sé oftast annar eða þriðji bíll fjölskyldu. Við útreikninga á iðgjaldi er gert ráð fyrir að bíllinn sé einungis notað- ur yfir sumarmánuðina, eða fjóra til fimm mánuði á ári. „Grunniðgjald húsbíls að verðmæti sex milljóna króna eru rúmar 30 þúsund krónur, en ef kaskótrygging bætist við fer gjaldið upp í um 66 þúsund krón- ur,“ segir Ástrós og bendir á að VÍS bjóði öllum kúnnum sínum sama verð, hvort sem þeir eru með trygg- ingapakka hjá fyrirtækinu eða ekki. „Miðað er við að eigandi húsbíls sé með einn bíl í tryggingu hjá okk- ur til að fá húsbílatryggingu.“ segir Ingvar Hjálmarsson sölu- og mark- aðsstjóri einstaklingssviðs hjá Sjó- vá. Ábyrgðartrygging húsbíls Sjó- vá kostar tæpar 30 þúsund krónur á ári, en kaskótrygging er um 42 þús- und, eða um 72 þúsund krónur og eru þau iðgjöld án afsláttar. „Listinn verður birtur áfram en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær né hvort birtingu skuli hætt,“ segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna. Samtökin hafa birt á heima- síðu sinni lista yfir þá birgja sem bæði hafa hækkað og lækkað verð. Listinn yfir hækkanir er langur og telur 37 fyrirtæki en sá er nær yfir lækkanir telur einungis þrjú fyrir- tæki. Listinn var upphaflega birtur í lok janúar þegar Neytendasam- tökin bjuggust við verðhækkunum fyrir virðisaukaskattslækkanirnar sem tóku gildi 1. mars síðastliðinn. Listinn er uppfærður þegar nýj- ar upplýsingar um verðhækkanir berast samtökunum. „Frá áramót- um hefur krónan styrkst um fimm prósent og við höfum viljað sjá lækkanir í kjölfarið,“ segir Jóhann- es og bendir á að tilgangur listans sé að upplýsa almenning. Mestu hækkanirnar eru hjá Bé Bé sem selur hreinlætisvörur frá Frigg, Mjöll og fleirum. Þar hafa ýmsar vörur hækkað frá þremur upp í tólf prósent. Góa-Linda hef- ur hækkað verð á sælgæti frá sex til tæplega ellefu prósenta. Auk þess hefur Kólus lakkrísgerð hækkað verð á sælgæti um rúm átta pró- sent. Einnig eru á listanum birt nöfn fyrirtækja og vara þeirra sem hafa lækkað. Ásbjörn Ólafsson, Innes og Íslensk-Ameríska hafa lækkað verð á fjölda vara á bilinu tvö til þrjú prósent. „Ég bið alla að hugsa sinn gang áður en þeir demba inn verðhækk- unum,“ segir Jóhannes ennfremur að lokum. Nokkur muNur á verði tryggiNga Einungis þrír birgjar hafa lækkað verð upp á síðkastið: 37 birgjar á tossalista Neytendasamtakanna Jóhannes Gunnarsson. Við bætum við listann þegar upplýsingar um hækkanir og lækkanir berast. Húsbílar gömul uppfinning sem hefur slegið í gegn á íslandi. blaðamaður skrifar: skorri@dv.is Skorri GíSlaSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.