Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 6
Þórður Magnússon, talsmaður Torfu- samtakanna, heldur því fram að verndunartillögur um hús sem reist voru fyrir 1918 séu ítrekað hunsaðar og að engin húsverndunarstefna sé í gildi hjá Reykjavíkurborg. Nýverið samþykkti meirihlutinn í Reykjavíkurborg niðurrif á húsum númer 33, 33a, 35 og 35a við Lauga- veg auk húss að Vatnsstíg 4. Húsin eru flest ævagömul á íslenskan mæli- kvarða, frá um 90 til 113 ára. „Þetta er einn af þeim reitum sem hafa gengið kaupum og sölum um árabil,“ segir Þórður og bendir á að nú eigi samkvæmt tillögu lóðareiganda að byggja L-laga risabyggingu sem nær yfir öll húsin á Laugavegi og lang- leiðina niður á Hverfisgötu. Í nýjustu tillögunum mun allt landsvæði á bak við byggingarnar fara undir nýju bygginguna sem mun skilja eftir eins hæða smávaxið 40 fer- metra hús einangrað í bakgarði. „Upphaflega skýringin á niður- rifi var sú að verið væri að liðka fyr- ir verslunarstarfsemi, en samkvæmt nýjustu útfærslu eiganda mun þar rísa íbúðarhúsnæði,“ segir Þórður. Öll hús byggð fyrir 1918 skulu standa Árið 1994 var sett á fót Húsvernd- arnefnd Reykjavíkur sem átti að koma með verndunartillögur í eldri hverf- um Reykjavíkur. Þessi nefnd skilaði af sér greinargerð þar sem gert var ráð fyrir að meginreglan yrði að hús eldri en frá 1918 fengju að standa áfram með vísan í þjóðminjalög. Árið 2002 var stofnuð ný nefnd á vegum Reykjavíkurborgar sem átti að endurskoða drög að deiliskipulagi og ná sátt við ákveðna verslunarmenn við Laugaveg. Húsverndarnefndin frá 1994 hafði ekki ályktað sérstaklega um hús byggð fyrir 1918 og því komst nýja nefndin að þeirri niðurstöðu að rífa mætti þrjú af hverjum fjórum húsum byggðum fyrir 1918. „Nú voru rökin þau að fyrst fyrri nefndin hefði ekkert ályktað um gömlu húsin, þá skiptu þau engu máli,“ segir Þórður ennfremur. Gömul hús eru ekki vernduð Jóhannes S. Kjarval arkitekt skipu- lagsmála miðborgarinnar hjá Reykja- víkurborg segir að húsin við Lauga- veg 33 til 35 séu á engan hátt algerlega vernduð gegn niðurrifi. „Árið 1996 gaf nefnd á vegum Reykjavíkurborg- ar út þemahefti um verndun byggð- ar innan Hringbrautar, sem var sam- þykkt af borgarstjórn. Þemaheftið er enn þann dag í dag fylgirit við aðal- skipulag,“ segir Jóhannes. Hann staðfestir að kúvending hafi átt sér stað hvað varðar verndun húsa byggðra fyrir 1918 og sé nú hægt að sækja um niðurrif á þeim. „Ef breyta skal húsi eða rífa sem byggt er fyr- ir 1918 verður eftir sem áður að leita álits húsafriðunarnefndar ríksins og þjóðminjavarðar,“ segir Jóhannes. Stjörnubíóreiturinn undir íbúðahúsnæði Þórður segir að annað dæmi um viðlíka þróun hafi átt sér stað á svo- kölluðum Stjörnubíóreit þar sem samnefnt bíó stóð. „Upphaflega voru það verslunar- menn sem fengu að ráða því hversu mikið var rifið í því skyni að verslun myndi eflast í kjölfarið,“ segir Þórður. Hann bendir jafnframt á að nú hafi stærstur hluti Stjörnu- bíór- eitsins verið nýttur undir íbúðahús- næði og bílastæði, en einungis lítill hluti sem verslunarhúsnæði. Flest all- ar íbúðirnar eru enn óseldar sam- kvæmt söluyfirliti fasteignasala. Verslunarhúsnæði svarar ekki kostnaði Þess eru dæmi að byggingafyrir- tæki kaupi lóðir til þess eins að sækja um aukið byggingarmagn svo hægt sé að selja þær í kjöl- farið með hagn- aði. Þórður bendir á að eigandi fyrr- greindrar lóðar á horni Laugavegs og Vitastígs hafi óskað eftir aukningu á byggingarmagni og var það heim- ilað. „Með það í vasanum seldi þriðjudagur 3. apríl 20076 Fréttir DV Húsverndarnefnd Reykjavíkur vildi að öll hús sem byggð voru fyrir 1918 fengju að standa. Nú hefur verið veitt leyfi til að rífa þrjú af hverjum fjórum þessara húsa. Verktakar geta setið á eignum og lóðum án þess að aðhafast nokkuð. AldAgömul hús víkjA blaðamaður skrifar: skorri@dv.is Skorri GíSlaSon Húsin við laugaveg 33 til 35 eru á bilinu 90 til 113 ára gömul 105 ára timburhús sem síðar var klætt með steinhúð. laugavegur 33a, allavega 90 ára viðbygging við laugaveg 33. laugavegur 35, 93 ára steinhús og fyrsta bygging Einars Erlendssonar arkitekts. laugavegur 35a, 113 ára hús. Tillaga lóðareiganda Stórhýsi sem nær yfir ystu mörk laugavegs 33 til 35 og langleiðina niður á Hverfisgötu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.