Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Blaðsíða 25
DV Sviðsljós þriðjudagur 3. apríl 2007 25 Fergie tvíkynhneigð Söngkonan Fergie segist ekki hafa átt í neinum vandræðum með að leika lesbíu í nýjustu mynd Qu- entins Tarantino sem ber heitið Grindhouse. Ástæðuna segir hún vera að hún hafi sjálf átt í þó nokkr- um ástarleikjum við kvenmenn á unglingsárum sínum, þar sem hún hafi verið í mikilli uppreisn gegn kaþólsku uppeldi sínu. „Ég hef stundað kynlíf með bæði konum og þó nokkuð mörgum karlmönn- um í gegnum tíðina. Ég er full af kynorku“. Skilnaður Bitney Spears og Kevins Federline hef- ur nú endanlega verið innsiglaður. Þrátt fyrir ný- legt taugaáfall Britney heldur hún börnunum og öllum peningunum en Kevin greyið stendur uppi með einungis eina milljón dollara eftir skilnaðinn. Parið náði loksins að komast að samkomulagi eft- ir fimm klukkustunda langan fund í Los Angeles á fimmtudaginn. Samkomulagið er víst byggt upp á kaupmála sem hjónakornin fyrrverandi gerðu fyrir brúðkaupið en þau giftu sig í september 2004. Þar kom fram að eignir Federlines við skilnað yrðu 1% af eignum Britney en þær eru metnar á 100 millj- ónir dollara. Þrátt fyrir að Britney fái fullt forræði yfir strák- unum þeirra tveimur, þeim Sean Preston og Jayd- en James hefur Kevin þó fullan heimsóknarrétt. Skilnaðurinn gekk í gegn einungis 9 dögum eftir að Britney skráði sig út af meðferðarheimili í Malibu þar sem hún hafði dvalist í tæpan mánuð. Bitney hefur haft gott af því að fara í meðferðina en hún er nú nokkrum kílóum léttari og frískari með mis- munandi hárkollur við hvert tækifæri. Vinir söng- konunnar höfðu hins vegar sagt frá því að Britney saknaði Kevins gríðarlega á meðan hún var í með- ferðinni og hún vildi mest af öllu eignast með hon- um eitt barn enn. Það er þó lítið útlit fyrir því að þriðja barn þeirra sé á leiðinni úr þessu. Bond best klæddur Nýjasti Bondinn, Daniel Cra- ig, hefur nú verið krýndur best klæddi maður Bretlands sam- kvæmt tímarit- inu GQ. Craig er fyrsti Jam- es Bond sem hlýtur þennan stór- kostlega titil síðan Sean Connery hlaut hann á sínum tíma. Craig skýst þarna framúr Íslandsvinin- um Jude Law sem lenti í 5. sæti, stíliseruðu fótboltastjörnunni David Beckham sem féll niður í 6. sæti og jafnvel sjálfum Harry Bretaprinsi sem lenti í 10. sæti. Það sem vakti þó mikla furðu við þennan lista er að breski grínist- inn Russell Brand lenti í 8. sæti yfir þá best klæddu í Bretlandi en trónir samtímis á toppnum yfir þá verst klæddu samkvæmt GQ. Usher trúlofaður Sykursæti söngvarinn Usher hef- ur nú gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann hafi trúlofast kærustunni sinni, henni Tameku Foster, og að brúðkaup sé fyrirhugað á þessu ári. Foster sem er 38 ára gömul og þar af leiðandi 10 árum eldri en Usher hefur sett upp hring sem glöggir menn segja að sé skreyttur 10 karata demantshnullungi. Fost- er starfaði sem stílisti Ushers en þau sáust kyssast í janúar á þessu ári meðan Foster var enn gift fyrr- verandi eiginmanni sínum, en skilnaðurinn við hann gekk end- anlega í gegn fyrir einungis tveim- ur vikum. Usher var því greinilega fljótur að bera upp bónorðið. Kevin fær eina milljón dollara Donald Trump veðjaði fyrir skemmstu upp á hár sitt við Vince McMahon eig- anda World Wrestling Entertainment. Veðmálið var liður í Battle of the Billi- onaires eða baráttu auðkýfinganna. Þeir félagar slógust þó ekki sjálfir, held- ur voru það WWE-glímukappar sem tóku á því fyrir þeirra hönd. Britney kát eftir skilnaðinn Söngkonan fór og fagnaði eftir að gengið var frá skilnaðinum. Kevin Federline þykjustu rapparinn fékk eina milljón dollara við skilnaðinn. Trump hélt hárinu Sveitt átök Bobby lashley slóst fyrir hönd Trumps og umaga fyrir McMahon á meðan „Stone Cold“ Steve austin var dómari. Sigur Trump og lashley fagna sigri. Á leið í stólinn McMahon var settur í rakarastól- inn með valdi. Straujaður Steve austin, sem var sérstakur gestadómari, straujaði Trump þegar hann fagnaði sigri. Burt með hárið Trump rakaði hárið af McMahon með hjálp frá Bobby lashley. McMahon í stólnum Eigandi WWE var ekki sáttur við að þurfa að lúta í lægra haldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.